Skessuhorn - 15.12.2004, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004
jntsautiu...
Eyjólfur sparkar í Olafsvik
Opnunarhátíð sparkvallar-
ins í Ólafsvík var haldin á full-
veldisdeginum 1. desember.
Fulltrúar KSÍ, þeir Eyjólfur
Sverrisson, fyrrum atvinnu-
maður f knattspyrnu, Geir
Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ og Jakob Skúlason,
landshlutafulltrúi KSÍ, afhentu
formlega þá gjöf sem fólst í
lagningu gervigrassins á
sparkvöllinn sem lagður hefur
verið á lóð grunnskólans í
Ólafsvík.
Grunnskólanum voru af-
hentir boltar frá evrópska
knattspyrnusambandinu
(UEFA) auk þess sem sam-
bandið færði ungmennafélag-
inu Víkingi gjafabréf. Þá var
komið að sjálfum vígsluleikn-
um milli yngri flokka Víkings
og Reynis. Víkingur naut að-
stoðar Eyjólfs Sverrissonar og
Reynir naut aðstoðar Ejub
Purisevic. Lauk leiknum með
stórmeistara jafntefli 2-2.
GE
Fulltrúar KSI og Snæfellsbæjar í markinu á nýja sparkvellinum.
pm K§/ W I
Eyjólfur Sverrisson á í höggi við upprennandi knattspyrnusnillinga
Snæfellsbæjar.
ÍA og Olís endurnýja samstarfssamning
Frá undirritun samningsins sl. fimmtudag. Frá vinstri: Jón Guðmundur Ottósson, Gunnar Sigurðsson, Hetga
Friðriksdóttir, Guðlaugur Gunnarsson og Rúnar Höskuldsson.
Síðastliðinn fimmtudag var
samstarfssamningur Knatt-
spyrnufélags ÍA og Olís end-
urnýjaður og er samningurinn
til tveggja ára. Olís hefur und-
anfarin ár verið einn af helstu
styrktaraðilum Knattspyrnufé-
lags ÍA og með þessum
Staðan í úrvals-
deildinni í
körfuknattleik
Fétag L U T StigStig
1. UMFN 9 8 1 864:711 16
2. Fjölnir 10 7 3 947:907 14
3. SnæfelHO 7 3 886:834 14
4. Keflavík 9 6 3 808:715 12
5. Skallagr.10 6 4 850:828 12
6. ÍR 10 5 5 922:904 10
7. UMFG 10 5 5 910:909 10
8. Hamar/Selfoss
10 5 5 918:963 10
9. KR 10 4 6 846:855 8
10. HaukarlO 3 7 857:858 6
11. Tindast. 103 7 844:952 6
12. KFÍ 10 010852:1068 0
samningi undirstrikar Olísfólk
enn frekar stuðning félagsins
við knattspyrnuna bæði á
Akranesi og raunar um allt
Fyrri hlutanum í deildar-
keppninni í körfuknattleik lýk-
ur í þessari viku. Skallagrímur
heimsækir ísfirðinga á
fimmtudag en KFÍ hefur ekki
unnið leik í deildinni í vetur.
Það er þó ekki þar með sagt
að þeir séu auðveld bráð því
hið unga og efnilega lið ísfirð-
inga hefur farið vaxandi með
hverri raun.
Snæfellingar þurfa líka að
leggjast í flakk á fimmtudag-
inn því þeir sækja Tindastól
heim á Sauðárkrók. Tindastóll
land, því Olís er einn af aðal-
styrktaraðilum KSÍ sparkvalla-
átaksins.
er í næstneðsta sæti með sex
stig en hefur eins og ísfirðing-
ar verið vaxandi með hverjum
leik.
Snæfell er sem stendur í
þriðja sæti í deildinni, tveimur
stigum á eftir Njarðvík en með
jafnmörg stig og Fjölnir sem
er í öðru sæti. Skallagrímur er
í fimmta sæti. Bæði Vestur-
landsliðin hafa því byrjað
nokkuð vel og eru líkleg til að
halda áfram að berjast á
toppnumá nýju ári.
MM
Fyrri hlutanum
að Ijúka
Erfitt en hafðist samt
Snæfellingar áttu í basli með
KR-inga síðastliðinn fimmtu-
dag en mörðu að lokum fram
sigur 98-96 eftir framlengdan
leik. Leikurinn var jafn og
skemmtilegur allan tímann en
greinilegt að Snæfellingar
sakna hins sterka Pierre Green
þótt maður komi í manns stað
því Helgi Reynir Guðmunds-
son er á leiðinni á heimaslóðir
eins og fram hefur komið í
Skessuhorni. Það sást líka í
leiknum á fimmtudag að þegar
útlendingunum
fækkar getur
skapast svigrúm
fyrir heimastrák-
ana til að láta að
sér kveða. Sig-
urður Þorvalds-
son nýtti sér þetta
svigrúm vel og fór
á kostum. Hann
skoraði 33 stig í leiknum en
Desmond Peoples skoraði 31
stig, sennilega hans mesta
framlag við körfuna í vetur.
Ljóst má vera að veturinn
framundar verður Snæfelling-
um erfiðari en útlit var fyrir á
tímabili. Þeir hafa hinsvegar
áður slegið í gegn þegar síst
var búist við og ekki má
gleyma því að liðsheildin [
Hólminum er sterkari en víðast
hvað annarsstaðar.
GE
Tölurnar - Nr Nafn Snæfell Mín HF STOSTIG
4 Hlynur E Bæringsson 35 12 4 14
5 Ingvaldur M Hafstein 38 6 1 11
8 Pálmi F Sigurgeirsso 35 3 6 9
9 Gunnlaugur Smárason 16 4 5 0
10 Gunnar M Gestsson 17 2 2 0
11 Sigurður Á Þorvatdss 42 4 3 33
14 Desmond Peoptes 42 11 3 31
Vígsla sparkvallar
á Akranesi
Síðastliðinn fimmtudag var
nýi sparkvöllurinn við Brekku-
bæjarskóla á Akranesi vígður
formlega að viðstöddu fjöl-
menni. Það voru þeir Geir
Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ og Guðmundur Páll
Jónsson forseta bæjarstjórn-
ar Akraness sem opnuðu völl-
inn með borðaklippingu. Nú
þegar er völlurinn orðinn gríð-
arlega vinsæll og hefur fengið
góðar viðtökur yngri kynslóð-
arinnar. Bæjaryfirvöld á Akra-
nesi áforma að byggja annan
sparkvöll á næsta ári en hann
verður staðsettur við Grunda-
skóla.
Heildarkostnaður við völlinn
var 15-16 milljónir króna og
kostar KSÍ gervigrasið en
bæjarfélagið undirlag, upphit-
un, grindverk og flóðlýsingu
vallarins, alls að andvirði um
13 milljónir. Fyrir vígslu vallar-
ins afhenti framkvæmdastjóri
KSÍ Herði Helgasyni formanni
Knattspyrnufélags Akraness
bolta að gjöf frá styrktaraðil-
um sparkvallaátaks Knatt-
spyrnusambandsins. Hörður
afhenti í beinu framhaldi Auði
Hrólfsdóttur skólastjóra sömu
bolta og skyldu þeir vera gjöf
til nemenda Brekkubæjar-
skóla. Auk þess voru skólan-
um gefnir 2 boltar frá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu. Að
formlegheitum loknum var
fyrsti „opinberi" leikurinn spil-
aður á vellinum og voru það
nokkrir nemendur skólans
sem sýndu þar færni sína í
knattspyrnu. MM
Þeir klipptu á borðann; Guðmundur Páll Jónsson og Geir Þorsteins-
son. Þeim til halds og trausts var Gísli Gfslason bæjarstóri.