Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2004, Qupperneq 10

Skessuhorn - 15.12.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 jnLSJUtlu... Miltisbrandur skýtur upp kollinum eftir langan dvala: Alltaf þörf á aðgæslu Endurbætur á nýju húsnæði bæjarskrifstofunnar eru meðal helstu framkvæmda á næsta fjárhagsári Borgarbyggðar. Borgarbyggð: Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi Á fimmtudag í síðustu viku voru hræ af fjórum hrossum á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd brennd að viðhöfðum miklum varúðarráðstöfunum en þau höfðu greinst með hinn bráðsmitandi Miltisbrands bakteríusjúkdóm. Miltisbrand- ur er bráður og oftast banvænn bakteríusjúkdómur sem öll dýr með heitt blóð geta tekið og er hann algengur í grasbítum og sérlega skæður í ljósi þess að gró hans geta lifað í jarðvegi í áratugi og jafnvel aldir. Oftast kemur sjúkdómurinn upp í tengslum við jarðrask og er talið, þó það sé ekki sannað, að hann hafi skotið upp kollinum á Vatnsleysuströnd vegna land- brots við ströndina. Skepnur smitast af sjúk- dómnum við að drekka mengað vatn, bíta mengað gras eða við að éta mengað kjöt- og eða beinamjöl. Meðgöngutími sjúkdómsins er 1-3 sólarhring- ar, sauðfé og nautgripir drepast oft skyndilega án þess að hafa sýnt einkenni um sjúkdóm, hross drepast oftast 2-3 dögum eftir að fyrstu einkenni sjást. Einkenni Miltisbrands í fólki ráðast að nokkru af því hvernig smitið berst. Sýkillinn berst á þrjá vegu inn í líkamann: Gegnum rofna húð með sýk- ingu í húð, gegnum meltingar- veg með sýktri fæðu sem leiðir til meltingarfærasýkinga og um öndtmarfæri sem veldur sýk- ingu í lungum. Bakterían berst í eitilvef og þaðan út í blóð. Lungnasýkingin er alvarlegasta sjúkdómsmyndin. Húðsýkingin er langalgengast sjúkdóms- myndin meðal manna en hún er jafnframt mildasta formið og leiðir til dauða í 10-20% tilvika ef hún er ekki meðhöndluð. Tíu þekktir staðir á Vesturlandi Sjúkdómurinn kom fýrst upp hér á landi á Skarði á Skarðs- strönd í Dalasýslu árið 1865 og er talinn hafa borist til landsins með sýktum húðum. Miltis- brandur greindist síðast á Is- landi fyrir um 40 árum síðan, en þar áður hafði hann greinst í Hafharfirði árið 1942, í Reyk- holtsdal árin 1935 og 1952 og í Olfusi 1965. Hér á Vesturlandi hafði sjúkdómurinn áður kom- ið upp á nokkrum stöðum í Borgarfirði og í Dölum, alls á um 10 stöðum sem vitað er um. Mörg dæmi eru rakin til þess hér á árum áður að menn hafi látist úr sjúkdómnum og yfir- leitt ef óvarlega hefur verið far- ið með skepnur sem sýkst höfðu. Þó eru einnig dæmi um að menn hafi læknast sem sýkst höfðu og meðal annars gerðist það þegar kýr drapst úr Miltis- brandi á Skáney í Reykholtsdal árið 1935, að ungur maður fékk sýkingu í hendi, en náði sér að fullu. Sá hinn sami lifði rejrnd- ar góðu lífi í tæp 70 ár eftir það. I samtali við Skessuhorn sagði Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir að unnið væri að ná- kvæmri skráningu þekktra Miltisbrandstilfella hér á landi og segir hann mikið af ábend- ingum hafx borist embættinu eftir að sjúkdómurinn kom upp á Vatnsleysuströndinni í síð- ustu viku. Þessar upplýsingar verða m.a. aðgengilegar á net- slóðinni: landlaeknir.is innan skamms. Fjárhagsáætlun Borgarbyggð- ar fyrir árið 2005 var afgreidd með síðari umræðu á fundi bæj- arstjórnar síðastliðinn fimmtu- dag. I bókun meirihlutans segir að áætlunin geri ráð fýrir áffam- haldandi uppbyggingu í sveitar- félaginu og áffam verði unnið að því að renna styrkari stoðum undir rekstur þess. I fjárhagsáætlun ársins 2005 er gert ráð fyrir að skatttekjur hækki um 82,6 milljónir króna milli ára en að laun og launa- tengd gjöld hækki um 63 millj- ónir ffá árinu 2004. Miðað við þær forsendur mun rekstur bæj- arsjóðs skila tekjuafgangi. Áætlunin gerir ráð fyrir ff am- kvæmdum fýrir 116 milljónir. Stærstu liðirnir eru bygging tengibyggingar vegna Land- námsseturs á milli Búðarkletts og gamla pakkhússins. Þá eru breytingar á nýju húsnæði undir bæjarskrifstofur sveitafélagsins stór liður og einnig gatnagerð við Kvíaholt, Digranesgötu, Granastaði og Brákarbraut. Ný langtímalán vegna ffam- kvæmda- og fjárfestinga eru á- ætluð kr. 101 millj. en afborgan- ir langtímalána og skuldbind- inga eru kr. 133,7 millj. Framsóknarmenn, sem eru í minnihluta í bæjarstjórn Borg- arbyggðar, lýstu yfir áhyggum á bæjarstjórnarfundinum um að rekstur bæjarsjóðs væri að þyngjast. I bókun minnihlutans segir m.a. „Gert er ráð fýrir verulegri tekjuaukningu auk sparnaðar í einstökum útgjalda- liðum en halli samstæðunnar er samt sem áður um 7,5 millj. kr. Ljóst er að áætlunin er á mörk- um þess að geta talist raunhæf. Þrátt fýrir þetta leggjum við á- herslu á að uppsveifla í efna- hags- og atvinnulífi verði nýtt sveitarfélaginu og íbúum til framdráttar og með markvissum aðgerðum.“ Framsóknarmenn sátu hjá við afgreiðslu áædtmar- innar sem samþykkt var með fimm atkvæðum. GE MM Jólabasar kvenfélagsins í Stykkishólmi er ein af ótvíræðum vís- bendingum um að það séu að koma jól. Basarinn var haldinn f upp- hafi aðventu og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. söng barnakórs úr Hólminum og að sjálfsögðu var margt eigulegra muna til sýnis og sölu. GE Samkaup styður við góð málefiii Fulltrúar styrkþega ásamt forsvarsmönnum Samkaupa og Nettó á Akranesi. A fimmtudaginn í liðinni viku afhenti Skúli Skúlason frá Samkaupum styrki frá fýrirtækinu tíl góðra mál- efiia á Akranesi. Með þessu móti, sagði Skúli við þetta tækifæri, vill Samkaup skilja eftir hluta af hagnaði af verslun fýrirtækisins í bæj- arfélaginu. Annars vegar var um að ræða 500.000 króna styrk til endurhæfingarsmiðju fýrir konur og karla en það er verkefni sem ráðgert er að fari af stað eftir áramót. Sólveig Reynisdóttir, sviðs- stjóri fjölskyldusviðs hjá Akra- neskaupstað sagði í samtali við Skessuhorn að endurhæfing- arsmiðja yrði sjálfstætt fram- hald af menntasmiðju kvenna, sem er verkefni sem gefið hafi góða raun. Endurhæfing- arsmiðja er hugsuð fýrir öryrkja sem þarfnast endurhæfingar og aðstoð við að fóta sig m.a. í at- vinnulífinu. „Þetta námskeið mun standa í 9 mánuði og þátt- takendur, sem verða af báðum kynjum, munu hittast 2-3 sirm- um í viku. Námskeiðið hefst í byrjun febrúar og mun standa fram í nóvember. Um verður að ræða félagslega endurhæfingu, kennslu í íslensku, ensku og upplýsingatækni. Endurhæfing- in verður út frá heildrænu sjón- armiði þar sem Iögð er áhersla á heilbrigðis- og félagslega end- urhæfingu ásamt menntun. Markmiðið er að auka lífsgæði einstaklinganna og þeirra fjöl- skyldna. Hins vegar fékk ein af hetjum hvunndagsins, lítill drengur á Akranesi að nafhi Sindri Garð- arsson og fjölskylda hans, pen- ingastyrk að upphæð 250 þús- und krónur. Sindri er fatlaður og þarf þar af leiðandi mikla mikla aðstoð bæði heima fýrir sem og í skólanum sínum. MM Aðeins vesuenskt rusl í Fíflholt Á fundi bæjarráðs Borgar- byggðar í nóvember var rætt um samstarf varðandi sorpmál. Meðal annars var rætt um við- ræður milli Sorpu og fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi en sá möguleiki hefur verið ræddur að sveitarfélög á Vesturlandi gerðust eignaraðilar að Sorpu. I því sambandi hefur einnig ver- ið rætt um að sveitarfélögin leggðu Fílfholt inn í Sorpu sem hlutafé. Finnbogi Leifsson, bæjarfull- trúi Framsóknarmanna tók þessar hugmyndir til umfjöll- unar á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar í síðustu viku. Rifjaði hann meðal annars upp að þegar Fíflholt var gert að urðunarstað fýrir sorp frá sveit- arfélögunum á Vesturlandi hafi það verið í verulegri andstöðu við íbúa í nágrenni staðarins. Benti Finnbogi einnig á að frá upphafi hafi legið fýrir sam- þykkt um að taka ekki til urð- Finnbogi Leifsson unar í Fíflholtum sorp utan Vesturlands. I bókun sem Finnbogi lagði fram segir m.a.: „Undirritaður leggst alfarið gegn þeim hug- myndum að sveitarfélögin leggi eignarhlut sinn og umráðarétt yfir urðunarstaðnum í Fíflholt- um inn í Sorpu, vegna þess að hér er um viðkvæma starfsemi að ræða, sem heimaaðilar þ.e. Borgarbyggð og önnur sveitar- félög á Vesturlandi verða að standa vörð um.“ GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.