Fréttablaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 36
EF ÉG HEF SAGT NEI TÍU SINN- UM, ÞÝÐIR EKKI AÐ MIG LANGI TIL ÞESS EF ÉG GEFST UPP Á ÞÉR Í ELLEFTA SKIPTI. Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stíga-móta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisof beldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn of beldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í of beldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af of beldis samböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“ Makar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í sam- skiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem of beldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálf krafa einhvern Gestir opnunarathafnarinnar kunnu að meta veitingarnar.Við opnunarathöfnina voru viðstödd femínistafélög úr átta framhaldsskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sólborg sagðist hafa fengið gríðarlega margar sögu af ofbeldissamböndum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærast- anum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“ bjork@frettabladid.is Suðað samþykki er ekki samþykki Átakinu Sjúkást var hrint af stað í annað sinn við athöfn í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla í gær. Sólborg Guðbrandsdóttir var ein þeirra sem héldu tölu þar. 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.