Morgunblaðið - 17.08.2019, Qupperneq 1
Aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar
Landsvirkjun hvetur
konur jafnt sem karla
til að sækja um starfið.
Sótt er um starfið hjá Hagvangi, nánari upplýsingar veitir
Katrín S. Óladóttir, (katrin@hagvangur.is). Umsóknarfrestur
er til og með 31. ágúst 2019.
Starf aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar er laust
til umsóknar. Þetta krefjandi starf felur í sér
einstakt tækifæri til að taka þátt í stjórnun og
framtíðarstefnumótun eins mikilvægasta inn-
viðafyrirtækis landsins.
Helstu verkefni:
• Stjórnun og rekstur, skv. nánari ákvörðun forstjóra
• Seta í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar
• Þátttaka og stjórn ýmissa innri umbótaverkefna
• Koma fram fyrir hönd Landsvirkjunar út á við
• Samskipti við opinbera stjórnsýslu
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Staðgengill forstjóra Landsvirkjunar
• Undirbúningur stjórnarfunda
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólagráða sem nýtist í starfi
• Meistaragráða nauðsynleg
• Víðtæk stjórnunarreynsla
• Leiðtogahæfileikar
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Lipurð í samskiptum og hæfni til sjálfstæðra
og skipulagðra vinnubragða
www.landsvirkjun.is
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391