Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.1998, Page 4

Skessuhorn - 26.11.1998, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 SKiSSUHÖIíW Theódór Einarsson og EF-Kvintettinn -Gripiö niöur í bókina Blöndukúturinn eftir Braga Þóröarson EF Kvintettinn. Nýlega kom út hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi bókin Blöndu- kúturinn. í bókinni rifjar höf- undurinn, Bragi Þórðarson, upp frásagnir af eftirminnileg- um atburðum og skemmtilegu fólki sem tengist Akranesi og Borgarfirði. Meðal kafla bók- arinnar er þáttur sem ber yfir- skriftina „í Báruhúsið ég bros- andi fer“ og fjallar hann um Báruhúsið, skemmtanalífið á Akranesi, hljómsveitir og skemmtikrafta er settu svip sinn á bæinn. Hér er gripið nið- ur í bókina þar sem rætt er við gamanvísnahöfundinn Theodór Einarsson og sagt frá hinum sögufræga EF-Kvintett. Theódór Einarsson Fjölmargir bæjarbúar áttu þátt í að skapa vinsældir árshátíðanna og dansleikjanna í Báruhúsinu. Á engan mun hallað þegar sagt er að þar hafi Theódór Einarsson, gamanvísna- og revíuhöfúndur átt stærstan hlut að máli. Theódór er fæddur 9. maf 1908 í Leirárgörðum í Leirársveit og þar átti hann heimili til 22 ára aldurs. Hann lærði að leika á orgel á Akra- nesi hjá Ólafi B. Bjömssyni og í Reykjavfk hjá Páli ísólfssyni. Varð hann síðan organisti í Leirárkirkju í tvö ár, eða þar til hann flutti til Akra- ness árið 1936. Á Akranesi vann hann algeng störf við fiskvinnslu, og sem bifreiðastjóri, en lengst munum við eftir honum sem afgreiðslumanni í matarbúð Kaupfélagsins og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þar gekk hann rösklega til verks, glaður og spaugsamur, og afgreiddi lambalifur og læri. Oft vom biðraðir í matarbúð- unum fyrir helgar, og þurfti því snögga afgreiðslu. Allt kjöt var sótt í frystiklefa bak við búðina því að fáir áttu ísskápa. Reyndi hann gjaman að nota hverja ferð í ffystiklefann til þess að sækja kjöt fyrir fleiri en einn í ferð. Einhver bað um læri. Þá heyrð- ist Theódór hrópa: „Fleiri með læri.“ Þetta var síðan haft að orðtaki á Skaganum við ýms tækifæri. Síðustu níu starfsárin vann hann við bensínafgreiðslu hjá Skeljungi á Akranesi. Theódór er enn hress í and- anum, brosir til samferðafólksins, og gefur glaðlegan honor um leið og hann ekur Skodanum sínum daglega um götur bæjarins kominn fast að ní- ræðu. Kona hans var Guðrún Ólafs- dóttir frá Brautarholti, en hún lést árið 1990. Böm þeirra em þijú. Út em komnar eftir hann sjö bækur með gamanvísum og dægurlögum. Aðspurður segir Theódór að mesta gróskan í gamanvísum hans hafi ver- ið á ámnum 1940-1960. „Á þessum ámm var mikil gróska í uppsetningu gamanleikja, revía og leikrita hér á Skaganum,“ segir hann. „Flest tengd- ust þau árshátíðum knattspymufélag- anna, KA og KÁRA, verkalýðsfé- lagsins, kvenfélagsins og skipstjóra- og stýrimannafélagsins. Árshátíðimar vom ýmist í Bám- húsinu, stúkuhúsinu, íþróttahúsinu við Laugarbraut eða Bíóhöllinni. AU- ir sem vettlingi gám valdið flykktust á árshátíðimar og skipti þá ekki öllu máli hvort þeir vom félagar þess fé- lags sem árshátíðina hélt, eða ekki. Yfirleitt var fullt hús og allir skemmtu sér konunglega. Aðspurður um undirbúning fyrir skemmtanimar segir Theódór: „Allir sem komu að þessum undirbúningi unnu fulla vinnu, margir erfiðisvinnu. Enginn taldi eftir sér að eyða mestöllum frí- tíma sínum á kvöldin og um helgar við æfingar á leikþáttum og leikrit- um. Að öðrum ólöstuðum held ég að Sólrún Yngvadóttir hafi verið pottur- inn og pannan í þessu öllu saman. Hún var mikil hæfileikakona.“ Há- punktinn á þessu höfundarstarfi sínu segir Theódór vera revíuna „Allt er fertugum fært“, sem sett var upp í í- þróttahúsinu við Laugarbraut. Upp- haflega átti hann að semja stuttan gamanþátt, en úr því varð revía með fimmtán leikendum. Mikill söngur og tónlist var í leiksýningunni, sem sýnd var sex sinnum fyrir troðfullu húsi. Aðalsöguhetjan í revíunni var Bessi Bessason, sem leikinn var af Þórði Hjálmssyni. Þama var gert grín að nýbyggðum verkamannabústöð- um og grínið heimfært á ýmsa for- ustumenn í bænum og aðra þekkta bæjarbúa, sem gerði gamanið mark- visst og hnitmiðað. í gamanvísunum var víða komið við. Knattspymumennimir fengu t.d. sínar vísur: Ég byijaði í knattspymu sem babýtípa smá, svo brögðóttur og alltaf til í harkið. Bandhnykill var knötturinn sem barst um til og frá, og blessunin hún amma gamla markið. Og bandhnykillinn skoppaði við sérhvert svaða spark, mér sjálfum fannst það spennandi og gaman. En ekki gat ég sett hjá henni ömmu gömlu mark, því alltaf sló hún báðum fótum Allt er fertugum fært. Báruhúsib. saman. Já amma gamla vaskleg var og varði allt í rot, en viðbragðsleysi mínu ég um kenni. Loks einu sinni sendi ég þó óverjandi skot, sko, inn á milli fótanna á henni. Og nú em þau óteljandi orðin mörkin mín. Ég mestur er af Islands hraustu sonum og óhljóðin í kvenfólkinu þakka ég þetta grín, og því er ég sko einn af meisturonum. Theódór samdi fjölmörg sönglög og dægurlagatexta sem enn eru sung- in við miklar vinsældir. Má þar nefna Angelíu. Hann kveðst hafa samið það árið 1927. „Það sumar var kaupakona í Leirárgörðum sem sagði mér sög- una um Angelíu og kenndi mér lag- ið“, segir hann. „Ég samdi svo text- ann við þetta lag,“ heldur hann áfram. Sumarið 1936 var Theódór í vega- vinnu norður í landi. Með honum var þar Daði Hjörvar, ungur sonur Helga Hjörvar. Hann hafði þá nýlega dvalið í Þýskalandi og lært þar vinsælt dæg- urlag. Pétur Thorsteinsson, síðar sendiherra, var í vegavinnunni og góður vinur Theódórs. Hann bað Theódór að semja íslenskan texta við lagið, sem hann gerði. Þetta var lagið „Á hörpunnar óma við hlustum í- kvöld", sem enn er sungið og var um árabil eitt vinsælasta dægurlagiðhér- lendis. Theódór kveðst alltaf hafa verið árrisull og vaknað yfirleitt klukkan sex á morgnana. Eftir að hann hætti að vinna kvaðst hann byrja daginn með því að skrifa eða lesa en fara síð- an göngutúr. „Það er sérstaklega gaman að fara út að ganga þegar farið er að vora og hlusta á gróandann og fuglasönginn í morgunsárið. Og keyra síðan útfyrir bæinn og njóta náttúrufegurðarinnar. „ Þessa vísu gerði Theódór nýlega: Sagt er að ég sé orðinn elsti bflstjórinn í bænum. Fólk bjargar sér á flótta er um götumar ég fer. Eg skeiða einn um bæinn á Skoda einum grænum og Skagabúar biðja loksins Guð að hjálpa sér. Nú þegar Theódór er sestur í helg- an stein, 89 ára, getur hann litið til baka og rifjað upp minningar frá samstarfi við marga þekkta leikara, söngvara og þáttagerðamenn, sem hann fóðraði með skemmtiefni. Má þar nefna Alffeð Andrésson, Harald Á. Sigurðsson, Áma Tryggvason, Þórð Hjálmsson, Sigurð Guðjónsson og Sólrúnu Yngvadóttur. Einnig Pét- ur Pétursson, Jónas Jónasson, Svavar Gests ofl. Margir dægurlagatextar Theódórs Einarssonar eru lands- þekktir og enn á vinsældalistum tón- listamnnenda. Tónlistin skipaði stóran sess í gam- anleikjum Theódórs. EF-kvintettinn á Akranesi annaðist hana oftast. Þeir tóku þátt í flestum skemmtisamkom- um og léku fyrir dansi á Akranesi og í Borgarfirði á þessum ámm við gíf- urlegar vinsældir. EF-kvintettinn Stofnendur hljómsveitarinnar vom vinimir Edvard og Ásmundur (Ebbi og Ási, eins og þeir vom kallaðir). Ebbi lærði á harmonikku hjá Ingólfi Runólfssyni kennara á Akranesi, sem var fjölhæfur tónlistarmaður. Ási eignaðist trommur. Þeir byrjuðu að spila á dansleikjum í Hótel Akranes 1942, en einnig fljótlega í Bámhús- inu. Með Ingólfi stofnuðu þeir svo trío, sem þeir nefndu Hljómsveit Akraness. Ásmundur keypti sér saxófón, en enginn á Skaganum gat kennt honum að blása í „rörið“, en það kallaði hann saxófóninn. Hann lokaði sig inni í herbergi og æfði linnulaust þar til honum tóks loks að ná hljóðum úr „rörinu". Fór hann síðan með saxó- fóninn á ball í Báruhúsinu og vakti stormandi lukku, enda þótt hann gæti aðeins blásið fáa tóna í fyrstu. „Vandamálið var,“ sagði Ásmundur „að ég gat bara spilað eina áttund og þegar lagið hækkaði varð ég að fara niður með tóninn. Til þess að bæta úr þessum vanda fór ég til Sveins Ólafs- sonar, sem var með hljómsveit á Hót- el Borg í Reykjavík. Hann benti mér á að ýta á einn takka og þar með skipti hann um áttund. Ég var búinn að spila lengi á saxófóninn án þess að kunna þetta.“ Þeir félagar í Hljómsveit Akraness léku fyrir dansi á Akranesi og í Borg- arfirði flestar helgar næstu árin. Þá var erfitt um samgöngur. Eina ferð fóm þeir til að leika fyrir dansi uppi í Lundarreykjadal. Bfll komst ekki alla leið og þurftu þeir að fara á hestum með hljóðfærin yfir straumþunga á með djúpum hyljum síðasta spölinn að samkomuhúsinu. Mikið rigndi þennan dag og um kvöldið. Að lokn- um dansleik var komið svarta myrkur svo varla sást handa skil. Þegar þeir komu að ánni hafði hún vaxið í rign- ingunni og leist þeim ekkert á að feija hljóð- færin og s j á 1 f a sig yfir. E k k i v a r ð u n d a n þ v í komist. E n g i n ö n n u r leið var til baka. í miðri á n n i 1 e n t i Ingólfur í djúpum hyl, rann af baki og fór á bólakaf. Ásmundur kallaði í hann að halda sér í beislið og bjóst til að henda til hans trommunni, svo að hann hefði flotholt. Ekki þurfti þess með því að Ingólfi tókst að hanga í hestinum þar til hann kenndi gmnns .Engum varð meint af þessu volki. „Já, það var oft slarksamt á þessum ámm,“ sagði Ásmundur. Eftir að bræðumir Sveinn og Rík- harður bættust í hljómsveitina breytti hún um nafn og hét eftirleiðis EF- kvintettinn. Vinsældir þeirra vom miklar í heimahéraði. Eitt sinn spiluðu þeir á hljómleik- um í Austurbæjarbíói í Reykjavík með KK-sextettinum og hljómsveit Svavars Gests. „Við æfðum nýjar amerískar útsemingar spesíalt fyrir þessa hljómleika," sagði Ásmundur. „Það var Dixieland-músflc með sveiflu, sem þeir spiluðu ekki mikið í Reykjavík. Við Ríkharður lékum á saxófóna og Sveinn tók sína frægu trommusóló. Við enduðum með því að spila „Kátir vom karlar", fyrst í valstakti og síðan með sveiflu, tenór- saxófónsóló, trommusóló og tilheyr- andi látum. Áheyrendur klöppuðu og stöppuðu og allt ætlaði um koll að keyra í Austurbæjarbíói." Aðdáendur hljómsveitarinnar vom á öllum aldri. Ungir strákar fylgdust með sveiflunni og tóku sjálfir að stofna hljómsveitir. Frægastir þeirra urðu Dúmbó og Steini, sem lengi spiluðu í Glaumbæ og víðar. Tónlist þeirra er varðveitt á plötum til ánægju fyrir hina fjölmörgu aðdáendur þeirra. Hins vegar er lítið til af tónlistinni, sem EF-kvintettinn lék, og lagði granninn að sveiflunni hjá hinum yngri. Sakna þess margir sem eiga góðar minningar frá þeim skemmti- legu tímum þegar Dixielandinn hljómaði í danshúsum Skagamanna og Borgfirðinga. Látum svo nótt þar sem nemur Theódór Einarsson hefur síðasta orðið í þessum þætti og læt ég þar með lokið minningum frá skemmt- analífinu í Bámhúsinu á Akranesi og fólkinu sem létti mönnum lífið og lífgaði upp á tilvemna á Skaganum á fyrri tíð. I kvöld verður dvalið við dansinn, dönsum nú rúmbu og vals, með trylltum og taumlausum hraða, tíminn er naumur til alls. Tökum svo Swing-swing og Samba, Charlestone, Jitterbug, Step, - látum svo nótt þar sem nemur, hver nóttin er endaslepp. Lanciers í Báruhúsinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.