Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.1998, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 01.10.1998, Blaðsíða 16
-1 RAKARASTOFA HAUKS Vöruhúsi KB Borgarnesi Sími: 437 1125 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -33. tbl. 1. árg. 1. okt. 1998 i K Ný félagsmið- stöí> á Akranesi? Þórbur látinn Þórður Runólfsson bóndi í Haga í Skorradal lést á sjúkrahúsinu á Akranesi s.l. föstudag 102 ára að aldri. Þórður fæddist í Efri Hrepp í Skorradal 18. september 1896 en bjó lengstan hluta ævi sinnar í Haga eða allt þar til á aldarafmæli sínu. Þribja sætib Akumesingar enduðu í þriðja sæti á Islandsmótinu í knattspymu eftir jafntefli við ÍR í síðastá leik. Þrátt fyrir að flestum liðum þætti þetta viðunandi árangur er hann sá lakasti á Skaganum í átta ár!. ÍBV varð ís- landsmeistari með 38 stig, KR í öðm sæti með 33 stig og IA í því þriðja með 30 stig. Sjálfsagt hefur þetta verið í fyrsta skipti sem margir Skagamenn óskuðu KRingum sigri því hefðu þeir orðið íslandsmeistar- ar hefði IA náð Evrópusæti. Það var Ragnar Hauksson sem skoraði mark Skagamanna á ÍR vell- inum með skalla eftir fyrirgjöf frá Dean Martin á 19. mínútu en Bjarki Már Hafþórsson jafnaði fyrir ÍR á 63. mínútu. Hugsanlega verður ný félagsmið- stöð tekin í notkun á Akranesi á næsta ári. A síðasta fundi bæjarstjórnar var bæjarstjóra falið að ræða við eiganda húseignarinnar Vesturgötu 119 og kanna ástand hússins. f húsinu var um skeið rekin kavíarverksmiðja en síðan stóð til að koma þar á fót kræklinga- vinnslu. Sú starfsemi komst aldrei á koppinn og síðustu misserin hefur húsið staðið autt og núverandi eigandi er Landsbanki íslands. „Það var tiltekið í meirihlutasam- komulagi Akraneshsta og Framsókn- arflokks að stefnt skildi að stofnun nýrrar félagsmiðstöðvar fyrir ung- linga," sagði Guðmundur Páll Jóns- son bæjarfulltrúi. „Félagsmiðstöðin Arnardalur þjónar sínu hlutverki ágætlega en það hefur komið fram þörf á samastað fyrir eldri unglinga en þar eru, eða á aldrinum 16-20 ára. Hugmyndin er sú að unglingam- ir skapi umgjörðina að félagsmið- stöðinni sem mest sjálfir. Þarna hefðu hljómsveitir aðstöðu til æfinga svo eitthvað sé nefnt," sagði Guð- mundur. Hann sagði að mönnum hefði litist vel á umrædda húseign en framhald málsins myndi ráðast af ástandi hússins og verði. G.E. í sí&ustu viku og fram í þessa voru Amerískir dagar á Akranesi. Bo&iö var upp á kynningar á amerískum vörum i verslunum á Akranesi og sitthvab var tii skemmtunar. Þessi mynd er tekin í Skagaveri á fimmtudag þegar banda- ríski sendiherrann setti formlega Ameríska daga. Á myndinni eru frá vinstri: Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórn- ar, Olaf North Otto vi&skiptafulltrúi, )ón Pálmi Pálsson bæjarritari, Björn S. Lárusson marka&s og kynningarfulltrúi, Day Olin sendiherra og Sveinn Knútsson kaupma&ur í Skagaveri. Tilbúið slátur: 6 nýru - 3 hjörtu - 3 lifrar - 3 hausar - 10 ósoðnar lifrarpylsur - 5 ósoðin blóðmör 3.766,- kr/ks Kornax rúgmjöl 2kg kr. 57,- AXA haframjöl 1 kg. kr. 59,- Blóðmör 5 stk. Hlbúinn í pottinn 399,- kr/kg. Lifrarpylsa lOstk. Tilbúin í pottinn 469,- kr/kg. 3 slátur í kassa Söxuð mör saumaðir keppir 2.779,- kr/ks. i /

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.