Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 1
Kynningardagur Skotfélags Akraness Laugardaginn 6. október ver&ur kynningardagur Skotfélags Akra- ness. Æfingasvæði félagsins vi& Berjadalsá undir Akrafjalli verður þá opið frá kl. 15.00 til 18.00 og eru bæjarbúar á Akranesi og aðrir Vestlendingar boðnir velkomnir að kynna sér starfsemi félagsins. Leirdúfuskotfimi á vaxandi vin- sældum að fagna bæði meðal karla og kvenna og verður íþrótt- in kynnt jafnframt sem gestum gefst kostur á að spreyta sig und- ir leiösögn félagsmanna en á æf- ingasvæðinu hefur verið komið upp löglegum leirdúfuskotvelli. Einvígi bæjarstjóranna Æfingasvœbi Skotfélagsins vib rœtur Akrafjalls Sérstakir gestir á kynningardegi Skotfélagsins verða Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfiröi og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi en þeir munu reyna með sér í leirdúfuskotfimi. „Einvígi" bæjarstjóranna hefst kl 16.00. Ás- geir Logi og Gísli Gíslason verða síðan heiðursgestir í villibráðar- veislu Skotfélagsins sem haldin verður á Breiðinni að kvöldi kynn- ingardagsins. Skotfélag Akraness var stofnað 1994 og gerðist aðili að íþrótta- bandalagi Akraness árið 1995. Æf- ingasvæði félagsins var formlega opnað þann 8. ágúst 1998. For- maður félagsins er Snorri Guð- mundsson. Císli Císlason, bæjarstjóri á Akranesi Ásgeir Logi Ásgeirsson, bœjarstjóri í Olafsfirbi Villibrábarveisla Skotfélagsins Fjölbreytt dagskrá Stefán Císli Örlygsson Sjötta sætiö á Smáþjóöa- leikunum Landsliðsmaðurinn Stefán Gísli Örlygsson úr SKA lenti í sjötta sæti á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Tveir íslendingar tóku þátt í Skeet - keppninni á mótinu en hinn var Ólympíufar- inn Alfreð Karl Alfreðsson og hreppti hann fjórba sætið. Ant- onis Andreou frá Kýpur sigra&i á leikunum meb 144 dúfur af 150. Skotfélag Akraness ætlar nú á haustdögum að efna til villibráb- arveislu í góðri samvinnu vib Breiðina og Veisluþjónustuna Fort- una. Veislan verður ab kvöldi kynningardags Skotfélagsins laug- ardaginn 6. október - og verður hún að sjálfsögðu haldin á Breið- inni. Egill Ragnarsson frá Veislu- þjónustunni Fortuna ætlar ab sjá um að tilreiða herlegheitin ofan í mannskapinn en á matseðlinum verður úrval af þeirri bráð sem veiðimenn í félaginu leggja að velli á næstu vikum. „Það er virkilega spennandi að elda íslenska villibráb og gaman að fá tækifæri til að taka þátt í þessu," segir Egill Ragnarsson. „Það eru margar skemmtilegar hugmyndir í gangi, bæði varb- andi hráefni og matreibslu, og ég veit að skotfélagsmenn ætla ab vera úti með allar klær við veib- arnar, ef svo má ab orði komast. Þab sem þeir veiða verður eldað og ég held ab mér sé óhætt að lofa spennandi matse&li," segir Egill Ragnarsson, matreiðslu- meistari. Ýmislegt verbur til gamans gert í veislunni. Þórarinn Helgason hamskeri mætir með sýnishorn úr safni sínu af uppstoppuðum dýr- um, og gamlar byssurfrá Byggða- safninu í Görðum verða til sýnis. Keppt verður í gæsaflautuleik og hlýtur sigurvegarinn töfra- gæsaflautu að launum og farand- bikar til varðveislu fram að næstu villibráðarveislu að ári. Eru veiði- menn á Vesturlandi hvattir til að mæta með flautuna sína og sýna veislugestum hvað í þeim býr. Heiðursgestir Skotfélagsins verða þeir Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ölafsfirði, Gísli Gísla- son, bæjarstjóri á Akranesi og Sig- fús Bjartmarsson, rithöfundur og veiðimaður frá Sandi í Aðaldal. Veibisögur verða sagðar, m.a. frá Guatemala og Ástralíu svo ein- hverjar séu nefndar. Veislustjóri verður góðkunningi Vestlendinga Gísli Einarsson ritstjóri Skessu- horns og fréttahaukur RÚV á Vest- urlandi. Eftir mibnætti verður síb- an stiginn dans. Bikarmeistari Islands 2001: Örn Valdimarsson í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarbar. Bikarmeistarí íslands 2001 Bikarmeistaramót íslands í leir- dúfuskotfimi var haldið á skot- velli Skotfélags Akraness þann 18. ágúst sl. Þátttaka var ágæt en 12 keppendur mættu til leiks abjaessu sinni. Örn Valdimarsson í SIH varð bikarmeistari og sigr- abi með nokkrum yfirburðum meb 136 dúfur. Pétur Gunnars- son úr SR varð í öðru sæti með 126 og nýkrýndur íslandsmeist- ari í skeet, Hilmar Árnason úr SR lenti í þribja sæti með jafn marg- ar dúfur. í liðakeppninni voru einungis tvö lið skráb til keppni og sigra&i sveit SR með 312 dúf- ur. Sveit SFS skaut samtals 288 dúfur. Sigurvegararnir á Vesturlandsmótinu Vesturlandsmeistari þribja árib í röb Árlegt Vestulandsmót í leirdúfu- skotfimi var haldið um síðustu helgi á Akranesi en mót þetta er haldið til skiptis í Grundarfirði og á Akranesi. Samhliða mótinu fór fram keppni þessara bæjarfélaga. Abstæður voru mjög góðar, bjart ve&ur og stillt. Skagamenn hirtu þau verðlaun sem í boði voru: Stefán Gísli Örlygsson sigraði nokkuð örugglega og tryggði sér Vesturlandsmeistaratitilinn þribja árið í röb. Kári Haraldsson lenti í öðru sæti og Snorri Guömunds- son hafnabi í því þribja. I bæjarkeppninni sigruðu Skagamenn með yfirburðum og lítur út fyrir ab einhver bib verði á því að ver&launagripurinn sem keppt er um verbi fluttur í Grund- arfjörð en hann hefur verib varb- veittur á Akranesi síðustu tvö ár. Gerist félagsmenn! Símar: 863 5840 eða 861 0174 Árgjald kr. 2000

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.