Skessuhorn - 27.09.2006, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 39. tbl. 9. árg. 27. september 2006 - Kr. 400 í lausasölu
Hann Jóhannes Eyleifsson, trillukarl á Leifa AK-2 á Akranesi prófaði í haust eftir 5 ára hlé að leggja nokkur lúðulóð á miðunum í ná-
grenni Akraness. Síðastlidinn sunnudag dró hann nokkrar lúður en eina vœnni en aðrar og reyndist hún 105 kíló þegar á vigtina var
komið. Jóhannes segist aðspurður hafa náð talsvert þyngri lúðu áður, eða um 150 kílóa spröku. „Ég var að draga á svipuðum slóðum síð-
ast daginn sem tvíburatumamir hrundu í Ncw York árið 2001, allir munajú hvarþeir voru þegarþau ósköp gengu yfir. “ Hann sagð-
ist reikna með aðfá þetta um 500 krónurfyrir kílóiðfyrir lúðuna á markaði. Hér erufrá hœgri; Jóhannes, lúðan og guttamir sem
daglega fylgjast með lífmu við höfnina. ' Ljósm. MM
Færslu lögheimilis í sumarhús
í Hvalfj arðarsveit hafiiað
Ný stjóm
meistara-
flokks ÍA
Stjórn Knattspyrnufélags IA
hefur ákveðið að gera breytingu
á skipan rekstrarstjórnar meist-
araflokks og 2. flokks félagsins.
Þeir Eiríkur Guðmundsson for-
maður, Vilhjálmur Birgisson,
Einar Viðarsson og Einar Guð-
leifsson hafa óskað eítir því að
vera leystir undan starfsskyldum
sínum og hefur stjórn félagsins
fallist á þá ósk þeirra. I ffam-
haldi af því hefur stjórn Knatt-
spyrnufélags IA skipað eftirtalda
aðila í nýja stjórn rekstrarfélags-
ins: Gísli Gíslason, formaður,
Orn Gunnarsson, varaformaður,
Alexander Eiríksson, Sigmund-
ur Amundason, gjaldkeri og
Magnús Daníel Brandsson. Að
auki hafa eftirtaldir verið skip-
aðir sem varafulltrúar í stjórn-
ina: Pétur Oðinsson, Sigþór Ei-
ríksson og Jóhannes Ólafsson.
MM
Sameining
yngri flokka á
Snæfellsnesi
Unnið hefur verið að samein-
ingu starfs yngri flokka í knatt-
spyrnu á Snæfellsnesi. Til stend-
ur að sameina alla yngri flokka
félaganna Víkings, Reynis,
Grundarfjarðar og Stykkishólms
í eitt félag. Ekki er búið að
ákveða nafh á liðið, en vinnu-
heitið er Snæfellsnes. Jónas
Gestur Jónasson, formaður
knattspyrnudeildar Víkings
Olafsvík, sagði í samtali við
Skessuhorn að vinnan væri á
lokastigi og líklega gengi sam-
einingin í gegn nú í október.
Hann telur þetta nauðsynlegt til
að byggja upp fyrir ffamtíðina
og telur ljóst að allir muni græða
á þessu. „Við höfum lent í því að
hafa kannski bara sex krakka í
einum árgangi og það sjá allir að
það gengur ekki. Þetta mun nýt-
ast öllum félögunum og nátt-
úrulega fyrst og ffemst krökk-
unum sjálfum," segir Jónas að
lokum. KÓP
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
hefur hafnað ósk um lögheimilis-
flutoing í sumarhús á þeim for-
sendum að húsið uppfylli ekki kröf-
ur byggingareglugerðar um íbúðar-
hús þar sem herbergi hússins séu of
lítil. Málið hafði áður komið til um-
ræðu í byggingamefnd sveitarfé-
lagsins. Sveitarstjóri Hvalfjarðar-
sveitar segir að með dómi Hæsta-
réttar hafi skipulagsvaldinu verið
kippt úr höndum sveitarfélaga.
Ljóst er að þessi umsókn er hluti
af stærra máli, en það hefur farið í
vöxt undanfarið að fólk sækir um að
fá að flytja lögheimili sitt í sumar-
hús sín. Sveitarfélög hafa staðið
gegn þessari þróurn þar sem um
skipulagða frístundabyggð er að
ræða en ekki íbúðarbyggð. Hæsti-
réttur felldi hins vegar dóm í fyrra
sem skyldaði Bláskógabyggð til
þess að veita íbúa lögheimili í sum-
arhúsi sínu. Þessi dómur var stefnu-
markandi og ljóst er að sveitarfélög
um allt land munu þurfa að eiga við
afleiðingar hans, því þetta mun
klárlega færast í aukana.
Einar Orn Thorlacius sveitar-
stjóri Hvalfjarðarsveitar sagði í
samtali við Skessuhorn að með
dómi Hæstaréttar hefði skipulags-
valdinu verið kippt úr höndum
sveitarfélaga. Þau hefðu rétt til þess
að skipuleggja hvar íbúðarbyggð
ætti að vera og hvar frístunda-
byggð. Geti menn flutt lögheimili
sín í sumarhús sé það hverjum í
sjálfsvald sett að ákveða hvað sé
íbúðabyggð og hvað ekki, með
þeim skyldum og kostoaði sem það
hefur í för með sér fyrir sveitarfé-
lögin. Einar sagði að þetta væri í
fyrsta sinn sem svona mál kæmi upp
hjá sveitarfélaginu en hann bjóst
eins við því að þeim gæti fjölgað.
„Ef við verðum neyddir til að
heimila þetta þýðir það að þjónusta
sveitarfélagsins getur ekki orðið
jafngóð og annarsstaðar, t.a.m.
hvað varðar snjómokstur. Við fögn-
um hverjum nýjum íbúa en þarna
er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð
þannig að þetta gengur ekki upp.“
Einar segir að vilji sé fyrir hendi
hjá sveitarfélögunum til að standa
gegn afleiðingum úrskurðar
Hæstaréttar. Hann telur að sveitar-
félög verði að standa saman og
virma í þessum málum og býst eins
við að þau verði rædd á landsþingi
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hvort það verði með því að knýja á
lagabreytingar eða einhver örmur
leið verður valin, er ekki vitað.
Fjölskyldan sem sækir tun lögheim-
ilisflutninginn býr nú þegar í hús-
inu og á barn sem gengur í Heiðar-
skóla. Ljóst er því að á einhvem
hátt verður að taka á búsetumálum
fjölskyldunnar.
-KÓP
Skemman var steinsteypt og er ónýt
eftir eldinn. Litlu mátti muna að
nœrliggjandi húsyrði eldinum að bráð
en slókkviliðsmönnum tókst að afstýra
því. Ljósm: BHS
Vélaskemma
brann á Þor-
gautsstöðum
Mikið tjón varð á mannvirki
og tækjum á bænum Þorgauts-
stöðum í Hvítársíðu þegar véla-
skemma brann þar aðfararnótt sl.
sunnudags. I skemmunni voru
m.a. tvær dráttarvélar, bíll, ný
sláttuvél og aðrar heyvinnuvélar
sem eyðilögðust. Rannsókn er
hafin á upptökum eldsins, en lík-
legt þykir að hann hafi komið
upp út ffá raffnagni. Tilkynnt var
tun eldinn um klukkan fjögur um
nóttina og fór Slökkvilið Borgar-
fjarðardala á staðinn. Einnig var
kallað effir tankbíl til aðstoðar ffá
slökkviliðinu í Borgamesi. Þegar
slökkvilið kom á staðinn var
skemman mikið bmnnin og var
ekkert við ráðið til að bjarga
henni. Litlu mátti muna að glæð-
ur frá eldinum næðu að læsa sér í
lítið timburhús sem stendur
vindmegin á við skemmuna, en
slökkviliðsmönnum tókst að af-
stýra því að það hús yrði eldinum
að bráð. MM
Skemman og innbú hennar var ónýtt
eftir eldinn.
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
IIIII IIIIII