Skessuhorn - 10.07.2002, Blaðsíða 1
Yfir 22 þúsund
bílar í gegnum
Hvalfjarðargöng
Fjölmargir landsmenn kusu
að venju að leggja land undir fót
um helgina enda er fyrsta helgin
í júlí orðin önnur mesta ferða-
helgi landsmanna. Umferðin í
gegnum Hvalfjarðargöng var
mikil að venju þótt engin met
hafi verið slegin að þessu sinni.
A föstudag fóru 8.195 bílar í
gegnum göngin, 5.376 á laugar-
dag og 8.569 á sunnudag. A
þessum þremur dögum fóru því
yfir 22 þúsund bílar þar í gegn.
Að sögn Stefáns Reynis Krist-
inssonar, framkvæmdastjóra
Spalar ehf., er þetta aukning frá
sömu helgi síðasta árs og segir
hann að það komi líklega til af
því að Landsmót hestamanna
fór ffam á Vindheimamelum í
Skagafirði um helgina. „Þetta
gekk allt saman ljómandi vel og
óhöpp voru engin," segir Stefán
Reynir. „Þarna mynduðust á
vissum tímum ansi langar
biðraðir en þetta gekk mjög
hratt fyrir sig. Mér er sagt að
fólk sem lenti í biðröðum hafi
aðeins þurft að bíða í 5-10 mín-
útur enda voru fimm starfs-
menn í einu við innheimtu en
þeir eru að öllu jöfnu tveir. Mér
skilst að meiri bið hafi verið
strax þegar komið var inn í
Kollafjörðinn." Aðspurður um
tekjur Spalar af helginni segir
Stefán að þær hafi ekki verið
reiknaðar út ennþá en að um
helmingur ökumanna þeirra
bíla sem fóru í gegn hafi verið
með veglykla eða einhvers kon-
ar afsláttarkort. „Það hlutfall er
yfirleitt um 70%. A móti kemur
að stóru bílarnir, sem borga
hærra gjald í göngin, voru ekk-
ert eða lítið á ferðinni um helg-
ina svo það lækkar tekjumar.“
SÓK
Bátar, dósir
og Bono
Á bls. 6 í blaðinu í dag er rætt
við skagamanninn góðkunna,
Guðmund Orn Björnsson,
Adda, sem græðir vel á dósa-
söfnun, veit allt um báta og U2.
Heimaleikur IA gegn Zeljeznicar
Bannað að sitja á grasinu
Fáránlegt, segir vallarstjórinn
Knattspymufélag IA hefur sótt
um undanþágu til UEFA, Knatt-
spyrnusambands Evrópu, um að
heimaleikur Islandsmeistaranna
gegn bosníska liðinu Zeljeznicar í
fyrstu umferð forkeppni meistara-
deildar Evrópu megi fara fram á
Akranesvelli. Ástæðan fyrir því að
nauðsynlegt er að sækja um undan-
þágu er að samkvæmt reglum
IJEFA þurfa að vera 1000 sæti í
stúku við leikvelli þar sem leikimir
fara fram.
Undanfarna daga hafa starfs-
menn IA unnið hörðum höndum
að því að bæta 204 sætum í stúkuna
og em þau nú orðin tæplega 800
talsins. Framkvæmdirnar hafa þó
ekki kostað félagið neitt þar sem
sætin hafa verið til frá því að stúkan
var byggð á sínum tíma. Allar líkur
em á að IA fái undanþágu frá
UEFA en sá galli er á gjöf Njarðar
að allir þeir áhorfendur sem mæta á
leikinn verða að sitja í stúkunni og
þar með er algjörlega bannað að
sitja á grasinu. Það hefur aldrei
gerst áður í sögu félagsins. Freistist
einhverjir til þess að láta bannið við
grassetunni sem vind um eym þjóta
gæti IA átt von á háum sektum frá
UEFA.
Áki Jónsson, vallarstjóri, segir á-
stæðuna fyrir því að leikurinn sé
ekki einfaldlega spilaður á Laugar-
dalsvelli vera þá að mikið tap hafi
verið af Evrópuleik síðasta árs. „Þá
borguðu sig innan við 500 manns
inn á Laugardalsvöll og tapið var
mikið. Ætlun félagsins núna er að
gera það fyrir sína stuðningsmenn
að spila leikinn héma heima. Gall-
inn er sá að einungis 800 þeirra
komast að.“
Áki segir að fasdega megi reikna
með því að uppselt verði á leikinn.
„Það er engin spurning. Hérna
mæta alltaf 1000-1500 manns á
leiki svo þarna gildir bara fyrstur
kemur, fyrstur fær.“ Aki segir að-
spurður að eflaust verði margir
harðir stuðningsmenn liðsins ósátt-
ir við að fá ekki að standa á „sínum
stað“ á grasinu, enda hafa margir
staðið á nánast sama bleðlinum á
hverjum einasta leik í áratugi. „Þeir
verða náttúrulega margir óhressir
sem em búnir að standa á sinni
törfu í mörg ár og þeir em nokkuð
margir svoleiðis. Enda er það fárán-
legt að svona smá fiskiþorp á Islandi
þurfi að fara eftir sömu reglum og
stórlið í Evrópu.“ Fyrri leikur IA
gegn Zeljeznicar fer fram í Sarajevo
á morgun en heimaleikurinn þann
24. júlí næstkomandi. SÓK
Mikill jjöldi gesta var að venju á Fœreyskum dögum í Ólafsvík sem haldnir voru um síðustu helgi. Þessar blómarósir skemmtu sér þar ásamt þúsundum annarra.
Sjá nánar bls. 4
Mynd: Alftms