Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1986, Page 68
Winnipeg 1972, Master Degree Business
Administration frá sama skóla 1976. Starf-
aði á Skattstofu Vestfjarða á ísafirði 1966-
67. Hjá Samvinnutryggingum 1968-69 og
aftur 1972. AVCO Financial Services í
Winnipeg 1972-73. Hjá tölvufyrirtækinu
Husation Farm 1975. Hefur frá 1976 rekið
eigið tölvufyrirtæki G. Palmason Pantiry
and Decorating. Félagi í skákklúbb í Winni-
peg og tekið þátt í knattspyrnu við Univer-
sity of Manitoba.
Guðmundur Karl Stefánsson. Sat SVS
1938-40. F. 28.7.1919 að Hóli á Stöðvarfirði,
uppalinn á Stöðvarfirði. For.: Stefán Carls-
son, f. 15.9.1895 á Stöðvarfirði, bóndi ogjafn-
framt lengi verslunarmaður hjá Kf. Stöðfirð-
inga, d. 28.2.1974, og Nanna Guðmundsdótt-
ir, f.28.7.1897 á Þinganesi í Nesjahreppi,
Hornafirði, húsmóðir, d.28.8.1985. Maki
9.1.1951: Maggý Jórunn Ársælsdóttir, f.
9.4.1927 í Vesturhúsum í Vestmannaeyjum,
var við verslunarstörf hjá Andrési Andrés-
syni í Reykjavík til 1951, síðan húsmóðir.
Börn: Hannes, f. 7.5.1952, viðskiptafræð-
ingur, maki: Ingibjörg Halldórsdóttir, Magn-
ús, f.l 1.12.1954, tæknifræðingur, maki: Elín
Jóna Þórsdóttir, Nanna, f. 13.1.1965, við
nám. - Stundaði nám í gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Var við ýmis störf fram til
1950, m.a. lögregluþjónn á Reyðarfirði á
stríðsárunum. Réðst til Þjóðleikhússins 1950
og starfaði þar til 1981. Hefur síðan starfað
hjá Blindrafélaginu. Hefur síðustu ár tekið
þátt í starfi Blindrafélagsins.
64