Skessuhorn - 13.04.2005, Qupperneq 15
antasunu^
MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 2005
15
Hafðist ekki að þessu sinni
Munaði mjóu
Keflavík-Snæfell 86-83
Það munaði ekki miklu að Snæ-
fellingar næðu forystunni í einvíg-
inu um íslandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik þegar liðið mætti
Keflvíkingum í þriðja leiknum í
Keflavík á fimmtudag. Leikurinn
var æsispennandi, enda tvö bestu
lið landsins að leiða þar saman
hesta sína. Snæfellingar byrjuðu
betur og voru greinilega ekki á því
að láta meint yfirlæti Keflvíkinga
draga sig niður. Hólmarar réðu
ferðinni að mestu í fyrri hálfleikn-
um en í þeim síðari var meira jafn-
ræði með liðunum þótt Snæfell-
ingar væru heldur sprækari ef eitt-
hvað var. Á síðustu metrunum
náðu Keflvíkingar hinsvegar að
síga framúr enda vel studdir af
dómurum leiksins að mati Snæ-
fellinga en allavega þá fengu Kefl-
vikingar varla dæmda á sig villu í
síðasta leikhlutanum og verður
hver að meta það fyrir sig
hvort það var eingöngu
vegna þess að þeir séu
prúðir piltar. Hvað sem
því líður þá mörðu Kefl-
víkingar sigur á sínum
heimavelli þrátt fyrir góða
baráttu Snæfellinga. Þar
með voru þeir í raun
komnir með aðra hönd-
ina á bikarinn.
Sagan endurtekin
Snæfell-Keflavík 88-98
Keflvíkingar mættu grimmari til
leiks en nokkru sinni fyrr í úrslita-
keppninni í ár þegar þeir komu í
Hólminn á laugardag í fjórða leik-
inn í viðureininni um íslands-
Tölurnar - Snæfell
Nr Nafn Mín HF STOSTIG
4 Hlynur E Bæringsson 31 11 3 18
5 Ingvaldur M Hafstein 29 3 1 ,4
7 Sveinn A Davíðsson 0 0 0 0
8 Pálmi F Sigurgeirsso 24 3 3 10
9 Gunnlaugur Smárason 1 0 0 0
10 Michael Ames 39 1 13
11 Sigurður Á Þorvaldss 24 8 1 15
13 Helgi R Guðmundsson 19 2 2 7
14 Calvin Clemmons 33 13 5 16
meistaratitilinn. Ástæðan var að
sjálfsögðu sú að fyrir sigur þá
fengju þeir að launum að taka
bikarinn með sér heim en tap
hefði þýtt oddaleik í Keflavík og
miðað við leikinn á fimmtudag þá
voru Keflvíkingar allt annað en ör-
uggir með að landa titlinum á sín-
um heimavelli.
Keflvíkingar byrjuðu betur og
höfðu tíu stiga forskot eftir fyrsta
leikhluta en Snæfellingar jöfnuðu
metin fyrir hálfleik. Eftir það var
nokkuð jafnræði með liðunum en
Keflvíkingar voru ívið grimmari og
yfirleitt einu skrefi á undan. Gest-
irnir áttu síðan góðan lokasprett
og tryggðu sér þar með titilinn á
sama hátt og síðasta ár, þ.e. með
Hlynur Bæringsson má vera stoltur
af frammistöðu sinni þetta leiktímabil.
4-1 sigri á Snæfellingum.
Hólmarar geta hinsvegar boðið
höfðuðið hátt þar sem þeir sýndu
og sönnuðu að þeir eru alls ekki
með síðra lið heldur en
Keflvíkingar. Keflvíking-
ar hafa hinsvegar hefð-
ina með sér og trúlega
var það það sem gerði
útslagið annað árið í
röð. Það kemur hins-
vegar mót eftir þetta
mót.
GE
Tölurnar - Nr Nafn Snæfell Mín HF STOSTIG
4 Hlynur E Bæringsson 31 12 5 18
5 Ingvaldur M Hafstein 24 4 1 8
8 Pálmi F Sigurgeirsso 29 1 6 13
11 Sigurður Á Þorvaldss 34 5 2 8
13 Helgi R Guðmundsson 13 1 1 9
14 Calvin Clemmons 31 13 1 12
10 Michael Ames 38 4 3 20
i samstarfi við Hjartavernd
Heilsudagur Lífís verður haldinn í Borgarnesi miðvikudaginn 20. apríl.
Hjúkrunarfræðingar frá Hjartavernd verða á staðnum og veita fræðslu
um helstu áhættuþætti vegna kransæðasjúkdóma.
Boðið verður upp a bloðþrýstingsmælingu og farið i gegnum
áhættureiknivél á hjarta.is.
Ráðgjafi frá Lífís verður á staðnum til að kynna kosti líf- og
sjúkdómatrygginga.
Léttur leikur verður í gangi þar sem hægt verður að vinna sér inn^
árskort í sund og heilsurækt í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
Lífís/Vátryggingafélag íslands • Ármúla 3 • 108 Reykjavík
Þjónustuver 560 5000 • www.lifis.is
Til sölu
fasteignir
á Akranesi
Vallarbraut 9
86,6m2 íbúð, 2 svefnherbergi á
annari hæð, ásamt sérgeymslu í
kjallara. Þvottahús í íbúð. Eldhús
með málaðri innréttingu. Endumýjað
baðherbergi.
Höfðabraut 10
94,8m2 risíbúð, 3 svefhherbergi.
Útitröppur á 2. hæð, sér inngangur.
Stórt manngengt háaloft.
Gluggar/gler, ofnar/ofnalangir,
þakjám endumýjað.
Vesturgata 67
99,8m2 neðri sérhæð í tvfbýlishúsi,
2 svefnherbergi. Baðherbergi nýleg
innrétting, tengi fyrir þvottavél.
Gluggar/gler endumýjað að hluta,
rafmagnstafla endumýjuð. Húsið
málað 2001. Góð staðsetning
Esjubraut 11
136m2 einbýlishús ásamt 44,3m2
bflskúr, 4 svefnherbergi, í
botnlangagötu. Baðherbergi nýlega
standsett. Nýlegar útihurðir og
bflskúrshurð. Hellulögð stétt að
inngangi og tveir sólpallar, heitur
pottur á öðrum. Rafmagn og þakjám
endumýjað ca 2002. Góð eign á
góðum stað
Staðsett stutt frá Fjölbrauta-og
Grunnskóla.
Óska eftir einbýlishúsi á
grundaskólasvæðinu í
skiptum fyrir 4 herbergja
íbúð m/bílskúr
fastvestJs
Fasteignamiðlun Vesturiands ehf.
Kirkjubraut 40, 300 Akranes
Sími 431 4144 Bréfsími 431 4244
GSM 896 2497
Soffía S. Magnúsdóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali