Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.1998, Síða 14

Skessuhorn - 26.11.1998, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1998 ^■kUsunu^: i Bíll til sölu a Baugsvegi Burt frá heimsins harki og skríl, héðan mænir sálin þreytt; fái hún ekki far með bíl fer hún sjálfsagt ekki neitt. Svo segir ísleifur Gíslason í nýrri bflavísnabók og vissulega er bfllinn okkur flestum þarfasti þjónninn í stað reiðhestsins áður, en einhverra hluta vegna virðist mér að sýnu minna haft verið ort um bfla en hesta. Stundum ber þó við að bflar þurfa nauðsynlega að hafa eigendaskipti og þá getur verið gott að grípa til þess að yrkja auglýsingar og ná þannig athygli væntanlegs eiganda. Andrés Magnússon frá Amþórsholti var um tíma búsettur í Reykjavík og þurfti þá að selja bifreið og auglýsti á þessa leið: Bfll til sölu á Baugsvegi, býsna gamalt helvíti, er í slæmu ástandi og eyðir feikn af bensíni. Guðmundur Georgsson forstöðu- maður á Keldum þurfti einu sinni að losa sig við bifreið en gekk treglega þar til Sigurður H. Richter samdi eft- irfarandi auglýsingu: Nú til sölu aftur er afbragðs góður Waagoner, útborgun við afsal hans eftir gáfum kaupandans. Eyðir litlu enn sem fyrr einkum þá hann stendur kyrr, sem hann reyndar oftast er, einkanlega þar og hér. Beyglað húdd og bilað lakk, boddíið er allt á skakk. Vélin úrbrædd, vatnið rann, en verst er þó með gírkassann. Bremsur slakar, brotið drif, bensínleki, sjaldan þrif. Ryðgöt prýða rústna hlið, rifin sæti og gólfteppið. Prýddur kostum ýmsum er er ég nú mun telja hér. Einhvers staðar er hann nokk með alveg heilan drullusokk. Ekki verða þeir félagar sakaðir um að hafa hlaðið ökutækið oflofi en svo undarlegt sem það kann að virðast seldist bfllinn stuttu síðar fyrir það sem nú er kallað „mjög á- sættanlegt verð“. í síðasta þætti birti ég meðal ann- ars vísu um Vesturland. Eg hef feng- ið skilaboð frá konu að nafni Helga Helgadóttir sem hefur kunnað þess- ar vísur lengi en seinni hlutann á þessa leið: Vona ég að Vesturland vöggu skýli minni. Fátt hefur verið meira í fréttum að undanfömu en gagnagmnnur, mið- lægur eða mislægur eða hvað þetta heitir en Helga hafði þetta til mál- anna að leggja: Á glámbekk nú gögnin öll liggja, hvað gagnar nú að því að hyggja. Ef sjúk ertu og sár þín síðustu ár, Má gagnagrunn úr því byggja. Jóhann Guðmundsson, Jói í Stapa, varð fyrir því óhappi nýlega að hella úr sykurkari ofan í keltu sér og varð að orði: Ánægju ég af því finn og ýmsar raunabætur. Nú er gagnagrunnur minn greinilega sætur. I síðasta þætti birti ég nokkrar vís ur með sérstæðum framburði, næsta vísa virðist mér vera ort með öðram framburði en nú er algengastur en hinsvegar er ekki gott að segja hvort það hefur verið svokallaður neftó baksframburður, þegar f ið er borið fram sem b eða hvort skýrar hefur verið kveðið að f inu í sumum orð- um en flestum er tamast nú á dögum. Höfundur mun vera Páll Pálsson frá Knappsstöðum í Stíflu. Vaxa fíflar Fróni á fæst því ríflegt heyið. Ó hve líflegt er að sjá ofan í Stíflugreyið. í orðastað mæts Héraðsbúa orti Helgi Seljan: Héma líður Lögurinn ljúfum meður sefa. „Hingað stefnir högurinn héma vel ég lefa.“ Vestur Islendingar hafa margir haldið íslenskunni ótrúlega vel við þó einhverjir háðfuglar haft stundum gert grín að enskuslettum í máli þeirra en á svokallaðri vestur-ís- lensku var kveðið: Það er mein að þegar trein arrævar, undir stendur ekki ég Æslander frá Winnepeg. Með þökk jyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt Sími: 435 1367 SPEKI VIKUNNAR Samviska hans er hrein. Hún er ónotub. Staislaw Jerzy Lem m&S&múXM _ ar eru Jfc .áii jjff jJR, Hugleibing um kjör aldrabra Það má segja að mikið sé gert fyr- ir aldraða og annað fólk sem ekki telst vinnufært. Það er gert með ýms- um hætti. Flestir líta svo á að það sé gert í gustukaskyni, en okkur sem njótum þess, finnst það flestum nið- urlægjandi. Þeir sem eru á góðum launum era látnir greiða af þeim í svonefnda líf- eyrissjóði og fá svo greitt úr þeim í ellinni. Þeir, sem vora á góðum laun- um, fá máske nóg til að lifa, en þeir munu vera fleiri sem barist hafa í bökkum um æfina og hafa þá ekkert lagt í lífeyrissjóð. Það er oft fólkið sem mest hefur unnið og oft óþrifa- legustu og nauðsynlegustu verkin, þetta fólk hefur ekki annað en elli- styrkinn til að kaupa sér nauðþurftir en hann nægir engan veginn til að lifa mannsæmandi lífi. Úr þessu er svo verið að bæta með ýmiskonar af- sláttum og styrkjum sem fólkið er mjög misjafnlega duglegt að bera sig eftir. Það sem ætti að gera, væri að greiða öllum öldraðum og öryrkjum af öðram orsökum, laun sem nægðu til þess að þeir geti lifað sómasam- legu lffi. Þá mætti strika út þetta margslungna og rándýra styrkjakerfi og leggja lífeyrissjóðina niður. Við eigum að líta á þjóðarbúið sem einn stóran pott sem fylltur hefur verið með athöfnum þegnanna sem vinnufærir vora. Þennan pott á öll þjóðin. í pottinum era allar þær eign- ir þjóðarinnar sem orðið hafa til í rás tímans. Skip, byggingar, orkuver, ræktun og ekki síst þekking og vitleg beiting hennar. Segja má að þeir sem vinnu- færir eru hafi sinn hluta á leigu þann tíma sem þeir eru starfandi. Þaðan taka þeir svo sín laun, en jafnframt verða þeir að greiða leigugjald. Þetta era sameiginlegar leigutekjur allrar þjóðarinna og eiga að skiptast jafnt á alla. Þeir sem óvinnufærir era fyrir sakir elli, æsku eða sjúkleika geta ekki lagt neitt í pottinn og fá því út- borgað sitt leigugjald. Hinir leggja allan leiguarðinn í leigugjaldið af sínum hluta fyrir afnotin, sem er að- eins lítill hluti af heildartekjum þeirra. Hagnaðurinn af hinu leigða era þeirra laun og með skattgreiðsl- um byggja þeir upp og halda við pottinum. Þegar sá háttur verður tekinn upp að borga óvinnufæram sinn réttláta skerf af eign sinni í formi fastra launa mundi sparast óhemju fjár- magn sem ríkið hefur verið að borga til skólakerfis, öldranarþjónustu og heilbrigðismála. Þeir sem hafa orðið að gjalda van- máttar síns með því að vera misskipt- ir af gustukastyrkjunum geta farið að kaupa þá þjónustu sem þeir þurfa og óska eftir fyrir eigin peninga. Eins og nú er þá er potturinn undir umsjá ríkisins, það þarf áfram að vera svo, því að úr honum þarf að taka til margskonar samfélagslegra þarfa sem ekki snerta þetta óvinnu- færa fólk. Mér hefur dottið í hug sér- stakur tekjustofn fyrir óvinnufæra fólkið, en það er auðlindaskattur sem lagður yrði á þau verðmæti sem at- hafnamenn afla sér úr auðlindum landsins, án sérstaks tilkostnaðar, má tilnefna veiðar villtra spendýra og fiska sem ekkert hafa verið kostuð til uppeldis, gróða af sérstökum gáfum manna sem þeir hafa fengið í vöggu- gjöf og hagnast á með listsköpun eða Kristleifur Þorsteinsson. hugbúnaði, vatns og hitaorku, nytj- um af óræktuðu landi t.d. beit búfjár á úthaga, ferðaþjónustu á fögram landsvæðum og margt fleira. Sparast mundi óhemju fjármagn í beinum styrkveitingum með þessum hætti, einnig pappír, útreikningar og vinna við úthlutun styrkja. Atvinna við þá þjónustu sem fólkið kaupir sér eftir óskum og þörfúm sínum ætti ekki að minnka. Aldrað fólk hefur lagað sig eftir nútíma aðstæðum. Það leitar til síns aldurshóps með félagsskap og afþr- eyingu. Það á ekki annarra kosta völ. Það er búið að segja því upp og leysa það undan vinnuskyldu. Allar stund- ir þess eru tómstundir og tengsl þess við hið vinnandi fólk era slitin að miklu leyti. Margt af gamla fólkinu unir þessu vel enda er ekki um annað að ræða. Þetta er bara svona. Svipað á við um unga fólkið. Það má ekki vinna því það era markaðir básar í skólum, leikskólum og jafnvel einskonar fangelsum fyrir vandræðaunglinga, þangað til þeim er sleppt út í atvinnu- lífió. Það þekkir ekkert annað og annað fæst ekki. Það verður að láta sér þetta lynda. Þetta er öragglega öfugþróun sem orðið hefur til vegna of mikils hraða í annarri þróun. Það er augljóst fyrir hvem þann sem leggur hugann að þessu máli hve skaðlegt það er að þjóðin skuli skiptast í lokaða hópa eftir aldri. Þetta hefur farið svona á þeim ofsalega breytingartíma sem yfir hefur staðið. Þetta hamlar því að menningin berist eðlilega á milli kynslóða. Nú þurfum við öll að hefj- ast handa til að koma þessu í lag. En hvemig? Auk þess sem áður er sagt væri rétt að gefa öllum kost á vinnu við sitt hæfi eftir því sem vinnugeta og vilji leyfa. Greiða góð laun, án þess að skerða arðgreiðslu, en auð- vitað verður að greiða af þeim laun- um skatta. Vinna þarf að því að fólk blandist meira á öllum aldri í félagslífi og störfum. Með hvatningu þarf að gera keppikefli fyrir ungt fólk að leita eft- ir þjónustustörfum við aldraða. Rætt hefur verið um að aldraðir og öryrkjar stofnuðu stjómmálaflokk til að hafa málgagn á Alþingi. Við at- hugun hefur það reynst slæmur kost- ur því aldraðir eru margir hverjir bundnir flokkum sem þeir vildu halda tryggð við. En athuga ættum við hvaða flokkar væra líklegastir til að styðja réttlátar kröfur okkar á Al- þingi og kjósa þann flokk sem tilbú- inn væri til þess. Húsafelli 6. nóvember 1998 Kristleifur Þorsteinsson Astin mín! Nýlega trúlofað kærustupar kom inn á veitingahús á Skagan- um fyrir skömmu og settist við borð og lét vel af hvort öðra. Þau horíðust innilega í augu og veittu því enga athygli að þjónninn var kominn að borði þeirra og beið þar hinn rólegasti. Þegar þjónninn hafði staðið þar lengi án þess að vera veitt eftirtekt, sagði ungi maðurinn allt í einu: „Þú ert svo falleg elskan að mig langar að éta Þ‘g“- „Það var einmitt. heyrðist þá, vilduð þið fá eitthvað að drekka með“. Úr soll- inum: Drekkur þú oft áfengi? Nei, bara við hátíðleg tækifæri, læknir. Og hvenær era hátíðleg tæki- færi? Þegar ég á áfengi! Vinur sagði við vin á fylleríi: Það er ekki skrítið að maður þurfi að drekka svona mikið, maður er alltaf símígandi! Aumingja rónanum leið illa þegar hann vaknaði einn morgun- inn. „Bttra að ég væri nú búinn að fá konuna mína aftur, stundi hann“. Hvar er hún niður komin? ,JÉg skipti á henni og einni flösku af wiskí og nú er ég orðinn þyrstur aftur“! Leib mig ekki.. Eldri maður sagði eitt sinn við yngri konu sem hann var að fleka á dansleik í Borgarfirði: „í hvert sinn sem mér verður hugsað til þín þá hugsa ég svona: Leið mig ekki í freistni.“ Já, svaraði stúlkan, „þetta er skrítin tilviljun því í hvert skipti sem ég lít á þig, þá hugsa ég: Frelsa mig frá öllu illu.“ Daman Margir piparkarlar hafa í gegn- um tíðina haft góðan tíma til eig- in hugsana, lausir við ýmislegt amstur hversdagsins. Einn virðu- legur ólofaður maður setti eitt sinn fram þessa kenningu: Ef daman segir nei, þá þýðir það kannski, ef daman segir kannski, þá þýðir það já, ef dam- an segir hins vegar já, þá er hún bara alls engin dama!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.