Hlynur - 15.12.1952, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.12.1952, Blaðsíða 2
Starfsmannafclag S.Í.S. á skála cinn uppi í Mosfellssveit, á stað þeim er hcitir í Skammadal. Er þetta myndarlegasta hús: fjögur svefnhcrbcrgi, stór setustofa og eld- hús auk ganga og snyrtiklefa. Er þessa getið hér starfsmönnum til ámœgju og fróðleiks. Þessi síðasta setning cr ekki sögð af kerskni eða itlkvittni, heldur vegna þess, að það hcfur þmfaldlega komið í Ijós, að fólk hefur starfað hcr mánuðum saman, án þess að vita, að skádinn er til. Má því vera, að það sannist enn á nokkrum starfsmönn- um við lesttir þessara lína, að margur er ríkari en hann hyggur. „Fyrr var öldin önnur, er Gaukur bjó i Stöng,“ og sú var tíðin, að „skálamálið“ svonefnda var helzta mádið á stefnuskrá Starfsmannafclagsins. Fyrir dngnað og at- orku starfsmanna var þettá mál borið fram til sigurs, og um nokkurt skeið var skálinn mikið notaður. „Þái var ei til Steinastaða leiðin löng,“ og þá urðu margir til að skreppa upp í Skammadal. Allur áhugi starfsmanna fyrir skálanum virðist nú rokinn úf í veður og vind, og fátt er um mannaferðir í Skammadal. — Munu flestir játa að brýna nauðsyn beri tit að ráða hið bráðasta bót á þessu ástandi. Þess vegna er nú ,.skálamálið“ enn á dag- skrá hjá Starfsmannafélaginu, cnda þótt með nokkuð öðrum hœtti sé cn fyrr. Blaðið leitaði til fjögurra starfsmanna og spurði, hvaða ráð þeir teldu vœntegust til að greiða fram úr þessum vanda. Fara svör þeirra hér á eftir: Björn Guðmundsson (Gcfjun—Iðunn): Það er erfitt fvrir þann. seni ekki hefur kynnst öllum staftháttum að svara þessari spurningii svo að gagn sé í. A ]>eim stað, sem Starfsmannafélagið á skála sinn er mér sagt að jarðhita sé að finna en slíkt felur í sér émeitanlega marga möguleika, el' góð- ur vilji er fyrir hendi og að það hefði ekki kostnað í för með sér, sem okkar samtök- væri ofvaxið að ráða við. Væri ekki athug- andi hvort að ekki væri hægt að koma þarna upp nokkurs konar baðstað þar sem væri bidði gufubað og sundlaug, og væri það okkur hin bezta heilsulind, ungum sem gömlum. Auðvitað mælti prýða þennan stað með t. d. Alaska-ösp, sem verður allt að (>—S m há á S—10 árum. Með góðri samvinnu gætum við reist okkur ]>arna minnisvarða. sem gæti orðið okkur til sóma um ókomin ár. Björn Guðmundsson (Verðlagning): Ég hef alltal' verið því hlyntur. að skál- anum væri við haldið, þar sem hann er nú. Þegar hefur all miklu fé verið varið til að vinna landið umhverfis hann, og má segja, að ]>ví sé kastað á glæ, meðan ekki er meira að gert. T. d. þyrfti að sá í landið, ræsa fram og gera grasvöll, ]>ar sem iðka mætti tennis, handknattleik o. s. frv. Hita- veituæð liggur rétt hjá skálanum, og tel ég, að við verðum að stefna að því að fá heitt vatn í skálann. Skíðaland er ekki gott í Skammadal eða umhverli, nema ]>egar mikil snjóalög eru. Tel ég ]>ví, að starfræksla skálans verði fyrst og fremst að miðast við sumarmán- uðina. Hiifuðskilyrðið er ]>ó, að umhverfi skálans verði bætt, og til þess að svo geti orðið verðum við að vinna hörðum hönd- um. — En sé ekkert gert, þá er tilgangs- laust að eiga skálann. Ilelga Karlsdóttir (gjaldkeri): Ilali starfsmenn engan áhuga fyrir skál- anuni. er tilgangslaust að eiga hann. Einu sinni virtust menn ]>ó hafa gaman af að bregða sér uppeftir, og var ]>á farið nokkr- um sinnum á sumri. Fyrir kom líka, að far- ið var að vetrarlagi uppeftir. Nú hefur ekk- ert verið dyttað að skálanum um langt skeið; tæplega hugsað um nauðsynlegt við- hald. Þetta verður að breytast, eigi skálinn nokkra framtíð fyrir sér. Áður fyrr, þegar hópurinn var smærri, var auðveldara að halda áhuga starfsmanna vakandi. Á síð- ustu árum hefur starfsmönnum fjölgað gíf- urlega. sem kunnugt er, og nú hlýtur það að vera hlutverk þeirra ungu í okkar hópi að sjá þessu máli borgið. Þórir Tryggvason (Samvinnutryggingar): Áhugi starfsmanna fyrir skálanum virðist dofna með ári hverju, og mun ekki ofsagt, að ]>eir. sem eru í stjórn starfsmannafélags- ins og skálanefnd, séu þeir einu, sem ekki er alveg nákvæmlega sama, hvað um hann verður, enda nýkosnir. Mikill fjöldi starfsmanna hefur ekki séð skálann, og margir vita jafnvel ekki, að hann er til, og skil eg ekki, að þeir geri sér rellu út af þ\ í. hvað við hann verður gert. Eg hefi einu sinni komið í skálann, og satl að segja varð ég lítið hrifinn. nema þá helzt fyrir ]>að. hve afleitan stað bygging- armeisturunum hafði tekist að finna. og eftir þá heimsókn hefði ég alveg óhikað greitt atkvæði með að selja hann. Mér fannst hann ekki nothæfur sem skíðaskáli, ]>ar sem þarna er yfirleitt snjó- létt, og ennfremur of langt í sæmilegar skíðabrekkur. Ekki fannst mér hann Iieldur hentugur fyrir starfsmenn til að koma saman að sumrinu, þar sem svæðið umhverfis Iiann var ]>annig. að hverjum einstökum var hentugast að hreyfa sig sem minnst. Skoðun mín verður ]>\ í sú, að selja beri skálann, ef nokkur fæst til að kaupa, og bvggja síðan myndarlegt sumarhús*^í land- areign S.I.S. við Hreðavatn. Slíkt er auðvitað ekki hægt nema með mikilli sjálfboðavinnu, ]>ar sem skálaverðið myndi sennilega hrökkva skammt, en mín skoðun er sn, að starfsmenn myndu fúsir til að vinna eina og eina lielgi við skála, sem þarna yrði staðsettur. Hlynur þakkar Starfmsiinnum Sambandsins var nýlega gefinn kostur á að gera til- | Iögnr um nafn á blaði sínu. Konm fram hugmyndir um nærfellt fjiiru- i tíu nöfn og var engan vcginn vanda- laust ]>ar um að velja. i Hlynur þakkar öllum ]>eim. er ! gerðu sér ómak í ]>essu efni. sér- 1 staklega ]>ó nafngjafa sínum. Lúð- i víki Hjaltasyni, leikara og starfs- 1 ínanni í fjármáladeild Sambandsins. Svo Iengi, sem ]>eir lifa báðir. heitir Hlynur ]>\ í að fara jafnan í upphafi hverrar ferðar sjálfur á vit Lúðvíks i, og sækja sér fararheill. —-—-

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.