Morgunblaðið - 17.08.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Blikksmíði ehf.
óskar eftir blikksmiðum eða vönum
mönnum í blikksmíðavinnu, einnig aðstoðar-
mönnum.
Upplýsingar í síma 893 4640 eða á
blikksmidi@simnet.is
FJARÐABYGGÐ
fjardabyggd.is
Sviðsstjóri
fjölskyldusviðs
Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð auglýsir starf sviðsstjóra
fjölskyldusviðs laust til umsóknar.
Starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs er nýtt starf í stjórnkerfi
Fjarðabyggðar og heyrir það undir bæjarstjóra. Sviðsstjóri
er yfirmaður fjölskyldusviðs og ber hann stjórnunarlega
ábyrgð á málaflokkum sviðsins. Í starfinu felst þróun
starfsemi sviðsins með framtíðarsýn bæjaryfirvalda að
leiðarljósi þar sem málefni fjölskyldunnar eru í forgrunni.
Leitað er að dugmiklum einstaklingi með mikinn áhuga og
reynslu af stjórnun og teymisstarfi. Viðkomandi þarf að búa
yfir mikilli hæfni til að leiða breytingar, skipuleggja og virkja
samstarfsmenn til samráðs og samvinnu um málefni
fjölskyldunnar með það að markmiði að áherslur
fjölskyldustefnu sveitarfélagsins nái fram að ganga.
Helstu verkefni:
• Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir starfið m.a.
félagsmála, fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála.
• Ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu,
skóla- og íþróttastarfs.
• Þróun öflugs stjórnendateymis innan sviðsins.
• Þróun markmiða, mælikvarða og verkferla sem styðja við sýn
og stefnu sveitarfélagsins.
• Að byggja upp heildstæða samhæfða þjónustu við
fjölskyldur.
• Að auka samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á
málaflokka.
• Að koma á og efla sérfræðiþjónustu innan sviðsins og
tryggja tengingu hennar þvert á málaflokka.
• Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja
samfélagið í Fjarðabyggð
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun.
• Meistaragráða er æskileg.
• Haldgóð þekking og reynsla á rekstri, teymisvinnu stjórnun
og stefnumótun.
• Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar-og
fjárhagsáætlana.
• Þekking á helstu upplýsingakerfum.
• Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
• Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja
fram mál í ræðu og riti.
• Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur.
Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfi
sveitarfélagsins. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og
þverfaglega vinnu. Launakjör eru samkvæmt launakerfi
sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu. Konur jafnt sem karlar eru
hvattar til að sækja um stöðuna.
Allar frekari upplýsingar veitir Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í síma 470 9000 eða á
netfanginu karl.petursson@fjardabyggd.is.
Umsóknarfrestur er til og með 2. 2019 og
æskilegt að viðkomandi geti hafið störf
Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar á
slóðinni starf.fjardabyggd.is.
F
Mj
Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiða Óskarsdóttir, forstöðumaður, í netfanginu heida@vordur.is
VERKEFNASTJÓRI Á VERKEFNASTOFU
Starfssvið:
• Verkefnastýring umbreytingaverkefna
• Undirbúningur, skilgreining og skipulagning verkefna
• Greiningarvinna og upplýsingagjöf
• Handleiðsla verkefnateyma
• Tryggja framgang og árangur verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
• Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Reynsla af verkefnastjórnun, reynsla af stýringu stafrænna
verkefna með AGILE-nálgun er kostur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem MPM,
viðskipta- eða verkfræði
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Skipulögð og vandvirk vinnubrögð ásamt hæfni
til að vinna undir álagi
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
• Góð tök á tölulegum útreikningum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði
heilbrigðis- eða félagsvísinda
TJÓNAFULLTRÚI Í SJÚKRA- OG SLYSATJÓNUM/PERSÓNUTJÓNUM
Starfssvið:
• Almenn vinnsla mála er varða persónutjón
• Yfirlestur og úrvinnsla læknisfræðilegra gagna
• Ákvörðun bótaskyldu og uppgjör tjónamála
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini, heilbrigðis-
stofnanir og aðra hagsmunaaðila
Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 100 starfsmenn og 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Félagið býður upp á
nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur,
samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju.
Vörður er Fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Við leitum
að liðsauka
Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.
Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu félagsins vordur.is
Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi R. Helgason, forstöðumaður, í netfanginu helgih@vordur.is
1. vélstjóri
óskast á Ottó N. Þorláksson VE.
Vélastærð 1619 kW.
Skipið stundar bolfiskveiðar og er gert
út frá Vestmannaeyjum.
Upplýsingar gefur Eyþór Harðarson í
síma 861 2287. Umsókn skal senda á
eh@isfelag.is
Vélavörður/vélstjóri
Vélavörður óskast á Jón á Hofi ÁR 42 sem
gerður er út á humartroll og fiskitroll.
Stærð aðalvélar er 729 kW.
Fyrirspurnir og umsóknir á netfangið
jonpall@rammi.is eða í síma 8991785
capacent.is
Ráðgjafar okkar búa