Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2004, Síða 16

Skessuhorn - 15.12.2004, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 JlltSðUtlU... Verö áöur: TILBOÐ Náttúra rauðkál 720gr 139 99 Náttúra agúrkusalat 720gr 179 139 Cadburys Rose konfekt 1,7.kg 2.595 1.999 Svínahamborgarhryggur 1.198 779 kg. Hangilæri úrb. 1.949 1.559 kg. Hangiframpartur úrb. 1.433 1.146 kg. Léttreyktur lambahryggur 1.337 1.070 kg. Jólagrísasteik 1.108 864 kg. Mandarínur2,3 kg. Kassi 499 299,- Verið velkominl Grundaval - Grundarfirdi Samkaup-Strax - Akranesi Segulmiðaleikur Skessuhorns { -Utftfcufeffrur ?emaffír ftffftfaft með/ l Vinningsnúmer 49. tölublaðs er: 1378 Vinningur er 15.000 króna vöruúttekt í Samkaup-Urval í Borgarnesi eða Samkaup-Strax á Akranesi eða Grundavali í Grundarfirði. ✓ Avísun fyrir vöruúttekt skal vinningshafi vitja á skrifstofu Skessuhorns í síma 433-5500. Safinaðarheimili Ólafsvíkurkirkju opnað eftir umfangsmiklar endurbætur Gamla altaristaflan fær hlutverk á ný Um tvö hundruð manns voru viðstaddir þegar safnaðarheimiiið var tekið í notkun á nýjan leik. Síðastliðinn sunnudag var safnaðarheimili Olafsvíkurkirkju tekið í notkun á ný eftir gagnger- ar endurbætur og var það gert við hátíðlega athöfn að lokinni Guðsþjónustu í kirkjunni. Framkvæmdir hafa staðið yfir í safnaðarheimilinu í sumar og í haust og hefur það verið endur- nýjað í hólf og gólf. „Það hefur verið mikill drifkraftur í þessu enda horfðu menn á það hér að Sandarar höfðu mikið glæsilegra safnaðarheimili við Ingjaldshóls- kirkju en nú standa Olsarar loks nokkuð jafnfætis þeim að þessu Ieyti,“ segir Oskar Hafsteinn Oskarsson sóknarprestur. Meðal annars var skipt um lýsingu og kyndingu í safhaðarheimilinu og einnig voru borð og stólar end- urnýjuð. Þá var svið sem tók all- mikið pláss rifið í burtu og skap- aðist þar rými fýrir kór og einnig fýrir almennt safnaðarstarf. Þá má geta þess að settur var upp stór skápur með rennihurðum og í miðjum skápnum var komið fyrir altaristölfu gömlu kirkjunn- ar. Altaristaflan er eftirmynd af altaristöflunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og var í gömlu kirkj- unni í Olafsvík frá 1908 og þar til núverandi kirkja var vígð árið 1967. Altaristaflan var á sínum tíma gjöf frá sjómönnum á Sleipni sem lentu í sjávarháska á Breiðafirði. Hétu þeir á Olafsvík- urkirkju ef þeir kæmust lífs af og gekk hvorutveggja eftir. „Það voru miklar deilur um það á sínum tíma hvort altar- istaflan ætti að fara upp í nýju kirkjunni en raunin var að hún hefur verið á hrakhólum í tæp fjörtíu ár. Nú held ég hinsvegar að loks sé búið að sætta algjörlega þessi sjónarmið og gamla altar- istaflan hefúr fengið verðugan sess. Ég er heldur ekki frá því að ég hafi séð glampa í augum eldri Olsara þegar altaristaflan var af- hjúpuð á ný,“ segir Óskar. Hann segir ennffemur að vel hafi tekist til við endurnýjun safnaðarheim- ilisins og að það eigi eftir að nýt- ast vel í safnaðarstarfinu og einnig íýrir samfélagið í heild. „Það er oft sem félagsheimilið í Klifi er of stórt fýrir fundi eða mannfagnaði og þá getur safnað- arheimilið komið að góðum not- um.“ Þess má að lokum til gamans geta að Jónas Kristófersson, smiður sem annaðist fram- kvæmdirnar, er barnabarn Böðv- ars Bjarnasonar sem var yfirsmið- ur við kirkjubygginguna á sínum tíma. Þá sá Jón Arngrímsson um raflagnir en hann hefur verið raf- virki kirkjunnar frá upphafi. GE Jólatrjáa- og flugcldasala Desembermánuður er jafnan mikilvægasti mánuður björgun- arsveita vítt og breitt um landið til fjáraflana. Félagar í Björgun- arfélagi Akraness hafa í nógu að snúast þessa dagana en til jóla stendur yfir sala jólatrjáa, leiðiskrossa og -skreytinga í húsnæði félagsins við Kalmans- velli. Jólatrén eru á sama verði og á höfuðborgarsvæðinu og úrvalið er býsna gott; þinur, greni og fura. Þann 28. þessa mánaðar tek- ur síðan flugeldasalan við hjá Björgunarfélaginu og stendur hún fram á gamlársdag. Til að minna á flugeldasöluna stendur Meðfylgjandi mynd er af féiögum í Björgunarféiaginu sem stóðu sölu- vakt í jólatrjáasölunni sl. mánudag. Frá vinstri: Heiðar Sveinsson, Ingvar Örn Ingólfsson og Magnús Karl Gylfason. félagið fýrir gríðarmikilli flug- ert til sparað til að gera sýning- eldasýningu að kvöldi 28. des- una sem glæsilegasta. ember og verður að venju ekk- MM Slökkviliðsmenn kynna eldvamir Föstudaginn 3. desember sl. fengu krakkarnir í 2. og 3. bekk Heiðarskóla heimsókn frá slökkviliðinu á Akra- nesi. Vakti þessi heimsókn mikla lukku og fengu krakkarnir fræðslu um helstu eldvarnir heimilanna og fengu meðal annars að prófa hjálma slökkviliðsmannanna, fara rúnt í sjálfum slökkviliðsbílnum og síðast en ekki sfst sitt eigið slökkviliðsbarmmerki. Þau brostu hringinn það sem eftir lifði dags. MM/Ljósm. Hilmar S

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.