Vesturbæjarblaðið - okt. 2019, Síða 4
Magnús Skúlason arkitekt spjallar við Vestur bæjarblaðið að þessu sinni. M a g n ú s h e f u r
sterk ar skoðanir á byggingum og
borgarumhverfi og hefur staðið
vörð um menningararfleifð og
hlúð að gæðum í borgarlands
laginu í áratugi. Þá hefur hann
einnig gagnrýnt ýmislegt sem
hefur verið gert í uppbygginga
málum og skipulagsmálum í
Reykjavík. Oftar en ekki hefur
aðhald og gagnrýni snúið að
því hversu hátt byggingar hafa
risið. Húsvernd og byggðamynst
ur hafa lengi verið Magnúsi
hugleikin. Hann var einn af
þeim sem stóð að stofnun Torfu
samtakanna og endurreisn Bern
höftstorfunnar þegar til stóð að
rífa húsalengjuna við Lækjar
götu og rýma til fyrir nýjum
hábygg ingum. Bernhöftstorfan
stendur enn í dag en önnur hús
sem Torfu samtökin reyndu að fá
skipulagsyfirvöld til að hætta við
að rífa á þessum tíma eins og til
dæmis Fjalakötturinn er horfinn.
Magnús var einn af einn af stofn
endum Íbúasamtaka Vestur bæjar
árið 1977 og varð síðar fyrsti for
maður íbúasamtaka Miðborgar
innar 2008. Hann átti sæti í
bygg ingarnefnd Reykja víkur árin
1974 til 1988 og var formaður
árin 1979 til 1982. Hann sat
einnig í umferðarnefnd Reykja
víkur árin 1986 til 1990.
„Þótt ég búi nú í miðborginni er
ég rakinn Vesturbæingur. Fæddur
1937 og uppalinn á Bakka stíg 1 í
húsi sem fósturafi minn byggði
árið 1919. Sigvaldi Thordarson
arkitekt teiknaði viðbyggingu við
húsið 1952 og ég bætti síðan við
byggingu við suðurgafl þess um
1980. Það var nú fyrst og fremst
til að setja svalir út frá rishæðinni.
Húsið hefur verið í eigu fjölskyld
unnar alla tíð síðan og tvö börn
mín af fjórum eiga húsið í dag.“
Magnús segir leiksvæði bernsku
sinnar hafa verið ásamt götunni
sjálfri Héðinsplanið og Danílels
slippurinn og umhverfið við
sjóinn. „Margt var öðruvísi
í þá daga og borgir eru eins
og lífverur sem mótast með
tímunum, en segjast verður eins
og er að mér finnst ekki allt til
bóta. Oft er eins og halli á gæði
hönnunarinnar, manneskjan sjálf
týnist. Í gamla daga var líka oft
mikil natni lögð í handverkið og
stundum voru almenningsrými
og byggingar kannski hugsaðar af
meiri stórhug“.
Hjólaði í Melaskólann
Magnús gekk í Melaskólann
eða réttara sagt hjólaði þangað.
„Ég eignast reiðhjól þegar
ég var tíu ára svo ég gat því
hjólað í skólann. Svo gekk
ég í Gagnfræðaskólann við
Hringbraut sem var fyrirrennari
Hagaskóla, en landsprófi lauk
ég í gamla Stýrimannaskólanum
þar sem var Gaggó Vest. Síðar
var þar til húsa nýstofnaður
Vesturbæjarskóli. Mér kemur í
hug að síðar þegar ég var búinn að
stofna fjölskyldu og eignast börn
vorum við að skoða hugmyndir
af nýjum skóla í Vesturbænum
– Vesturbæjarskólanum því ég
var formaður foreldrafélags á
þeim tíma. Sá skóli náði þó ekki
mínum börnum sem komin voru
af aldri þegar fyrsti hluti hans var
tekinn í notkun en afabörnin hafa
verið það og eru sum enn þar. Að
landsprófi loknu lá leiðin í MR.
Þaðan fór ég fyrst til Skotlands en
fljótlega til Englands. Ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á umhverfinu í
kringum mig og einn hluti þess er
byggingalist. Arkitektinn var farinn
að blunda í mér en ekkert nám
var í boði hér á landi í arkitektúr.
Ég stundaði nám við Strathclyde
University í Glasgow 1961 til 1962
en lauk prófi frá Oxford School of
Architecture í Englandi 1968.“
Stofnuðum Torfusamtökin
Áhugi Magnúsar á húsvernd
hófst snemma. „Já upphafið að
verndun húsa kemur að einhverju
leyti frá námsárum mínum í
Englandi. Þar er mikið af gömlum
húsum sem móta umhverfið.
Sjálfur bjó ég síðasta árið mitt í
400 ára gömlum Tudor cottage.
Á þessum tíma voru að verða til
hreyfingar um húsvernd og breytt
skipulag borga bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum og ekki má gleyma
bókinni Livet mellem husene eftir
danska arkitektinn Jan Gehl sem
kom út 1971 og varð nánast okkar
biblía. En sú bók kom einmitt
loksins út á íslensku í fyrra sem
minnir okkur á að skilaboðin og
erindið eiga ennþá við. Svo hafði
auðvitað bernskuumhverfið áhrif,
öll bárujárnsklæddu timburhúsin
sem ég ólst upp á meðal.
Á þessum tíma var ætlun
yfirvalda að rífa Bernhöftstorfuna
elstu götumynd borgarinnar sem
var þá í mikilli niðurníðslu og
talin nánast ónýt en þar átti að
byggja stærðar stjórnarráðshús.
Þá tókum við okkur til hópur
fólks með áhuga á húsvernd og
stofnuðum Torfusamtökin en
fyrsti formaður samtakanna
var Guðrún Jónsdóttir arkitekt.
Á stofnfundinum flutti Megas
kvæði sitt við eigin undirleik
sem byrjaði svona:
Óli með ýturnar
afmá vill spýturnar
danskar fúnar og ljótar.
Eitt fyrsta verk okkar var að
mála framhlið allra húsanna.
Litina valdi Magnús Tómasson
myndlistarmaður sem stjórnaði
aðgerðum. Þetta var heilmikil
aksjón á fögrum laugardegi að
vori. Lögreglan var í vafa um
hvernig bregðast átti við en lét
okkur í friði. Framhald þess máls
þekkja allir. Hætt var við að rífa
Torfubygginarnar, þær friðaðar,
hafist handa við endurbyggingu
þeirra og viðgerðir og þeim fengið
hlutverk. Ég held að engum hafi
komið til hugar á síðari árum að
ráðast í nýbyggingar á þessum
stað.“ Við héldum þá að við
hefðum unnið stórsigur, að
niðurrifi húsa yrði hætt en ballið
var bara að byrja og stendur enn.
Þótt skilningur á varðveislu húsa
hafi stóraukist eru enn öfl sem
meta byggingararfleifðina lítils.
Það eru helst peningaöflin.“
30 kílómetra götur
og hraðahindranir
Svo stiklað sér á stóru í starf
sævi Magnúsar þá rak hann eigin
teiknistofu í Reykjavík 1968 til
1970. Starfaði í Ósló á árunum
1970 til 1972. Rak síðan teiknistofu
með Sigurði Harðarsyni frá 1974
til 1990. Magnús starfaði fyrir
Húsafriðunarnefndar ríkisins 1993
til 2007 síðari árin sem forstöðu
maður. Magnús fór snemma að
huga að húsvernd í Vesturbænum.
“Við, hópur áhugafólks um velferð
hverfisins stofnuðum Íbúasam
tök Vesturbæjar árið 1977. Hlut
verk þeirra samtaka var m.a. að
sporna gegn niðurrifi húsa, fella
tré til að gera bílastæði og bætts
umhverfis. Og einnig að vinna að
öryggi barna en slys á gangandi
börnum voru allt of tíð. Við beitt
um okkur fyrir að settar voru
upp hraðahindranir og að 30 kíló
metra hámarkshraði yrði settur
á íbúðagötur. Fyrsta 30 kíló metra
hverfið í Reykjavík var Gamli
Vesturbærinn og þar með fyrstu
hraðahindranirnar. Ég hannaði
þær fyrstu minnir mig í Garða
stræti en þær voru þannig gerðar
að gangstéttin var framlengd
þvert yfir götuna sem auðveldar
umferð fólks með barnavagna og
hjólandi eða gangandi. Þannig vil
ég enn hafa hraðahindranir en
ekki ljótar malbiksklessur eins og
sjást of víða. Þótt ég sé yfirleitt á
móti einstefnum gatna reyndist
nauðsynlegt að setja einstefnu á
vestasta hluta Vesturgötu vegna
þess að ökuhraði þar náði ekki
ósjaldan allt að 70 km hraða, fólk á
leið í bæinn eins og það var kallað.
Þá voru kortlagðar göngu leiðir
skólabarna og þveranir gatna
ákvarðaðar eftir þeim. Þessar
aðgerðir höfðu fljótt góð áhrif,
hægðu á bílaumferðinni og slys á
börnum nánast hættu. Áhuginn á
íbúamálum í Vesturbænum hefur
líka erfst á milli kynslóða því Ásta
Olga dóttir mín er nú formaður
Íbúasamtaka Vesturbæjar.“
4 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2019
Gamli Vesturbærinn
er minn Vesturbær
- segir Magnús Skúlason arkitek
Magnús Skúlason arkitekt.
Nesvegur 100
Símar 562-1070, 896-4243
Opið virka daga kl. 10 - 18:30
MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA
VERIÐ VELKOMIN
FERSKUR FISKUR
DAGLEGA