Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2004, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.10.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 2004 jntsaijnu^ Vedfyrhorfwr Á fimmtudag og föstudag er búist við hæglátu veðri. Kalt en þurrt. Spáð er að það rigni á laugardag en stytti aftur upp á sunnudag. Hiti verður á bilinu 2-4 stig. Ætla nýliöarnir ab taka þetta meb trompi í vetur Valur? Við ofmetn- umst ekki útaf einum sigurleik. Viö vitum að þetta verður mjög erfitt. Markmiðið er að halda sér í deildinni og ef menn taka þetta alvarlega ætti það að vera raunhæft. Valur Ingimundarson er þjálfari Skallagríms sem sigraöi í fyrsta leik sínum í úr- valsdeild eftir árs veru í 7. deildinni. Liöiö rúllaöi síöan yfir Tindastól í hópbílabikarnum. Spt/Vrniruj vihnnnar í síðustu viku var spurt hvort menn væri hlynntir því að sveitarfélögum á Vesturlandi fækki úr 17 í 5. Já sögðu 72,2%, Nei sögðu 16,5% og 11,3% sögðust kæra sig koll- ótta. /1bessari viku er spurt: Hver veröur íslandmeistari í körfuknattleik 2004 - 2005? Svaraðu skýrt og skilmerkilega á www. skessu horn. is VestlencTmíjtyr vikivnnar Eru umhverfisvænir Snæfell- ingar sem hafa hlotiö viður- kenningu á heimsvísu fyrir á- ætlun um að fá Snæfellsnes í heild sinni vottað af Creen globe. Snæfellsnes fær umhverfisviður- kenningu á heimsmælikvarða Til stendur að veita sveitar- stjórnunum á Snæfellsnesi Benchmarking- (viðmiðunar) viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á ferðasýningunni World Travel Mart þann 10. nóvember næstkomandi, en sá dagur sýn- ingarinnar verður tíleinkaður á- byrgri ferðaþjónustu. Verðlaunin eru veitt fýrir það að sveitarfélög- in fimm á Snæfellsnesi og Þjóð- garðurinn Snæfellsjökull hafa mætt viðmiðum Green globe 21 um umhverfisvottun fýrir Snæ- fellsnesið í heild sem ferða- mannastað. „Þetta er einstök viðurkenning og eru sveitarfélögin á Snæfells- nesi sjötta svæðið í heiminum sem hlýtur hana og jafnframt fýrstu sveitarfélög á norðurhveli jarðar sem ná þessum árangri,“ segir Guðrún Bergmann hjá framkvæmdaráði Snæfellsness. Einnig er þetta í fýrsta sinn sem fimm sveitarfélög og einn þjóð- garður leita sameiginlega eftir því að mæta viðmiðum og fá vottun frá GREEN GLOBE 21.“ Til að fýlgja eftír stefnu sinni í vottunarmálum setja sveitarfé- lögin og þjóðgarðurinn sér á- kveðna ffamkvæmdaáætlun fýrir það sem eftir er af árinu 2004 og árið 2005. Mæta þarf viðmiðum Green globe 21 árlega og sýna mælanlegan árangur milli ára í á- kveðnum málaflokkum. Green globe 21 eru alþjóðleg vottunar- samtök sem votta sjálfbæra ferða- þjónustu um allan heim. Þau byggja grunninn að sínum stöðl- um á Staðardagskrá 21 og Dag- skrá 21, enda stofnuð í framhaldi af Ríó ráðstefnunni árið 1992. Verkefnisstjórn hefur stýrt þeirri undirbúningsvinnu sem nauðsynleg var til að Snæfellsnes gæti mætt viðmiðum Green glo- be 21 og jaihframt undirbúið Nesið undir væntanlega úttekt og vottun. Gert er ráð fýrir að hún skili af sér verkefninu í byrj- un nóvember. Verklokum mun fýlgja ítarleg skýrsla um helstu þætri mælingar auk þess sem þar verður að finna ýmsar upplýsing- ar sem ættu að auðvelda sveitar- félögunum að vinna frekar að sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála á Snæfellsnesi. GE Engin fyrstu verðlaun í samkeppni um minjagripi fyrir Norska húsið Veita I sumar efndi Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla til opinnar humyndasamkeppni um gerð minjagripa sem tengjast Norska húsinu eða Snæfellsnesi og sem nýta mætti til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota. Markmiðið var að fá ffarn hug- myndir að hlutum sem hægt væri að selja í krambúð Norska hússins. Til að meta innsendar tillögur var valin 7 manna dómnefhd sem í áttu sæti Aldís Sigurðar- dóttir forstöðumaður Byggða- safns Snæfellinga og Hnapp- dæla, Astþór Jóhannsson graf- ískur hönnuður, Elín Una Jóns- dóttir safhvörður Snæfellsbæjar, Guðmundur Páll Olafsson ljós- myndari og rithöfundur, Gunn- ar Kristjánsson verslunarmaður og formaður safnanefndar Byggðasafhs Snæfellinga, Stein- þór Sigurðsson sýningarhönn- uður og Sunneva Hafsteinsdótt- ir ffamlcvænidastjóri Handverks og hönnunar. Ákveðið var að 2. og 3. verðlaun F.v. Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðmundur Páll Ólafsson, Ástþór Jóhannsson, Steinþór Sigurðs- son, Elín Una Jónsdóttir og Gunnar Kristjánsson. Á myndina vantar Aldísi Sigurðardóttur forstöðu- mann Byggðasafns Snæfellinga. verðlauna 3 bestu hugmyndirnar ef innsendar tillögur stæðust gæði og uppfýlltu vænt- ingar aðstandenda keppninnar með 300.000 kr., 150.000 kr. og 75.000 kr. Dómnefnd hef- ur nú lokið störf- um og álit hennar er eftirfarandi: „Dómnefnd telur að engin innsend tillaga uppfýlli þær væntingar sem gerðar voru til 1. verðlauna og hefur því ákveðið að veita að- eins 2. og 3. verðlaun. Onnur verðlaun hlýtur Lára Gunnars- dóttir, Stykkishólmi fýrir hug- myndir að veðurbók, gestabók, kvendjásnakassa, bréfakassa og veggspjaldi en þessa muni tengdi Lára sögu Norska hússins. Þriðju verðlaun hlýtur Gerður Steinarsdóttir Reykjavík fyrir tillögu sína um útskorið bóka- merki í líki Norska hússins. Dómnefhd hefur þar að auki valið 6 tillögur sem hún mælir með til frekari skoðunar og hugsanlegrar útfærslu. Aðstand- endur keppninnar lýsa yfir þakk- læti fýrir mikinn áhuga almenn- ings á minjagripakeppninni og fýrir innsendar tillögur en alls bárust 130 tillögur ffá 47 aðil- um. MM Miklar hafiiarframkvæmdir í Snæfellsbæ Miklar hafnarframkvæmdir standa nú yfir í öllum höfhun Snæfellsbæjar, í Olafsvík, Rifi og á Arnarstapa. Að sögn Björns Arnaldssonar hafnar- stjóra í Snæfellsbæ eru þessa dagana að hefjast framkvæmdir við endurbyggingu á trébryggj- unni í Olafsvíkurhöfn. Núver- andi bryggja er frá 1969 og er mjög slitin að sögn Björns. Bryggjan verður endurbyggð úr harðviði og er það fýrirtækið Elin ehf frá Sauðárkróki sem sér um verkið en kostnaður er rúmar 60 milljónir króna. I Rifi er verið að steypa þekju og masturshús á norðurþil hafnarinnar auk þess sem settar eru niður vatns og raflagnir. A Arnarstapa er síðan verið að byggja masturshús, laga vatns- og raflagnir og steypa ofan á gamalt uppsátur. Það er Þorgeir Arnason í Rifi sem ann- ast framkvæmdir þar og á Rifi. Ollum þessum framkvæmdum á að ljúka fýrir áramót. Einnig segir Björn að til standi að setja ljós í alla bryggjustiga á höfnunum í Snæfellsbæ en það er í samræmi við öryggisáætlun sjómanna. Aðspurður segir hann að eftir að umræddum framkvæmdum ljúki séu hafnarmannvirki í Þorgeir Árnason og hans menn vinna við að steypa þekju í Rifshöfn. Snæfellsbæ komin í ágætt stand aldrei. GE þó þetta sé verk sem klárist Klumba í biðstðu Eins og frain hefur komið í Skessuhorni hafa eigendur Fiskverkunarinnar Klumbu sem brann í síðasta mánuði, hug á að reisa nýtt húsnæði fyrir starfsemina. Skipu- lagsstofnun hefur hinsvegar kveðið upp þann úrskurð að ekki sé heimilt að endur- byggja fiskv-erkunina á þeirn stað sem hún stóð þar sem hún sé á rauðu snjóflóða- svæði. Málið er því í bið- stöðu og óvíst hvar eða hvort verður byggt. GE Vilja undirgöng Nokkrir íbúar í Borgar- nesi hafa ritað bæjarstjórn Borgarbyggðar bréf þar sem farið er frarn á að und- irgöng verði gerð undir þjóðveg 1 á móts við leik- skólann Klettaborg í Borg- arnesi. Ljóst er að urnferð á þessu svæði er gríðarleg og vaxandi og untferðaröryggi gangandi vegfarenda á þessu svæði ógnað. Bréf viðkomandi íbúa var tekið fýrir á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra var falið að svara bréfriturum en bent var á að Vegagerðin sé að vinna að úrbótum á þessu svæði. GE aropnun óbreytt Eins og sagt var frá í síð- asta tölublaði Skessuhorns gerði verkfallsstjórn Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags íslands al- varlegar athugasemdir við breyttan opnunartíma sundlaugarinnar í Ólafsvík eftir að kennaraverkfall hófst. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn lítur þannig á að þar sem umrædd mannvirki eru undir stjórn íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sem bæði sér um mannaforráð og rekstur hússins, en ekki undir stjórn skólastjóra, þá sé heimilt að breyta opnun- artíma sundlaugarinnar eins og gert hefur verið. Núver- andi opnunartími verður því látinn standa þar til verkfall leysist. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.