Vesturbæjarblaðið - Oct 2019, Page 8
8 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2019
Coffee house & bar
Við gömlu höfnina
reykjavikrost.is
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Fríkirkjusöfnuðurinn verður
120 ára í nóvember. Þess verður
minnst með hátíðaguðsþjónustu
í Fríkirkjunni sunnudaginn
17 nóvember næst komandi
tveimur dögum fyrir sjálfan
stofndaginn sem er 19. nóvem-
ber. Athöfnin hefst kl. 11.00
að morgni og verður útvarpað
á RÚV Rás 1.
Fríkirkjan var nýtt lýðræðisafl í
samfélaginu og hefur alla tíð verið
íslensk grasrótarhreyfing. Frí
kirkjan var stofnuð af venjulegu
fólki – íslenskri alþýðu en ekki af
goðum eða höfðingjum erlends
eða innlendu ríkisvaldi. Fjölskyld
ur iðnaðarmanna voru í fara
rbroddi við stofnun Fríkirkjunnar
en aðrar starfs stéttir einkum
sjómenn og bænd ur utan af landi
sem voru þá að flytja til bæjar
ins lögðu hönd á plóg. Fríkirkjan
hefur frá upphafi verið helguð
mannréttindabaráttu þar sem
víðari sýn, kven réttindi og
almennt umburðarlyndi voru
höfð að leiðarljósi. Á þeim tíma
höfðu konur ekki kosningarétt
og takmarkaða möguleika til
menntunar. Séra Ólafur Ólafs
son annar prestur Fríkirkjunnar
var framfarasinnaður jafn
réttismaður. Hann var á sínum
tíma einn fremsti baráttumaður
fyrir frelsi og almennum mann
réttindum kvenna. Talið er að allt
að helmingur íbúa Reykjavíkur
hafi tilheyrt Fríkirkjunni á fyrri
hluta síðustu. Þjóðkirkjan brást
við þessu með því að skrá fólk
í sína söfnuði án þess að spyrja
um vilja þess. Ástæður þessa hafa
að öllum líkum verið af fjármuna
legum toga. Til að geta innheimt
sóknargjöld af fólki burt séð frá
því hvar það vildi vera í trúar
lífi og kirkjustarfi. Á undanförnum
áratugum einkum þeim tveim
síðustu eða því sem liðið er af
þessari öld. Þeir eru nú um tíu
þúsund og fer fjölgandi. Rauður
þráður í starfi Fríkirkjunnar hafa
verið mannréttindi sem hún
metur ofar trúarlegum kreddum.
Barnakórinn við Tjörnina eða barnakór Fríkirkjunnar setur sterkan
svip á kirkjustarfið og tengir ungt fólk kirkjunni. Hér er kórinn
við fjölskyldustund í kirkjunni sunnudaginn 13. október sl. Kórinn
tekur reglulega þátt í athöfnum kirkjunnar. Stjórnandi kórsins er
Álfheiður Björgvinsdóttir. Mynd: Brynjólfur Bragason.
Fríkirkjusöfnuðurinn 120 ára
- verður minnst við messu sunnudaginn 17. nóvember
Gamla myndin að þessu sinni var tekin 17. júní
1930. Þá varð hinn einstaki atburður af loftfarið Graf
Zeppelin flaug yfir Reykjavík. Graf Zeppelin var 235
metra langt loftfar og því mjög stórt fyrirbæri.
Á þessum tíma voru einhverjar vonir bundnar við
að þarna væri kominn lykill að framtíðar ferðum fólks
um heiminn. Það varð þó ekki og flugvélar og síðar
farþegaþotur leystu þá þörf. En margt annað fróðlegt
má sjá á myndinni. Hvernig Miðborgin leit út fyrir
rétt tæpum 90 árum. Á myndinni má meðal annars
sjá Lækjartorg en það eina sem lítið hefur breyst er
söluturninn sem nú hefur verið endurbyggður. Hann
var reistur á Lækjartorgi fyrir konungskomuna árið
1907. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði húsið.
Fyrsti eigandi söluturnsins var Einar Gunnarsson
ritstjóri. Meðal annarra eiganda turnsins má nefna
Svein Gunnarsson frá Mælifellsá og hefur turninn
stundum verið kenndur við hann. Ýmis skilyrði voru
sett fyrir rekstri söluturnsins í upphafi og skyldi þar
vera sendisveinamiðstöð, talsími fyrir almenning og
sala á frímerkjum og bréfspjöldum, aðgöngumiðum að
skemmtunum, en engin sala önnur. Turninn flakkaði
nokkuð um á þessu svæði. Var færður til og að lokum
fluttur í Árbæjarsafn þar sem hann stóð um þriggja
ára skeið. Þá var hann endurbyggður og fluttur
á Lækjartorg en síðan þaðan að Miðbæjarskólnum.
Eitt af kosningaloforðum Besta f lokksins í
borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 2010 var að flytja
turninn aftur á sinn stað á Lækjartorg sem var gert
sama ár. Mynd Pétur Leifsson.
Zeppelin og söluturninn
BÍLAVIÐGERÐIR
GRANDA
FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK
S: 562 5999 S: 669 5999
Glæsibær - Álfheimar 74 - S. 544 4088 - www.ynja.is
Glæsilegur undirfatnaður
í verslunni Ynju Glæsibæ