Fréttablaðið - 24.07.2019, Síða 32

Fréttablaðið - 24.07.2019, Síða 32
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 24. JÚLÍ 2019 Tónlist Hvað? Tónleikar Svavars Knúts Hvenær? 21.00 Hvar? Nor­ ræna húsið. Hvað? Hádegis­ tónleikar Hvenær? 12.00 Hvar? Hallgrímskirkja Kammerkórinn Schola cant orum með fjölbreytta dagskrá. Hvað? Jazz með útsýni. Hvenær? 21.00 Hvar? Björtuloft í Hörpu Brasilíski gítarleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ife Tolentino skemmtir ásamt íslenskum tón- listarmönnum. Hvað? Sumartónleikar í Skapandi sumarstörfum, Garðabæ. Hvenær? 19.30. Hvar? Tónlistarskóli Garðabæjar. Anna Katrín Hálfdanardóttir, 18 ára fiðluleikari, f lytur verk eftir J.S. Bach, Schumann, Jón Nordal, Bruch og Beethoven. Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðar- dóttur, Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson og Grafarþögn eftir Arn- ald Indriðason eru á meðal hundrað bestu glæpasagna sem skrifaðar hafa verið, samkvæmt lista bresku bókabúðakeðjunnar Blackwell’s. Auk íslensku glæpasagnanna þriggja eru á lista Blackwell‘s-keðj- unnar bækur eftir höfunda á borð við Arthur Conan Doyle, Umberto Eco, Sjöwall og Wahlöö, Ian Rank- in, Patriciu Cornwell, Jo NesbØ, Stieg Larsson, Raymond Chandler, Aghöthu Christie og John Grisham, svo fáeinir séu nefndir. Á dögunum birti Sunday Times lista yfir 100 bestu glæpasögur sem komið hafa út frá stríðslokum og þar áttu íslensku höfundarnir þrír líka bækur en þó ekki þær sömu heldur voru það Brakið eftir Yrsu, Dimma eftir Ragnar og Furðu- strandir eftir Arnald. Það er Richard Reynolds sem tók saman listann fyrir Blackwell’s en hann er þekktur sérfræðingur í glæpasögum í Bretlandi, hefur setið í dómnefndinni um Gullrýtinginn, auk þess að vera gagnrýnandi, rit- stjóri og bóksali. – kb Aftur á meðal hundrað bestu Hin þrjú fræknu vinna stöðuga sigra jafnt erlendis sem hér á landi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Olga Bernhard Schlink Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Útgefandi: Mál og Menning Blaðsíður: 260 Olga er saga af ást tveggja einstakl- inga af mismunandi stétt með mis- munandi drauma og lífsviðhorf. Olga er munaðarlaus fátæklingur af pólskum uppruna í Þýskalandi um aldamótin 1900. Herbert er sonur ríkasta mannsins í þorpinu, hann er ævintýragjarn, stórhuga og fullur af þjóðernisstolti. Sagan er þó mun fremur saga Olgu en Herberts, eins og nafnið gefur til kynna, þar sem ævi hennar er rakin, bæði með Herberti og án hans. Sagan er sögð í þremur hlutum og kemur það mjög á óvart þegar skyndi- lega er skipt um sjónar horn í öðrum hluta og opinberar sögumaður sig þar. Ævi Olgu er þannig rakin tvisvar sinnum í sitthvorum hlutan- um, með mismunandi áherslum, en þriðja hlutanum er í raun varið í ævi annarrar persónu og samskipti hennar við Olgu. Sögusviðið er það sem heillaði mest við lesturinn. Ekki endilega sögusviðið og hinn þýski menn- ingar heimur í upphafi 20.  aldar heldur frekar stemningin í kringum stríðsárin, sem höf- undi tekst að koma vel til skila, og hug- myndafræðin sem var uppi meðal almenn- ings á þessum tíma. Olga horfir á hverja kynslóð karlmanna á fætur annarri heillast af stórum draumum. Þýskaland á að vera stórt, þjóðin á að vera stór og hugmynda- fræðin á að teygja anga sína til næstu heimsálfa, helst að breiðast út um allan heim. Olgu er fyrirmunað að átta sig á heimsku fólks og hvernig sagan endurtekur sig í sífellu. Og hún getur aðeins kennt einum manni um alla þá ógæfu er drifið hefur á daga Þýskalands og þeirra karlmanna sem hún hefur elskað: Bismarck. Þetta hófst allt saman með honum og má í raun segja að skáldsagan endi með honum líka. Það sem var þó nokkuð pirr- andi við lesturinn var hraði frá- sagnarinnar. Höfundur gefur sér lítinn tíma til að staldra við einstaka æviatriði Olgu og þá er lítið komið inn á tilfinningar persónunnar sem hefðu mátt skipa mun stærri sess í frásögninni. Það er þannig ekki fyrr en í síðasta hluta sögunnar sem lesandinn nær almennilegri teng- ingu við aðalpersónuna í gegnum bréfaskrif hennar en það hefði mátt gerast mun fyrr við lesturinn. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Höfundi tekst vel að fanga stemninguna í kringum stríðsárin en meinið er að frásögnin er of hröð á kostnað tengingar við aðalpersónuna. Stórir draumar Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafs- fjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akur- eyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Sví- þjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferða- laginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á Blanda saman tveimur ólíkum heimum Systkinin Mikael Máni og Lilja María halda í tón- leikaferð um land- ið og flytja verk sem þau sömdu í sameiningu. Lög sem eru ólík en mynda samt heild. Mikael og Lilja eru að undirbúa tónleikaferð um landið þar sem þau flytja eigið efni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í sam- tímaklassík og ég er með djassbak- grunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael. Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinn- ar sem er byggður á umhverfishljóð- um og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og f lytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur lang- aði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og f lytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðn- ir spunakaflar út frá því.“ Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindr- anir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindr- anir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“ ÞAÐ SKIPTI OKKUR MIKLU MÁLI AÐ HAFA HEILDARSVIP Á VERKINU OG VIÐ SÖMDUM ÞVÍ SÖGU Í ÞJÓÐSAGNA- STÍL OG BYGGÐUM VERKIÐ Á FRAMVINDU SÖGUNNAR. 2 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -7 F 9 4 2 3 7 7 -7 E 5 8 2 3 7 7 -7 D 1 C 2 3 7 7 -7 B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.