Skessuhorn - 04.01.2006, Blaðsíða 15
MIÐ VIKU D AGUR 4. JANUAR 2006
15
SkaHagiímur og Snæfell
jöfin að stígum í deildiimi
í byrjun árs er staðan sú í Iceland
express deildinni í körfuknattleik
þannig að Snæfell, Skallagrímur, á-
samt IR eru jöfn að stigum, með 12
stig hvert lið. Oll liðin hafa unnið 6
leiki og tapað 5. A morgun,
fimmtudaginn 5. janúar munu
Skallagrímur og Snæfell spila
næstu leiki sína innan deildarinnar.
Þá mun Skallagrímur taka á móti
Njarðvík og Snæfellingar munu
sækja Hamar Selfossi heim. Eitt er
víst að hart verður barist nú þegar
hvert stig er mikilvægt til að liðið
haldi sér áffarn í toppbaráttunni.
Urslit síðustu leikja í Iceland Ex-
press deildinni eru þau að 29. des-
ember sl. vann Snæfell Þór Akur-
eyri naumlega með 74 stigum gegn
72. Skallagrímur vann einnig sigur
á Fjölni sama dag með 99 stigum
gegn 81 stigi. BG
----------T-----------------------
Gamlárshlaup IA ræst
með rakettu
Gamlárshlaup
IA tókst mjög
vel en það fór
eðli málsins
samkvæmt fram
á gamlársdag.
Agætt hlaupa-
veður var og
þátttakan var
góð. Ætla má
að um 120
manns hafi tekið
Vii ráslínuna.
Sturlaugur tmdrar íflugeldinum og rcesir hlaupið.
þátt, ungir sem aldnir.
Hlaupið var frá Akratorgi
og ræsti Sturlaugur Stur-
laugsson, formaður IA það
með óhefðbundnum hætti,
eða með því að skjóta upp
rakettu og við hvellinn var
hlaupið hafið. Gott framtak
að hlaupa út gamla árið.
MM
Enn á ferðinni
Jólasveinar eru enn á ferðinni
enda hverfa þeir ekki til sinna
heimkynna fyrr en á þrettándanum,
nk. föstudag. Þessi mynd var tekin
á aðfangadag jóla þegar sveinkarnir
gengu í hús í Ólafsvík og færðu
börnum jólagjafir. Eins og sést á
myndinni fengu þeir far með bíl frá
björgunarsveitinni Sæbjörgu þegar
þeir komu úr Olafsvíkurenni þar
sem þeir búa. I lok vikunnar hverfa
þeir svo úr mannheimum og fara til
síns heima til foreldrana sinna og
koma svo aftur að tæpu ári. PSJ
Kjör á íþróttamanni
Akraness
Kjör á íþróttamanni Akraness fyrir árið 2005
fer fram föstudaginn 6. janúar
(á þrettándanum). Athöfnin fer fram í
f íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum strax
að lokinni flugeldasýningu.
Bæjarbúar eru boðnir velkomnir á kjörið,
þiggja heitt kakó og léttar veitingar.
íþróttabandalag Akraness / www.ia.is
25 ára UMSB sundmet fellur
Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir,
12 ára bætti 25 ára gamalt UMSB
met í 400 m bringusundi á Gaml-
ársdagsmóti Skallagríms. Tími
hennar var 6:55,6 mín og setti hún
um leið met í meyja,- telpna og
stúlknaflokkum. Bætti hún fyrra
héraðsmet hressilega en það var
7:22,7 mín settárið 1980. Handhafi
þess var Steinunn Agústa Einars-
dóttir frá Neðri- Hrepp. Þórkatla
setti tvö UMSB aldursflokkamet í
sundi á jólamóti Ægis sem ffarn fór
í sundhöllinni í Laugardal 17. des-
ember sl. Þórkatla Dagný synti 50
m bringusund á 40,81 sek sem er
UMSB meyjamet (11-12 ára) og
einnig telpnamet (13-14 ára). Fyrra
meyjametið, 42,2 sek átti hún sjálf
frá því í vor. Handhafi telpnamets-
ins sem var 41,4 sek. var Sigríður
Dögg Auðunsdóttdr en það var sett
1986.
A Gamlársdagsmótinu bætti Jón
Ingi Sigurðsson, 10 ára, hnokkamet
UMSB í 400 m skriðstmdi er hann
synti á 7:07,4 mín. Fyrra met,
7:15,5 mín var sett 1983 en það átti
föðurbróðir hans Björn Haukur
Einarsson frá Neðri Hrepp. Jón
Ingi setti einnig hnokka-, sveina-
og drengjamet í 400 m bringusundi
er hann synti á 7:51,8 mín.
II
Þorrablót
Ungmennafélög, kvenfélög, starfsmannafélög, fyrirtæki,
kórar, saumaklúbbar, aðrir klúbbar og einstaklingar,
Pantið þorramatinn tímanlega
Við bjóðum gott verð fyrir hópa! Sími: 437 2345
Gleðilegt nýtt heilsuár
Nú er kominn tími til að huga að heilsunni. íþróttabandalag
Akraness býður uppá fjölbreytta möguleika til heilsuræktar
IA Trimm 2006
| íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum
Stundaskrá 2006
. • '••••;• ' ■ : > ’ -■ i 11 t 11 : , : •
Morguntrimm 06:30 - 07:30 Elsa og Hugi Morguntrimm 06:30 - 07:30 Elsa og Hugi Morguntrimm 06:30 - 07:30 Elsa og Hugi
BodyPump 11:55 - 13:00 Matti BodyPump 11:55 - 13:00 Mattl
Ltkamsrækt og teygjur 16:25 - 17:25 Ella Líkamsrækt og teygjur 16:25 - 17:25 Ella
W: Styrfcur og þol 17:30 - 18:30 ; Helga María BodyPump 17:30 - 18:45 Matti Styrkur og þol 17:30 -18:30 ju, BodyPump 17:30 - 18:45 Mattí
Spinnlng 17:30-18:30 Matti Spinning 18:30-19:30 Helga María Spinning 17:30 - 18:30
Paílabrennsla 18:30 - 19:30 Halldóra Paliabrennsia 18:30 - 19:45 Halldóra 18^45^ HS'.:45 Ýmsir þjálfarar
Fjölþjálfun 19:30 - 20:30 EHa Kartapúl /ala Slðkkviliðið 20:00 - 21:00 t m Fjölþjálfun 19:30 - 20:30 Ella Kariapúl /ala Slökkvilíðið 20:00 - 21:00 Ellý Laugardagur 10:00 - 11:15 BodyPump - Matti
íþróttahúsið Vesturgötu * Opinn tími: Greitt fyrir hvem stakan tí'rna eða með 10 tíma korti (ekki námskeið).
Body Combat 18:30 - 19:30 OPINN TÍMI* Dean Body Combat 18:30 - 19:30 OPINN TÍMI* Dean
Frí kynningarvika á ÍA Trímmi
Vikuna 9.-14. janúar verður frítt í alla ÍA Trimm tímana.
Komdu og prófaðu það sem í boði er.
Ný 8 vikna ÍA Trimm námskeið hefjast síðan 16. janúar og standa til 10 mars.
Hreyfing fyrir líkama og sái!
Morgunstund
gefur gull
í mund
Nú opnar íþróttamiðstöðin
Jaðarsbökkum kl: 06:15.
Tilvalið að hefja daginn á
því að fara í þrek og sund.
Ingólfur Ágúst leiðbeinir
í þreksal þriðjudags- og
fimmtudagsmorgna
frá kl. 06:30 - 09:00
og alla virka daga
frákl. 16:00-19:00.
Nánari upplýsingar í síma
895 1278 eða á www.ia.is