Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 26

Fréttablaðið - 24.07.2019, Side 26
Misjafnt er hvað fólki líkar best þegar kemur að sólgleraugum. Sumir vilja hafa þau sportleg á meðan aðrir vilja hafa þau klassísk. Enn aðrir kjósa að velja gleraugu sem skreytt eru af hugmyndaauðgi. Þá eru glerin líka í mismunandi útfærslum og alls kyns litum. Sólgleraugu í anda leikkonunnar Audrey Hepburn hafa lengi verið vinsæl og eru enn, þau verða að teljast klassísk. Hún var iðulega með frekar stór gleraugu. Þau sólgleraugu sem hafa notið mikillar hylli í sumar eru frá Stellu McCartney. Þá má einnig nefna sólgleraugu frá Gucci, Miu Miu, Tom Ford og Phillip Lim. Sól- gleraugu með glitrandi skrauti eru alltaf vinsæl en Dolce og Gabbana hafa gjarnan skreytt sína fram- leiðslu og svo Prada. Hér á síðunni má sjá nokkra þekkta einstaklinga með sólgler- augu. Myndirnar eru allar nýjar svo þær ættu að geta lýst sumar- tískunni í ár. Sólgleraugun setja svip á andlitið Gigi Hadid er ein þekktasta ofurfyrirsæta í heimi um þessar mundir. Hér er hún með vinsælum handtösku- hönnuði, Michael Kors. Skyldi hann hafa hannað þessi gleraugu sjálfur? Myndin er tekin í Rockefeller Center í New York. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarmaður- inn Bob Geldof á kvikmyndahátíð á eyjunni Ischia við Ítalíu. Suðurkóreska hljómsveitin BTS er að slá í gegn um allan heim. Þetta er strákaband sem hefur verið að troða upp í Bandaríkjunum þar sem hljómsveitin er mjög vinsæl. Hér er einn söngvari sveitarinnar, Jimin. Hljómsveitin hefur hlotið margar viðurkenningar. Leikkonan, söngkonan og dansar- inn Ashley Roberts á leið í The Global Radio í London. Elton John er auðvitað þekktur fyrir gler- augnasmekk sinn. Hér er hann á frumsýningu á Lion KIng í London. Sólgleraugu eru ekki einungis til að verja augun fyrir sólinni. Þau eru líka tískuvara. Sem betur fer er tískan fjölbreytt. PI PA R\ TB W A • S ÍA VERNDUM VIÐKVÆM AUGU Bluestop er vörn gegn skaðlegum blágeislum sem er að finna í símum, spjaldtölvum, flúorljósum og víðar. Bluestop hjálpar okkur að vernda augun fyrir geislum sem þessi tæki gefa frá sér, vinnur gegn augnþreytu og virkar sem forvörn gegn hrörnum í augnbotnum og skýi á augasteini.BLUE STOP Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 12 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RAUGUN OKKAR 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -9 8 4 4 2 3 7 7 -9 7 0 8 2 3 7 7 -9 5 C C 2 3 7 7 -9 4 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.