Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2004, Side 14

Skessuhorn - 15.12.2004, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 Líf í línudansi Danshópurinn Og útiagarnir (Og Vodafone fékk hugmyndina að nafni fyrirtækisins frá þeim), hafa f haust kennt eldri borgur- um á Akranesi línudans og hef- ur mæting þeirra verið mjög góð, en milli 20 og 30 manns hafa stundað æfingarnar. Hóp- urinn er svo áhugasamur að hann vill endilega halda áfram fram á vor og hefjast æfingar á nýjan leik 12. janúar. Á mynd- inni er hluti af þeim sem hafa verið í kennslu að sýna línu- dans á opnu húsi sem haldið var fyrir eldri borgara á laugar- daginn var. MM Norðurál nýtir innlenda orku til varðveislu kjörhita áls Starfsmenn Norðuráls fyrir framan biðofninn sem nú er hitaður með rafmagni í stað olíu. Guðbrandur Gimmel, iðnaðarverkfræðingur, til vinstri og Ivar Már Jóns- son, rafmagnsverkfræðingur. Norðurál hefur innleitt nýja tækni við hitun á svonefndum biðofni í steypuskála álversins á Grundartanga. Nýja tilhögunin felst í því að ofninn verður framvegis hitaður með raf- magni í stað olíu, sem er ásamt gasi algengasti orkugjafinn til slíkra nota í álverum. Að sögn forráðamanna fýrirtækisins er ávinningur af breytingunni margvíslegur. I fyrsta lagi eru á- hrif á vinnuumhverfi starfsmanna jákvæð vegna þess að hitun með rafmagni er mjög hljóðlát og loftgæði aukast. I öðru lagi er tekin upp notkun á vistvænum orkugjafa í stað olíu. I þriðja lagi eykst framleiðni ál- versins við það að gjallmyndun ofnsins minnkar verulega. I fjórða lagi sparast á annan tug milljóna á ári með því að nota ís- lenskan orkugjafa í stað innflutts og í fimmta lagi og einna skemmtilegast er að verið er að nýta íslenskt frumkvæði. Norð- urál áætlar að fjárfestingin skili sér til baka á 1-2 árum. MM Kaffistofan og Gallerí Snjólaugar í Safhahúsi Borgarfjarðar, Borgarnesi SÖNG- OG SAGNASTUNDIR Fimmtudagur 16. desember kl 17:00 Ernst Olsen sagnaþulur segir frá lífinu í Færeyjum, menningu og sögu. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Norræna félagið í Borgarfirði. Föstudagur 17. desember kl. 17:00 - Jólavefurinn 2004 hengdur upp. Handbragðið skoðað. - Zsuzsanna Budai leikur jólalög með undirtekt viðstaddra - Steinunn Pálsdóttir skapar söngstemmningu á staðnum - Systurnar Jenný Lind og Eygló Egilsdætur sagnaþulir segja jólasögur úr Borgarfirðinum Hlökkum til að sjá ykkur! Dansað í Dölum Nemendur í Grunnskólanum í Búðardal héldu glæsilega dans- sýningu á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og sýndu þar fyrir troðfullu húsi afraksturinn af dansnámskeiði vetrarins. Það er að vanda dansskóli Jóns Péturs og Köru sem leiðbeinir börnum í Dölunum í fótamennt og ekki var að sjá annað en krakkarnir hefðu fylgst vel með í dans- tímunum. GE Vestlendingur ársins Skessuhorn stendur fyrir út- nefningu á manni ársins á Vest- urlandi í sjöunda sinn nú um áramót. Þeir sem hafa hlotið þennan heiðurstitil eru: (í réttri tímaröð) Gísli Gíslason, bæjar- stjóri, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Páll Olafsson, náttúrufræðingur, Olafur Þórð- arson, knattspyrnuþjálfari, Runólfur Agústsson, rektor og Sigurður Guðni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skagans. Skessuhorn óskar eftir á- bendingum um það hverjir hafa skarað framúr á sínu sviði á Vesturlandi á árinu sem er að líða. Dómnefnd á vegum blaðs- ins mun síðan fara yfir ábend- ingar og velja þá þrjá sem mest þykja standa uppúr. Verðlaunin verða afhent um áramót og nið- urstöður kynntar í fyrsta tölu- blaði Skessuhorns á nýju ári sem kemur út þann 5. janúar. Abendingar er hægt að senda með rafpósti á netfangið: ritstjori@skessuhorn.is GE Akranes: Jól þriggja kynslóða Kirkjukór Akraness heldur jólatónleika sína í safnaðar- heimilinu Vinaminni, sunnu- dagskvöldið 19. desember kl. 20. I ár verða tónleikarnir með óvenjulegu sniði. Að sögn Sveins Arnars Sæmundssonar, kórstjóra verður áhersla lögð á alíslensk jólalög og tengjast þau inn í jólasögu sem samin var sérstaklega fyrir þessa tónleika. „Sagan heitir Jól þriggja kyn- slóða, og fjallar um drenginn Ola, sem á að skrifa sögu um jólin fyrir kennarann sinn.“ I sögunni á Oli samtöl við afa sinn og föður sem hafa alist upp við mismunandi aðstæður og séð og skynjað jólin og aðdrag- anda þeirra hvor á sinn hátt. Lögin falla svo inn í söguna, hvert af öðru. Höfundur sög- unnar er Gunnar Rögnvalds- son, staðarhaldari að Löngu- mýri í Skagafirði og verður sögumaður Jakob Þór Einars- son, leikari. Meðleikarar á þverflautu, blokkflautu og píanó verða þau Patrycja Szalkowicz, Rún Hall- dórsdóttir og Viðar Guð- mundsson. Stjórnandi kirkjukórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir á Jól þriggja kynslóða verður enginn og eru allir hjartanlega velkomnir í Vinaminni. MM

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.