Heimsmynd - 01.05.1986, Side 7
SPÁNN í NATO — Guðbergur Bergsson rithöf-
undur fjallar m.a. um að það verði æ tíðara í
stjórnmálum samtímans að stjórnmálamenn
noti almennar kosningar til að koma fram
einkahagsmunum sínum.
SHOWTIME — Hann sveiflar sér kæruleysislega
niður stigann og undir sviðið i kjól og hvítu,
kastar kveðju á hópinn, svo lágvær að það heyr-
ist varla í honum undir kliðnum frá fullum sal
matargesta. íslenskan á ekki orð yfir þetta fyrir-
bæri, show, sem Hallgrímur Thorsteinsson fjall-
ar um hér.
MYNDLIST í NEW YORK - og París. HEIMS-
MYND heimsækir tvo unga myndlistarmenn,
Brynhildi Þorgeirsdóttur í New York og Halldór
Ásgeirsson í París. Halldór varð nýlega þess
heiðurs aðnjótandi að myndskreyta forsíðu
fyrsta tölublaðs samnorræna listatímaritsins
SIKSI.
HRYÐJUVERK — Hver var þjóðarviljinn í Rúss-
landi á síðustu öld? Og hverjir voru Sikarnir á
fyrstu öld eftir Krist? Hvað átti Baader Meinhof
hreyfingin sameiginlegt með Pattie Hearst?
Hver er munurinn á hryðjuverkum nú og fyrir
einni öld? Hverju áorkar ofbeldi?
FERILL, FRAMI — og vonbrigði? Það er spurn-
ing? Og það eru jafnframt fleiri spurningar, sem
Erlendur Einarsson svarar í athyglisverðu við-
tali. Hann hefur verið í hópi valdamestu manna
á íslandi í rúma þrjá áratugi, forstjóri stærsta fyr-
irtækis á landinu, og lætur nú bráðlega af störf-
um.
MATUR — Sigrún Davíðsdóttir fjallar um matar-
gerð á helstu ferðaslóðum íslendinga erlendis.
Nú gengur sumarleyfistíminn í garð. Fólk heim-
sækir Frakkland, Spán og Italíu auk annarra
staða. Hví ekki að kynna sér það besta sem
þessi lönd hafa upp á að bjóða í matargerð.
FÁTÆKT OG HEILBRIGÐI - Það er dýrt að vera
fátækur, en er það líka óhollt? spyr Helgi Skúli
Kjartansson í athyglisverðri umfjöllun um sam-
band fátæktar og heilsufars fólks. Rætt er við
einstaklinga, sem búa við örbyrgð.
ATHYGLISVERÐUSTU PÖRIN Á ÍSLANDI -
hálft í gamni og hálft í alvöru ræðir HEIMS-
MYND við athyglisverð pör úr heimi lista,
stjórnmála, fjölmiðla og vísinda. Hvað segja þau
um hjónabandið eða sambúðina? Hvernig hefur
þeim tekist að spjara sig saman í einkalífi og
sviðsljósi?
TÍSKAN í PARÍS — tvö orð sem ríma. Nema í
þetta sinn er það íslensk tíska í París. Arnarflug
heldur uppi reglubundnum ferðum til háborgar
tískunnar. HEIMSMYND sendi starfslið sitt og
ljósmyndara þangað, til að festa íslenska sumar-
tísku á filmu.
10 83 115
ALÞJÖÐAMÁL BÓKMENNTIR TÍSKA
36 90 131
efnahagsmál MYNDLIST FÓLK
40 105 132
MANNLÍF MATUR KVIKMYNDIR
HEIMSMYND 7