Jólatíðindin - 01.12.1931, Page 3
JóLATfÐINDIN
3
»J ólatíbi,ndin« koma nú út í
annað sinn, eftir nokkurra ára hvíld.
Að þessu sinni eru þau minni og fátæk-
legri en áður; veldur því krepan og
þeir örðugleikar sem steðja að versl-
unar og viðskiftalífi þjóðarinnar. Batni
ástæðurnar á næsta ári, vonast þau
eftir að geta teygt úr sér um næstu jól.
Skrabutlýst jólatré verður að þessu
sinni, eins og undanfarin ár, sett upp
við götur bæjarins og þar hjá settur
söfnunarbaukur, þar sem vér vonumst
eftir að bæjarbúar leggi í skerf sinn
til jólaglaðnings Hjálpræðishersins fyr-
ir börn og gamalmenni. Auk jólahátíð-
anna vildum vér gjarnan, ef tekjurnar
leyfa það, úthluta einhverju af kolum
og matvöru til fátæks fólks; því þó al-
ment sé álitið að það sé engin neyð hér
í bænum, þá höfum vér komist að því,
að það er mikil fátækt meðal margra,
og myndu þvílíkar gjafir verða vel
þegnar og verða til þess að skapa jóla-
gleði í mörgu fátæku heimili.
Fötwn, nýjum og notuðum veitum
vér viðtöku til úthlutunar, ef einhverj-
ir væru sem vildu fela oss það á hend-
ur. Allt, sem oss er afhent í þessu
augnamiði skulum vér sjá um að kom-
ist þangað, sem þörfin er fyrir það.
Eg vil vekja athygli almennings á
því, að ég hefi til sölu Unga hermann-
ihn fyrir árin 1929 og 1930, innhefta
árganga, og kosta þeir aðeins eina
krónu. Betri né ódýrari jólagjöf, handa
börnum, er tæplega hægt að fá.
J'ólasamkomumar eru auglýstar á
öðrum stað hér í blaðinu og ætti aug-
lýsingin að vera góður leiðarvísir fyrir
þá, sem vilja sækja samkomurnar. Vér
myndum verða þakklát fyrir það ef
lesendur blaðsins gæfu oss upplýsingar
um gamalmenni, sem sótt gætu gamal-
mennajólatréð, svo engin gamalmenni
þurfi að verða af þeirri ánægju, sem
það veitir.
Jólablað Herópsins kemur út í sömu
stærð og tvö síðastliðin ár og með sama
verði. Eg vona að bæjarbúar kaupi
þetta snotra og góða jólahefti, og létti
á þann hátt hinar fjárhagslegu byrðar,
sem á oss hvíla, og auki jólagleði sína.
Gleðileg jól, auðug af blessun Drott-
ins, óska ég yður í Jesú nafni.
Gestur J. Árskóg.
Ensain.
Hljóða nótt,
heilaga nótt.
Alt er rótt,
heilagt, hljótt.
Helgaðu, blessaðu sjerhverja sál,
Söng vorn og bænir og lofgjörðarmál.
Guð, gef oss gleðileg jól. :,:
V. Snævnrr.
Sími 178.
Sími 178.
Til iölanna: ~9n
Kaffi,
Export,
Molasykur,
Strausykur,
Kokosmjöl,
Sukkat.
Hveiti,
Rúsínur,
Sveskjur,
Gerduft,
Hjartarsalt,
Kartöflumjöl.
Súkkulaði,
Ávextir í dósum,
Epli,
Appelsínur,
Allskonar krydd.
Fjölbreytt jólatrésskraut og jólatré með næsta skipi.
Fljót afgreiðsla.
Sanngjarnt verð.
Verslunin ODDEYRI.
Sími 178.
Sími 178.
Til bökunar, alt sem
með þarf. Kaffi og
sykur fæst hvergi ódýr-
ara. Kerti, smá og stór.
Leikföng og margar
hentugar jólagjafir. —
Pað mun borga sig
best að gjörainnkaupin
í VERSL. ESJA.
Swan pennar
eru allra lindarpenna beztir, enda
er ábyrgð á þeim. Ef þeir bila, þá
sendir seljandi þá verksmiðjunni
til viðgerðar.
Bókav. Porst. M Jónssonar.
Til athugunar.
Hefi fyrirliggjandi: Leðurbúss-
ur, sjóstígvél og götustígvél.
Sólningar og aðrar aðgerðir
við leður- og gúmmískófatnað
fljótt og vel af hendi leystar.
Gott efni. Sanngjarnt verð.
J. M. Jónatansson
skósmiður.
Dívana vinnustofa
Jakobs Einarssonar & Co.
Brekkugötu 3. Sími 242.
Akureyri,
notar að-
eins gott
45 efni og býr TT
C/) <D þar af leið-
JU andi til að- TT PJ
cd o einsl.flokks Q*
vörur. n
c Minnist H
a) XO þess þegar Q*
þér þurfið o.
‘5. að fá yður: Q.
3 cð Dívana, —t
fjaðradýn- c/> •
ur o. fl. af
FJAÐRAHÚSG0GNUM.
1 Komið og skoðið áður 1
en þér festið kaup
annarsstaðar.
JOLAKORT
5 aura, 10 aura og 15 aura.
Afarmikið úrval.
Bókav. Pnrsleins l Jónssonar.
Kvœðasafn Daviðs jóíaSpn.