Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 1
Verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar og er hátíðin haldin í nánu samstarfi og samráði við Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna heldur utan um alla þræði verkefnisins í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Ráðgert er að í aðdraganda hátíðarinnar fari fram fjölmargir hliðarviðburðir tengdir evrópskum kvikmyndum og kvikmyndagerð. Markmiðið er einnig að markaðssetja Ísland og Reykjavík sem áfangastað fyrir ferðamenn og tökustað fyrir kvikmyndir, kynna íslenska kvikmyndagerð og menningu og síðast en ekki síst að beina athyglinni að Hörpu sem glæsilegu viðburðahúsi á heimsmælikvarða. Um fullt starf er að ræða frá 1. ágúst 2019 út janúar 2021 en möguleiki á því að byrja í hálfu starfi fyrr. Helstu verkefni og ábyrgð Verkefnastjóri hefur heildarumsjón með undirbúningi Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Verkefnastjóri vinnur samkvæmt fyrirliggjandi verkefna- og fjárhagsáætlun og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn verkefnisins. Verkefnastjóri leiðir saman samstarfsaðila, heldur utan um samningagerð, aflar styrkja og gætir að því að ímynd verkefnisins sé í samræmi við þær áherslur sem fram hafa verið settar um markmið og tilgang verkefnisins Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Reynsla af því að skipuleggja og stýra viðamiklum verkefnum eða viðburðum. • Þekking og reynsla af menningarstarfi og markaðs- og kynningarmálum. • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi. • Góð reynsla af rekstri og samninga- og áætlanagerð. • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagsfærni. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna undir álagi og geta til að sinna mörgum verkefnum í einu. • Góð íslenskukunnátta er kostur og hæfni til þess að tjá sig á ensku í ræðu og riti skilyrði Umsóknarfrestur er til og með 12. maí. Umsóknir skulu sendar í gegnum vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar í tölvupósti arna.schram@reykjavik.is eða Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, í tölvupósti laufey@kvikmyndamidstod.is. Sölumaður á hjúkrunar og skurðstofuvörum. Rekstrarvörur óska eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki. Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á hjúkrunarvörum og skurðstofuvörum ásamt vinnu við útboð hjúkrunar og skurðstofuvara og fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks á vörum RV. Starfinu geta fylgt ferðalög innanlands.Leitað er að hjúkrunarfræðingi með þekkingu á skurðstofuvörum og/eða góða reynslu í heilbrigðisgeiranum. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum , geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera jákvæð/ur og með ríka þjónustulund. Vinnutími er sveigjanlegur en um er að ræða 50% starf. Leitað er að áhugasömum, ábyrgum og þjónustulunduðum aðila sem getur hafið störf fljótlega. Rekstrarvörur er reyklaus vinnustaður Umsjón með ráðningu er í höndum Sigurlaugar Þóru Kristjánsdóttur Mannauðsstjóra Rekstrarvara, umsóknir skulu sendar ásamt ferilskrá og kynningabréfi á sigurlaug@rv.is Umsóknarfrestur er til 10.05.2019        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Við mönnum stöðuna www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónu lega ráðgjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.