Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 24.07.2019, Qupperneq 40
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf Jónu Hrannar Bolladóttur BAKÞANKAR Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barna­börnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosa­ þembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heim­ leiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varp­ svæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófu­ gaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“ Hver á hvað? 990 KR/KG 1.990 Verð áður: LÍFIÐ ER GOTTERÍ 50% AFSLÁTTUR 990 KR/KG 1.990 Verð áður: Soundboks er tilvalinn hátalari fyrir partí heima í stofu, íþróttaviðburði eða skemmtun undir berum himni, enda þolir hann rigningu, hita, snjó og högg. Sérhannaður til að tækla aðalmarkmiðið — að fullkomna partíið. Þú getur meira með Símanum Nú færðu þér Soundboks 8.167 kr./mání 18 mánuði* vefverslun.siminn.is *K yn nt u þé r S ím in n Pa y Lé tt ka up á s im in np ay .is . 2 4 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 7 -6 6 E 4 2 3 7 7 -6 5 A 8 2 3 7 7 -6 4 6 C 2 3 7 7 -6 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.