Smári - 01.02.1927, Síða 2

Smári - 01.02.1927, Síða 2
2 SMAR! nú að kefja munaðarþrána eða full- nægja henni? Langsamlega mestur hluti manna hefir svo öldum skiftir krafist þess, að sjer leyfðist að full- nægja munaðarþrá sinni, og þá helst í áfengam drykkjum, sem gjörðir voru af mannahöndum, en eigi af guði skapaðir. Menn drukku og drukku. En hverjar eru afleiðingarnar? Hvað segir reynslan og vísindin ? Takið nú eftir. Svör þeirra eru eitthvað á þessa leið : Öll gæði áfengisins eru sjón- hverfingar einar. Nýjustu rannsóknir sanna, að aldrei geti annað af vín- nautn leitt, en andlega og líkamlega veiklun, jafnvel þótt í hófi sje drukk- ið. Sjerstaklega fái þó vínnautnin á hina æðri andlegu hæfileika manns- ins, eins og sjálfsþekkingu, stillingu, skynsemi og hógværð. Dæmin sjeu deginum ijósari. Menn verði viti sínu fjær, drýgi glæpi, berjist og úthelli ókvæðisorðum. í stuttu máli: Vín- nautnin spillir manninum. En reynsla og vísindi hafa meira að segja um sjónhverfingar áfengis- ins: Áfengið lamar, altjend í bili, ýmsar heilafrumur neytenda sinna, svo að þeim finst sjer aukast þrótt- ur og fjör við vínnautn. En reynslan sannar hið gagnstæða. — Áfengið svæfir sorg og sult, áhyggjur og sam- viskubit, með því að lama og veikla líkams og sálarþróttinn. Það kœlir raunverulega líkamann, nema ef væri rjett í bili, þó að mönnum finnist af framangreindum orsökum það hita sjer. Af þessu leiðir, að áfengið freistar manna meira en nokkur önnur munaðarvara og knýr eins og ósjálfrátt til endurtekinnar og aukinn- ar nautnar, eða til ofdrykkju. Á hverju ári verða fleiri eða færri ofdrykkju- fýsninni að bráð. En samt ryður nú á tímum sú skoðun sjer altaf meira og meira til rúms, að áfengið sje mannkyninu skaðlegast alls munað- ar. Þá skoðun styðja reynsla og vís- indi. Þá skoðun hyilir Qóðtemplara- reglan og vill sannfæra allan heiminn um rjettieika hennar. Reglan getur vel játað því, að munaðarþrá manna beri að fullnægja innan vissra tak- marka, en aldrei þó með víni. — „Nú horn og glas ei hreyfum vjer, þótt hefðum fyr þann sið; — þeini heljardrykk vort heróp er þín hönd ei snerti við“. Barnasíúkurnar á Austfjörðum. I. Vorperla nr. 64 'Á Norðfiröi. Hana stofnaði br. Sigdór V. Brekkan kennari hinn 11. júní 1922. Voru stofnendur rúml. 30. Þessi eru helstu atriðin úr ársskýrslu gæsiumanns 1. febr. 1927: LFjelagar, eldri og yngri, 87. Fjölg- að á árinu um 16. Verndarstúka: Nýja Öldin nr. 65. 2. Eignir aukist um nái. 100 kr. 3. Reglulegir stúkufundir 12 á árinu. Auk þess 2 opinber skemtikvöld með leiksýningu, söng og upplestri barnanna sjáifra; 1 afmælisfundur; 7 knattspyrnuæfingar fyrir drengi og um 40 nefndarfundir. 4. Helstu hagnefndaratriðin: Upplestur (18); sögur sagðar (6); erindi flutt (5); stutt ávörp (4); Júddi og Pilli (dvergar) tala um stúkumál; „Niku- lás“ og 2 jólasveinar í póstferð (818 brjef). 5. Ný störf: Undirbúningur leiksýning- ar tii ágóða fyrir sjóð stúkunnar. Ennfremur að koma skipulagi á knattspyrnuflokk innan stúkunnar. — Gæslumaður stúkunnar er Vald. V. Snævarr.

x

Smári

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.