Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.1998, Page 12

Skessuhorn - 26.11.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Ab ganga í augun á fólki Fékk dekkjagang Hún Guðrún Ágústa Möller í inni“. Borgarnesi datt í lukkupottinn í síð- Nú eru um 10 ár síðan Frumherji ustu viku þegar Frumherji hf. gaf hf., áður Bifreiðaskoðun íslands, hóf tjórum heppnum viðskiptavinum starfsemi sína. Fyrstu árin var fyrir- dekkjaganga undir bfla sína í tilefni tækið t einokunaraðstöðu hvað Auglýsingablaðið PÓSTURINN og Prentverk Akraness hf. urðu þess óvænta heiðurs aðnjótandi í síðasta tölublaði Skessuhorns að heilum leiðara blaðsins var eytt í umræðu um áðumefnda aðila. Þennan mikla heið- ur ber að þakka. Því miður vill það nú verða svo að þegar mönnum er mikið niðri fyrir vilja staðreyndir stundum brenglast og í sumum tilvik- um fara alveg úr böndunum, og það hefur einmitt gerst hjá þessu héraðs- fréttablaði. Því sér undirritaður sig tilneyddan að skýra málið eins og það hggur fyrir. Áður en til þess kemur er þó rétt að leiðrétta alveg sérstaklega það sem sagt er í byijun leiðarans að Prent- verk Akraness sé að hluta til í eigu Prentsmiðjunnar Odda í Reykjavík. Þetta er alrangt. Prentverk Akraness var stofnað af Ólafi B. Bjömssyni árið 1942 og hefur verið í eigu fjöl- skyldu hans frá þeim tíma til dagsins í dag. Hins vegar er Prentverk Akra- ness umboðsaðili fyrir Prentsmiðjuna Odda og er stolt af því að eiga gott og ánægjulegt samstarf við slíka prent- smiðju. Ef leiðara- og fréttaskrif Skessuhomsins em ekki nákvæmari og áreiðanlegri en þessi rangfærsla gefúr til kynna, þá em það ekki ýkja góð meðmæli með blaðinu. Snúum okkur þá að aðalefni leið- araskrifanna. Skessuhom virðist af einhveijum óskiljanlegum ástæðum sjá sig tilknúið að láta það koma fram að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að hægt væri að prenta blaðið hjá Prentverki Akraness. En er það svo? 18. febr. sl. kom út 1. tbl. Skessu- homs. í leiðara blaðsins var mynd af ritstjóranum Gísla Einarssyni og framkvæmdastjóranum, Magnúsi Einhverra hluta vegna ákvað Ind- riði Valdimarsson prentsmiðjustjóri að beina spjótum sínum að undirrit- uðum vegna forystugreinar Gísla Einarssonar í síðasta tölublaði Skessuhoms. Af þeim sökum sé ég mig knúinn til að láta getið á þessum vettvangi nokkurra atriða sem snúa að máli þvf sem enn er spunnið við og snýst um prentun Skessuhoms. Eg þakka þér, Indriði, fyrir nokkuð greinargóða kynningu á mér og þeim starfsvettvangi sem ég hef valið mér. Eg hef undanfarið hálft annað ár ver- ið atvinnuráðgjafi á Vesturlandi með áherslu á markaðsmál. Sem atvinnu- ráðgjafi og baráttumaður fyrir hags- munum Vestlendinga varð ég þess fljótt áskynja í starfi mínu að kjör- dæmið þarf að eiga kröftugt héraðs- fréttablað þar sem íbúar kjördæmis- ins, fyrirtæki, félagasamtök og stofn- anir hafa vettvang til skoðanaskipta og almennrar upplýsingamiðlunar. Ég dreg ekki á nokkum hátt úr því einlæga áhugamáli mínu að slíkur miðill verði áffam til, enda er ég þess fullviss að slfkt er kjördæminu til framdráttar og jafnframt vilji íbú- anna. Ástæða þess að spjótunum er beint að mér er trúlega sú að ég var titlaður framkvæmdastjóri blaðsins í fyrsta tölublaði þess þann 18. febrúar í vetur. Því starfi gegndi ég í afar skamman tíma eða einungis þar til framkvæmdastjóri hafði verið fund- inn til að annast þetta erilsama starf. Arinbjöm Kúld kom til starfa við blaðið strax og hann hafði lokið sínu námi eins og við báðir vitum. Reynt hefur verið áður að koma höggi á mig fyrir aðild mína að Skessuhomi sam- hliða atvinnuráðgjafastarfinu og sagt get ég þér og öðmm sem það vilja vita að slíkt er fyrir löngu hætt að angra mig á nokkum hátt. Einnig get ég upplýst þig og aðra sem það vilja vita að tekjur mínar af þessu blaði hafa ekki náð að jafna kostnað minn af því og því verður seint hægt að væna mig um gróðabrask þegar Skessuhom er annars vegar. Magnússyni. Fyrir þá sem ekki þekkja til er þessi sami Magnús Magnússon atvinnuráðgjafi Vestur- lands og því er það harla einkennilegt að hann skuli ekki hafa vitað um Prentverk Akraness því aldrei á þeim tíma talaði hann við Prentverkið um prentun á Skessuhomi. Það hefur frá upphafi verið unnið í Reykjavík. Tildrög þess að farið var að gefa út Póstinn em þau, að þegar Skessuhorn keypti Pésann, sem unninn hafið ver- ið í Prentverkinu alla tíð, stóð fyir- tækið einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að segja upp starfsfólki, sex manns, ef ekkert yrði að gert. Til að forða slíku var ráðist í þessa útgáfu. Þessi ákvörðun var að mínu mati ekki minni hugsjón en sú að gefa út héraðsfréttablað. Þegar þetta spurðist út, virtist áðumefndur atvinnuráðgjafi og einn eigenda Skessuhoms, Magnús Magnússon átta sig á því, að til var fyrirtæki í kjördæminu sem hét Prentverk Akra- ness. Þegar það var ljóst sendi hann fax 1. apríl þar sem óskað var eftir til- boði í prentun blaðsins. Þeirri beiðni var svarað 8. apríl. 1/2 klst. síðar kom svar þar sem tilboðinu var hafn- að. Þessi niðurstaða varð til þess að endanlega var ákveðið að ráðast í út- gáfu Póstsins. 10. júní sl. barst svo annað bréf frá Skessuhomi þar sem óskað er eftir tilboði í prentun. í bréfinu segir m.a.: „Tilboðinu fylgir að Prentverk Akraness útvegar Skessuhomi 20 ferm. skrifstofupláss án endurgjalds í Prentverkinu á með- an að samningur samkvæmt tilboði þessu gildir. Skessuhom útvegar allar innréttingar, en Prentverkið leggur til 2 símalínur og rafmagn.“ Ennfremur segir í bréfi þeirra: .dafnframt skuld- Það hefur aldrei verið og mun aldrei verða ætlun mín að fyrirtæki í fjórðungnum skaðist af því starfi sem ég vinn sem atvinnuráðgjafi. Því var það svo að þegar til stóð að stofna hlutafélagið Skessuhom ehf. var fyrst af öllum leitað til Sigurðar Sverris- sonar þáverandi útgefanda Pésans á Akranesi sem átti fund með undirrit- uðum og þér, Indriði Valdimarsson, um samstarf til að gera slíkt mögu- legt. Þessu hefðir þú mátt koma að til að brengla síður staðreyndir, svo ég noti orðalag þitt. Niðurstaða þessara viðræðna varð sú að ekki var áhugi til staðar hjá þér og Sigurði til að hefja slíkt samstarf og virði ég þá skoðun ykkar beggja. Frá fyrsta degi vissuð þið því báðir að útgáfa héraðsfrétta- blaðs var í farvatninu þegar á sl. ári. Þegar útgáfa Skessuhorns hófst sá Prentverk Akraness um prentun Pés- ans og því þótti ekki eðlilegt að sama prentsmiðja annaðist einnig prentun hins nýja blaðs og lái hver sem vill útgefendum Skessuhoms ehf. fyrir þá ákvörðun. Hins vegar var sama dag og gengið var frá kaupum Skessu- homs á Pésanum í aprfl síðastliðnum óskað eftir tilboði frá Prentverki Akraness um prentun á Skessuhomi. Þú getur þessa réttilega í grein þinni, en þér láðist að geta þess að prent- kostnaður skv. tilboði þínu var 89% hærri en Skessuhom ehf. greiddi þá fyrir prentun blaðsins í Reykjavflc. Rekstrartekjur blaðsins leyfðu ekki slíka kostnaðarhækkun á öðrum stærsta kostnaðarlið blaðsins. Síðan þetta gerðist hafa útgefendur Skessu- homs í tvígang óskað eftir viðræðum við Prentverkið um prentun blaðsins enda okkar einlægur vilji að sem stærstur þáttur vinnslu Skessuhoms fari fram á Vesturlandi. Ég get ekki annað en harmað að ekki hafi tekist að ná samningum um þetta stóra prentverkefni milli Prentverks Akra- ness og Skessuhoms ehf. og sætta þannig sjónarmið margra sem telja að slíkt væri til góðs. Sveigjanleiki í samningum og samkeppnishæfni í bindur Prentverk Akraness sig til að hætta útgáfu auglýsingablaðsins Póstsins samningstímann og eigi síð- ar en 1. júlí 1998. Um aðra sam- keppni af hálfu PA um auglýsinga- sölu á Vesturlandi, svo sem í blaðinu Miðbæ Akranes verði heldur ekki að ræða nema með samþykki og í sam- ráði við Skessuhom enda hefur það sýnt sig að ekki er rými fyrir tvo eða fleiri prentmiðla á þessum markaði.“ Þessu bréfi svaraði PA 15. júní. Þar er útgefendum Skessuhoms m.a. gert ljóst að hvorki þeir né aðrir í þessu landi stjómi því hverjir gefi út prent- miðil, það er hverjum frjálst sam- kvæmt íslenskum lögum og því gefi fyrrgreint bréf því miður ekki tilefni til frekari umfjöllunar, en snúist mönnum hugur og raunhæfari tillög- ur kunni að skjóta upp kollinum er PA svo sannarlega opið fyrir þeirri umræðu. Æ síðan hefur þeirri kröfu verið haldið á lofti og síðast í leiðara blaðs- ins sl. fimmtudag að það væri gmnd- vallaratriði að útgáfu Póstsins yrði hætt svo ræða mætti prentun Skessu- homs hjá PA. Þessari kröfu hefur stjóm PA að vandlega athuguðu máli ekki séð sér fært að verða við og þar við situr. Að lokum skal það ítrekað að Prentverk Akraness er að sjálfsögðu tilbúið að prenta fyrir hvem sem er, hvað sem er, og nú um mánaðamótin er að koma ný prentvél til fyrirtækis- ins sem gefur enn frekari möguleika á gæðaprentun. En fyrirtækið er hins vegar ekki tilbúið að láta útgefendur Skessuhoms ráða hvað prentað er eða fyrir hvem. Allir sitja við sama borð. Þökk fyrir birtinguna. Indriði Valdimarsson, framkv.stj. Prentverks Akraness hf. verði og gæðum er þó lykilatriði af beggja hálfu til að slfldr samningar eigi að nást og allir geti vel við unað. Þú getur þess einnig í grein þinni að það hafi verið krafa útgefenda Skessuhoms í viðræðum við Prent- verk Akraness að útgáfu Póstsins, auglýsingablaðs, yrði jafnframt hætt ef til samninga um áðumefnda prent- un kæmi. Þetta er laukrétt hjá þér, enda held ég að við vitum báðir að auglýsingamarkaður hér á Vestur- landi er takmarkaður að stærð og burðum og því ekki til skiptanna. Það væri auk þess í hæsta máta óeðlilegt ef Prentverk Akraness héldi úti sam- keppnismiðli við héraðsfréttablaðið sem þitt ágæta fyrirtæki væri jafn- framt að prenta. Ég taldi og tel enn að heimamenn hér í fjórðungnum eigi að leita samstarfs og hagræðingar í rekstri eins og framast er unnt því samkeppnin á þessum markaði er ekki einungis hér innan kjördæmis heldur einnig annars staðar frá og fer vaxandi. Framvegis ætla ég ekki að taka að mér að svara greinaskrifum annarra hvort sem það em leiðaraskrif míns ágæta vinar, Gísla Einarssonar, né annarra sem í Skessuhom rita. Hins vegar finnst mér að dylgjutóns hafi gætt í minn garð þar sem reynt er að koma höggi á mína persónu fyrir það að hafa beitt mér fyrir að útgáfa hér- aðsfréttablaðs á Vesturlandi hæfist samhliða því að vera starfandi at- vinnuráðgjafi. Eins og ég áður sagði taldi ég og tel enn að það hafi verið kjördæminu til heilla að stutt var við útgáfu þessa blaðs. Fyrir þessa skoð- un mína stend ég eða fell um leið og ég fullvissa bæði þig og aðra lesend- ur Skessuhoms um að hnútukast það sem á þessari síðu er nú saman kom- ið verður mitt síðasta framlag til að afsaka þátttöku mína í útgáfu Skessu- homs, blaðs allra Vestlendinga. Með vinsemd og virðingu, Magnús Magnússon Birkihlíð. þess að nú hafa verið skoðaðir 500 þúsund bílar í skoðunarstöðinni á Hesthálsi í Reykjavík. Vinningamir dreifðust þannig að tveir fóru í Reykjavík, einn í Keflavík og sá fjórði og síðasti fór í Borgames. Við afhendingu verðlaunanna gat Kristján Björnsson starfsmaður Fmmherja í Borgamesi og Akranesi þess að það væri gleðilegt að svona verðlaun fæm ekki öll á Reykjavík- ursvæðið. „Við eram að beijast við að halda sem bestu þjónustustigi hér á landsbyggðinni og því er þetta á- kveðin viðurkenning til okkar í leið- Fimmtudaginn 19. október stóð Stígandi, félag ungs vinstra fólks og óháðra, fyrir almennum fundi um sjávarútvegsmál í félagsheimilinu Rein. Yfirskrift fundarins var: „Hvað er til ráða í sjávarútvegsmálum?“ og að sögn fundarboðenda var tilgang- urinn að skapa umræðu um það hvað tekið gæti við af núverandi kvóta- kerfi. Frummælendur vom Jón Sig- urðsson - fyrrverandi framkvæmda- stjóri Islenska Járnblendifélagsins, og Jóhann Ársælsson - fyrrverandi Alþingismaður. Jón Sigurðsson kynnti hugmyndir sínar um opið útboð á leigu afla- heimilda, þar sem öllum væri frjálst að gera tilboð og hæstu gallalausu tilboðunum um magn og verð væri tekið. Með þessum hætti myndi út- gerðin sjálf ákveða í opinni sam- keppni, hversu háa auðlindarleigu hún treysti sér til að greiða. Auðlind- arleigan væri þannig ekki skattur, heldur leiga til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar, ákveðin af bjóðend- Ég vil þakka Indriða Valdimars- syni prentssmiðjustjóra bréfið hér að ofan. Þann heiður sem hann nefnir er hinsvegar óþarft að þakka. Mér næg- ir sú vitneskja að einhver skuli nenna að lesa þessa pistla mína og það gleður mitt litla hjarta. Hafi það verið ranghermt að Prent- smiðjan Oddi sé einn af eigendum Prentverks Akraness hf er mér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þeirri fullyrðingu. Sá misskilningur kann að vera sprottinn af því að þeg- ar fulltrúar Skessuhoms mættu til fundar í Prentverki Akraness fyrir skömmu þá varð þar fyrir svömm, á- samt prentsmiðjustjóra, starfsmaður Odda sem titlaður var stjómarfor- maður Prentverks Akraness hf. Hvað sem því líður þá þykir mér það all- harkalegt ef allur fréttaflutningur blaðsins er véfengdur útfrá einni setningu í leiðara enda hefur frá upp- hafi verið gerður skýr greinarmunur skoðanir á bflum áhrærir en því var breytt fyrir nokkmm ámm síðan og nú starfa nokkur fyrirtæki á þessum vettvangi. „Vissulega er reksturinn ekki eins ábatasamur á fámennari stöðunum úti á landi, en þó er unnið samkvæmt þeirri reglu að hver rekstrareining standi undir sér. Nú er ég til skiptis á skoðunarstöðvunum á Akranesi og í Borgamesi. Ég er þrjá daga á Skaganum og tvo daga í Borgamesi. Þannig má segja að hús- næðið sé vannýtt en þetta er óhjá- kvæmilegt þegar fjöldi bifreiða á unum sjálfum eftir venjulegum markaðslögmálum framboðs og eft- irspumar á hverjum tíma. Jóhann Ársælsson kynnti svipaðar hugmyndir. Lagði hann áherslu á að fiskimiðin við Islandsstrendur ættu að vera sameign þjóðarinnar. Sú væri ekki raunin í núverandi kvótakerfi, þótt menn teldu almennt að það þjón- aði hlutverki sínu sem fiskveiði- stjómunarkerfi nokkuð vel. Lausnin til að sameina gott fiskveiðistjómun- arkerfi við skilyrðið um sameign þjóðarinnar væri að leigja út allar veiðiheimildir á Islandsmiðum á opnum markaði. Til að hverfa frá nú- verandi kerfi skyldi notaður 5 ára að- lögunartími, þar sem hlutfall úthlut- aðs kvóta í heildarkvótanum yrði trappaður smám saman niður. Milli 30 og 40 manns mættu á fundinn og eftir erindi ftummælenda var fundargestum gefinn kostur á að leggja orð í belg eða bera fram spumingar og spunnust úr því lífleg- ar umræður. á fféttaflutningi og leiðaraskrifum í Skessuhomi. Ekki var það meining mín að fara að troða illsakir við hinn ágæta prentsmiðjustjóra og þótt Indriði telji ástæðumar fyrir umræddum skrifum óskiljanlegar þá koma þær að mínu mati skýrt fram. Útgefendur Skessu- homs hafa frá upphafi sætt gagnrýni fyrir að nýta sér ekki þá prentþjón- ustu sem til er í kjördæminu. Því þótti mér mál til komið og sjálfsögð kurteisi við lesendur blaðsins að skýra frá ástæðum þess. Ég mun að öðm leyti eftirláta félaga mínum Magnúsi Magnússyni að svara bréfi prentsmiðjustjórans enda hefur Ind- riði af einhverjum ástæðum kosið að beina spjótum sínum að honum vegna skrifa minna. Með bestu kveðju Gísli Einarsson ritstjóri Prentara svarab -opib bréf til Indriba Valdimarssonar Gu&rún Kristjáns I Agústa tekur vib ver&laununum úr hendi Björnssonar. svæðinu er hafður til hliðsjónar. Fyrst og fremst er þó takmark fyrirtæk- isins að halda úti eíns góðri þjónustu og kostur er við landsbyggðina og það kann fólk vel að meta“, sagði Kristján Bjömsson. -MM Fundur um sjávarútvegsmál Frá ritstjóra

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.