Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.11.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 Vestuiiand hf -sókn til nýsköpunar í atvinnulífi á Vesturlandi Á aðalfundi SSV sem haldinn var í Grundarfirði fyrir skömmu voru kynntar tillögur að stofnun eignar- haldsfélags sem fengið hefur vinnu- heitið Vesturland hf. Skessuhorn ræddi við Olaf Sveinsson forstöðu- mann Atvinnuráðgjafar Vesturlands til að fræðast um þetta nýja félag og tilgang þess. Ólafur hefur unnið skýrslu um stofnun Vesturlands hf. sem kynnt var á fundinum í Grundar- firði. „Lagt er til að stofnað verði eignar- haldsfélag um nýsköpun og þróun at- vinnulífsins á Vesturlandi. Tilgangur félagsins er að ijárfesta í atvinnu- rekstri í kjördæminu með kaupum á hlutabréfum og stuðla með því að ný- sköpun í atvinnulífi. Ekki er þó bund- ið við að sjóðurinn leggi fé í ný fyrir- tæki heldur getur félagið einnig haft frumkvæði að samruna fyrirtækja ef það er talin hagkvæm lausn. Þá er einnig gert ráð fyrir að Vesturland geti keypt hlutafé í starfandi fyrirtækjum sem ætla inn á nýjar brautir", sagðiÓ- lafur. Þörfin mikil Ólafur segir þörfina fyrir nýsköpun í atvinnulífi vera mikla á Vesturlandi. „Hlutfall starfa í frumvinnslugreinum er mjög hátt. Stærstur hluti Vestlend- inga starfar við landbúnað eða sjávar- útveg en þessar greinar hafa átt veru- lega undir högg að sækja á síðustu árum. Á móti kemur að með tilkomu Hvalijarðargananna hafa opnast ný sóknarfæri á þessu svæði.“ í tillögum Ólafs er gert ráð fyrir að hlutafé félagsins verði 100 milljónir. Miðað er við að sveitarfélögin á Vest- urlandi leggi fram 40 milljónir og vil- yrði liggur fyrir framlagi upp á sömu upphæð frá Byggðastofnun. Þá er stefnt að því að selja fyrirtækjum og einstaklingum hlutafé fyrir 20 millj- ónir. Ekki liggur fyrir afstaða ein- stakra sveitarfélaga þótt aðalfundur S S V hafi samþykkt að vinna að á- framhaldandi framgangi málsins en miðað við þátttöku allra sveitarfélag- anna yrði stofhkostnaður u.þ.b. 2.900 kr á íbúa. Lítiö um hlutafélög á markaði Samkvæmt tillögunum um stofnun Vesturlands hf. er markmiðið að á- vöxtun sjóðsins sé þannig að eigið fé rými ekki. Ólafur sagði að menn gætu vænst þess að ávöxtun félagsins yrði engin fimm fyrstu árin og hugsanlega yrði tekin ákvörðun um aukningu hlutafjár innan skamms tíma. Þessi atriði sagði hann að leiddu til þess að erfitt gæti reynst að fá fagfjárfesta til liðs við félagið. Það mun þó væntan- lega skýrast á næstunni því ætlunin er að kynna málið á næstu tveimur mán- uðum og leita að hlutafé. Ef allt geng- ur að óskum verður félagið stofhað í desember og mun síðan taka til starfa í janúar á næsta ári. Að sögn Ólafs er stofnun Vestur- lands hf. afar mikilvæg fyrir þróun atvinnulífs á Vesturlandi á næstu árum. „Sé tekið mið af núverandi á- formum er þetta forsenda fyrir virkri nýsköpun í kjördæminu á komandi árum. Með stofnun félagsins tryggj- Bæjar- og héraðsbókasafnið Heiðarbraut 40, Akranesi í ljósaskiptunum - Norræn fyndni u.;; ii| bókasafnavika 9. - 15. nóvember jjnn^. nóv. kl. 18.00 les Sveinn Kristinsson káfla ígeftir Frans G. Bengtson. Slökkt verður i tendrað á IrðurÍÖndunum. Boðið meðan á lestri stendur. 11. nóvember kl. 18.00 lesa bæjarfi fyndinn texta iku verða safngestir beðnir um að leggja og velja fyndnasta norræna rithöfundinn. Á bókasafninu verður sýning á norrænum bókum, munum tengdum norrænu samstarfi B æj arbókavörður Norræna félagið á Akranesi imsii n Fr5«Is éskrifí VESTLEN»Ii\«AR! Um leið og við á Skessuhomi þökkum Vestlendingum fyrir frábærar undirtektir við „frjálsri áskrift44 minnum við á að með þessu blaði koma nýir seðlar þar sem þið getið stutt áframhaldandi útgáfu blaðsins. Ykkar stuðningur er og hefur verið ómetanlegur og veitt okkur mikla hvatningu. Viðtökumar hafa sýnt að fólk veit hvað það vill og það er: SKESSUHORN í hverri viku og ekkert kj aftæði! Og nú er hægt að greiða áskriftina með Ólafur Sveinsson. um við að frumkvæði í nýsköpun og byggðamálum verði í höndum heima- manna. Einnig er hugsanlegt að til- koma sjóðsins auki áhuga utanað komandi fjárfesta á að taka þátt í verkefnum hér á Vesturlandi. Það er ljóst að of Ktið er um hlutafélög á markaði í kjördæminu sem lýsir sér í því að þau em mörg hver of lítil og of lokuð. Vesturland hf. gæti orðið til að breyta þessari hugsun og gera mark- aðinn opnari," sagði Ólafur Sveinsson að lokum. Vetrarmenning í Snæfellsbæ Vetrarmenning í Snæfellsbæ er heiti á dagskrá á vegum Lista og menningarnefndar Snæfellsbæjar sem hóf göngu sína 1. nóvember s.l. „Lista og menningamefnd Snæfells- bæjar ákvað eftir kosningar að standa fyrir menningarviðburðum einu sinni í mánuði yfir veturinn,“ sagði Kol- brún Bjömsdóttir formaður nefndar- innar. „Við ætlum að fara fram á það við listamenn í héraðinu að þeir komi fram og gefi vinnu sína en seinna er hugmyndin að reyna að fá utanaðkom- andi listamenn. Við höfum fengiðgóð- ar undirtektir við þessum hugmynd- um og fljótlega fréttum við af því að Aðalsteina Sumarliðadóttir og sonur hennar, Egill Þórðarson, hefðu í nokk- ur ár verið að viða að sér heimildum um Jóhann Jónsson skáld úr Ólafs- vík. Dagskrá í þeirra samantekt um skáldið verður fyrsti liðurinn í Vetrar- menningu í Snæfellsbæ,“ sagði Kol- brún. Jóhann Jónsson er fæddur á Staðar- stað 1896 en kom ungur til Ólafsvík- ur. Foreldrar hans vom Jón Þor- steinsson og Steinunn Kristjánsdótt- ir frá Ytra-Skógamesi í Miklholts- hreppi. Að sögn Kolbrúnar er dagskrá vetr- arins ekki ákveðin en verður mótuð jafn óðum eftir því sem listfengir íbú- ar sveitarfélagsins gefa sig fram. „Við óskum eftir að fólk leiti til okkar ef það hefur áhuga á að vera með,“ sagði Kolbrún. G.E. Ólafsvík. Uppskeruh t Uppskeruhátíð hestamanna á Akranes verður haldin í Æðarodda föstudaginn 13. nóv. Húsið opnar kl. 20.30 Nú ætlum við að skyrpa úr hófunum og skemmta okkur saman, ungir sem aldnir. Fullt af skemmtiatriðum - góður matur og dans Kjör íþróttamanns ársins hjá Dreyra Miðaverð: kr. 3.000 fullorðnir kr. 1.500 16 ára og yngri Pantanir í símum: 431 1964 Ásta, 431 3069 Árný, 433 8965 Karen, 899 1550 Karen Skemmtinefn4in

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.