Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2004, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 09.06.2004, Blaðsíða 5
^KUSUIIU^ MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 2004 5 Tíu ára afinæli Borgarbyggðar Næstkomandi föstudag verð- ur boðað til afmælisfagnaðar í Borgarbyggð í tilefni af því að þá eru tíu ár liðin frá því að sveitarfélagið Borgarbyggð varð til við sameiningu Borgar- nesbæjar, Norðurárdalshrepps og Stafholtstungnahrepps. Fjórum árum síðar bættust Alftaneshreppur, Borgarhrepp- ur og Þverárhlíðahreppur síðan við. Afmælishátíðin hefst með há- tíðarfundi bæjarstjórnar fyrir hádegi en eftir hádegi verður Pakkhúsið við Búðarklett tekið í notkun á ný eftir gagngerar breytingar sem Stefán Olafsson smiður hefur annast. Um leið verður opnuð sýning um sögu verslunar í Borgarnesi sem Páll Guðbjartsson hefur tekið sam- an og afhjúpað söguskilti á vörðu við Brákarsund sem markar upphafið að starfsemi Landnámsseturs í Borgarnesi. Hin eiginlega afmælisveisla verður síðan klukkan íjögur á Hótel Borgarnesi þar sem borðið er upp á létta afmælis- dagskrá í tali og tónum. Að af- mælisdagskrá lokinni tekur við dagskrá Borgfirðingahátíðar sem haldin er í samstarfi Borg- arbyggðar, Borgaríjarðarsveit- ar, Hvítársíðuhrepps og Skorra- dalshrepps. Þess má geta að Dægurmála- útvarp Rásar 2 verður sent út frá Borgarnesi á föstudag, milli kl. 16.00 og 18.00 í tilefni af umræddum viðburðum. Gamla Pakkhúsiö viö Búöarklett veröur formiega tekiö í notkun á föstudag. Ovissuferð saumakvenna Bútasaumskonur úr Borgar- nesi fóru á dögunum í sína ár- legu óvissuferð. Að þessu sinni varð Akranes fyrir valinu þar sem skoðuð var sýning Skaga Quilt kvenna, farið var í keilu og endað á veitingahúsinu Skessubrunni. Hér sjást Borg- arneskonur ásamt bútasaums- konum úr Reykjavík. MM Hópurinn viö Skessubrunn í Svínadai Bragi Þórðarson heiðurs- félagi bókaútgefenda Á aðalfundi Félags íslenskra bókaútgefenda 27. maí sl., en þá var félagið 115 ára, var Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi kjörinn heiðursfélagi fyrir margvísleg störf í þágu fé- lagsins og íslenskrar bókmenn- ingar. Bragi hefur starfað í fé- laginu yfir 40 ár. Sl. 20 ár hefur hann starfað í stjórn félagsins og lengst af verið ritari. Þá hef- ur hann verið fulltrúi félagsins í Þýðingarsjóði frá 1987. Bragi Þórðarson hefur verið mikil- virkur í skrifum og útgáfu borg- firskra verka. Sjálfur hefur hann tekið saman og ritað ellefu stór- ar bækur um mannlíf og atburði í Borgarfirði og á Akranesi. Þessi verk hans þykja ómetan- leg heimild fyrir komandi kyn- slóðir um líf og menningu fólksins á Akranesi og í Borgar- fyrðarhéraði á liðinni tíð. Að auki hefur hann gefið út mikinn fjölda annarra bóka eftir borg- firska höfunda: ljóðabækur, rit- söfn, ævisögur og minninga- bækur. Bragi hefur tekið þátt í margs konar félags- og menningar- starfi í sinni heimabyggð, m.a. starfað í Sögufélagi Borgar- fjarðar frá upphafi og setið í stjórn þess félags mörg undan- farin ár. Arnbjörn Kristinsson bóka- útgefandi var kjörinn heiðursfé- lagi á sama fundi. Voru þeim þökkuð vel unnin störf. Menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, af- henti heiðursverðlaunin. Frá kjöri heiöursfélaga. Þorgeröur Katrín Gunnarsdóttir menntamáia- ráðherra og Bragi Þórðarson heiðursfélagi bókaútgefenda. Sautjándi júní með breyttu sniði Bryddað verður upp á ýms- um nýjungum við sautjánda júní hátíðahöldin á Akranesi í ár en að þessu sinni eru hátíða- höldin f umsjón markaðsdeild- ar Akraneskaupstaðar. Að sögn Sigrúnar Oskar Kristjánsdótt- ur markaðs- og atvinnufulltrúa verður þungamiðja hátíða- haldanna í skógræktinni í Garðalundi „Það hefur mikið verið talað um hvað þetta svæði væri lítið nýtt og því þótti tilvalið að hafa hátíða- höldin þar að þessu sinni.“ Meðal þess sem boðið verður upp á í Garðalundi verður karnival, bátasiglingar á tjörn- inni, krakkafitness, skátatívolí og fleira. Þá verða tónleikar á Skaganum undir hinu forn- fræga nafni, Skagarokk, þar sem Maus og nokkrar Skaga- hljómsveitir munu stíga á stokk. GE r Tilboð í undirbúnings- framkvæmdir í gervigrasvöll við Grunnskólann í Borgarnesi Tæknideild Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í undirbúningsframkvæmdir vegna gervigrasvallar við Grunnskólann í Borgarnesi. Gögn verða afhent fimmtudaginn 10. júní n.k. á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar. Tilboð verða opnuð á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar þriðjudaginn 22. júní 2004 kl.14.00 og skal skila inn tilboðum fyrir þann tíma. Borgarnesi 04.06.2004 Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 er hér meö auglýst breyting á deiliskipulagi á svæbi A Sóltúnshverfi Hvanneyri. 1. Gróðursvæði ofan nebri bogagötu ertekib undir lóbir. 2. Lóbum fjölgar úr 23 í 24 lóðir, lóðamörk færast til, abkoma og byggingarreitir breytast. 3. í stab skiptingar lóba í 10 parhúsalóðir og 1 3 einbýlishúsalóðir eru nú ráögeröar á svæbinu 5 parhúsalóbir og 19 lóðir þar sem byggja má annab hvort parhús eba einbýlishús 4. Fjöldi íbúba var áður 33 íbúðir en veröur nú breytilegur eða á bilinu 29-48 íbúbir. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggurframmi á skrifstofu sveitarfélagsins Reykholti frá 11. júní til 9. júlí 2004 á venjulegum skrifstofu- tíma. Athugasemdum skal skila fyrir 23. júlí 2004 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tiigreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipuiags- og byggingarfulltrúi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.