Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Allt að sjötíu ný störf á einu bretti Lottóvinningur fyrir Borgarbyggð Reykjagarður flytur innan árs I síðustu viku varð það ljóst að öll starfsemi kjúklingaffamleiðandans Reykjagarðs hf í Mosfellsbæ og á Hellu flyst í Borgarnes. Reykja- garður kaupir gamla mjólkursam- lagshúsið við Engjaás af Sparisjóði Mýrasýslu og flytur þangað slátur- hús fyrirtækisins sem staðsett hefur verið á Hellu og skrifstofur og dreifingu úr Mosfellsbæ. Þessi flutningur skapar sextíu til sjötíu ný störf í Borgarbyggð og þykir mörg- um að þessi viðburður jafnist á við lottóvinning fyrir ekki stærra sveit- arfélag. Um leið er það mikil blóð- taka fyrir Hellu sérstaklega þar sem um 50 störf hverfa á einu bretti úr um 700 manna samfélagi. Starfsfólki Reykjagarðs var um síðustu helgi boðið í skoðunarferð í Borgarnes þar sem því gafst kostur á að skoða framtíðarhúsnæði fyrir- tækisins og aðstæður í Borgar- byggð. Blaðamaður Skessuhorns slóst í för með Reykjagarðsfólki sem lét vel af því sem fýrir augu bar. Bjarni Asgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs kvað þó ekki liggja ljóst fyrir hversu stór hluti starfsmanna myndi flytjast með fyrirtækinu en vonaðist til að halda helstu lykilmönnum að minnsta kosti. Hann sagðist hins- vegar bjartsýnn á að tækist að manna fyrirtækið á nýjum stað og kvaðst ekki síst horfa til sveitanna í nágrenni Borgarness í því sam- bandi. Vítamínsprauta Stefán Kalmansson bæjarstjóri tók á móti gestunum að sunnan í Engjaási á laugardag og kynnti það helsta sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða. I samtali við Skessuhorn kvaðst hann að sjálfsögðu fagna því að fá svo fjölmennan vinnustað inn í sveitarfélagið og taldi að það myndi virka sem vítamínsprauta á atvinnulífið þar sem fremur lítið nýtt hefur verið að gerast á undan- förnum árum. Aðspurður um hvernig sveitarfélagið væri í stakk búið til að taka við svo fjölmennum vinnustað sagði Stefán að það myndi velta á því hversu stór hluti starfsmanna flytti með fyrirtækinu. “Það getur liðið allt að einu ári þangað til Reykjagarður hefur starfsemi hér og við höfum því tíma tdl að bregðast við þessari óvæntu fjölgun. Það er ekkert launungar- mál að það er skortur á húsnæði nú þegar og lítið hefur verið byggt undanfarin ár. Menn voru kannski eðlilega ekki undir þetta búnir þar sem við eigum því ekki að venjast Kristmar Olafsson (,til hægri) sýnir starfsfólki Reykjagarðs húsakynnin að Engjaási. Myndir: MM að hingað flytji stórfyrirtæki fyrir- varalítið. Þetta er hinsvegar alls ekki óyfirstíganlegt verkefni og nú verður allt kapp lagt á skipulagsmál til að við eigum nægt framboð af lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þá er ljóst að fjölga þarf dagvistunarpláss- um og stækkun grunnskól- ans er fyrirhuguð en þess- um málum verður fylgt eftír þannig að við getum tekið vel á móti öllum sem hingað vilja koma,” sagði Stefán. GE Núverandi sláturhús Reykjagarðs að Hellu á Rangárvöllum Bjami Asgeir Jónsson Allir læsir I heimsókn hjá öðrum bekk Brekkubæjarskóla Einn mánudaginn leit blaðamað- ur Skessuhorns við hjá 2 .bekk ID í Brekkubæjarskóla. Þar sat hópur- inn, 17 nemendur, “inná teppi” og sögðu krakkarnir frá því, hvert um sig, hvað þau hefðu gert yfir helg- ina. Þegar allir höfðu gefið skýrslu, læddust þau í sætín sín og kennar- inn, Ingileif Daníelsdóttir, skýrði út fyrir þeim hvað þau ættu að skrifa um í sögubókina sína. Ingileif segir námsefni annars bekkjar vera í beinu framhaldi af því sem kennt er í 1. bekk, “Haldið er áffarn að draga til stafs og reikna, en við bætist aukin samfélagsftæði- og náttúrufræðikennsla”. Ingileif segir alla nemendur orðna læsa, að þeir lesi reglulega og vinni verkefni í verkefnabókum tengdum lestrin- um. Síðasta hálfa mánuðinn hefúr bekkurinn verið í svokölluðum lestrarsprettí og sýnt því mikinn áhuga. “Svo var unnið verkefni um hverja bók sem lesin var og í kjöl- farið af þessu var bæjarbókasafnið heimsótt,” segir Ingileif. Ingileif segir að reiknað sé af kappi í 2. bekk og um þessar mund- ir sé verið að vinna með samlagn- ingu og frádrátt. “Þessa dagana eru krakkarnir að læra á tuga og ein- ingasætin. Dæmin eru þá sett upp í talnahús. I náttúrufræði er bekkur- inn að ljúka við þemaverkefni þar sem fjallað hefur verið um loftið, hlutverk þess og notagildi. Ætlunin er svo að taka vatnið fyrir næst. Þau gera tilraunir í sambandi við þem- að, skrifa svo texta og teikna mynd um efnið”. I samfélagsfræðinni er einnig þema sem unnið er verkefni úr seg- Bjargmundur Einar Einarsson. Foreldrar: Einar Pétur Bjargnmndsson og Erla Signý Lúðvíksdóttir. Systkini: Hulda. Hvað er skemmtilegast að gera í skólanum? Það er skemmtilegast að lesa. Ferðu í tónmennt í skólanum? Já Hvað er gert í tónmennt? Við syngjum og lærum nótur. Æfirðu einhverja tþrótt? Já, karate. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Sölumaður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ysa. Hver er uppáhalds videospólan eða bamaefnið? Benni og Birta. ir Ingileif. “Fyrr í vetur voru um- ferðin og skólinn tekin fýrir og meðal annars kom lögreglan heim- sókn og Grundaskóli var sóttur heim. Næst á dagskrá er “hollt og óhollt” og svo verður endað á að fjalla um fjölskylduna og heimilið. Salka Margrét Sigurðardóttdr. Foreldrar: Sigurður Einarsson og Inga Sigurðardóttir. Systkini: JEvar. Hvað er skemmtilegast að gera í skólanum? Það er skemmtilegast í leikj- um og þegar kennarinn les ævintýri. Spilarðu á hljóðferi? Bara flautu. Hvað ætlarðu að verða þegarþú ert orðin stór? Leikskólakennari, ég ætla að kenna bömunum aðftmdra og kika fallega. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Grjónagrautur. Hvemig tónlist hlustarðu á? Nýja diskinn Traustur og tryggur. Hálfsmánaðarlega hittast allir bekkir skólans saman og einn bekk- ur sér um skemmtiatriði. Svo er sungið og trallað við undirspil tón- listarkennarans. Annar bekkur mun Sigurður Trausti Karvelsson. Foreldrar: Karuel Lindberg Karvelsson og Hrefna Sigurðardóttir. Systkini: Olgeir og Dóra. Hvað er skemmtilegast að gera í skólanum? Það er skemmtilegast að læra plúsdæmi. Hvað œtlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Kennari. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Taco matur. Hver er uppáhalds videospólan eða bamaefnið? Alltjafn skemmtilegt. Æfirðu einhverja íþrótt? Já, égæfifót- bolta. Hver er besti vinur þinn? Jóhann, við leikum okkur stundum saman úti í garði. svo taka þátt í sjávarlistarverkefninu sem verður í lok febrúar og mun ár- gangurinn gera verkefni sem tengj- ast sjónum,” segir Ingileif að lokum BG Sólrún Fransdóttir. Foreldrar: Frans Ami Símsen og María Elísabet Wechner. Systkini: Eyþór og Ingileif. Hvað er skemmtilegast að gera í skólanum? Frímtmítur. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Lögreglukona. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Það eru kartöflur. Hvemig tónlist hlustarðu á? Eg hlusta á kórtónlist. Hver er uppáhalds videospólan eða bamaefnið? Asta og Keli. Ertu í tónlistarskóla? Já, er að læra á fiðlu. Æfirðu einhverja íþrótt? Já, sund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.