Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 2

Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Allt fasteignir fasteignasala leitar eftir starfsmönnum til sölu og þjónustustarfa. Umsækjandi þarf að vera nemi til löggildingarnáms eða löggiltur fasteignasali. Leitast er eftir starfsmönnum á stór Reykjavíkursvæðinu með starfsstöð í Reykjavík. Einnig leitar Allt fasteignir eftir samstarfsaðilum víðsvegar um landið. Há söluþóknun er í boði. Allt fasteignir eru staðsett á fjórum stöðum á íslandi. Reykjavík, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum og Grindavík ásamt þvi að reka Sólareignir sem er sala á eignum erlendis . Starfsmenn félagsins eru alls 12 starfsmenn á Íslandi. Fasteignasalan leggur metnað sinn í að koma á móts við neytandann ásamt þvi að vera hágæða fasteignasala. Áhugaverð tímamót eru framundan hjá félaginu. Leitast er eftir aðila sem er sjálfstæður í störfum og hefur metnað til starfa, nýungagjarn og ósérhlífinn. Fullum trúnaði er heitið. Umsóknir sendar á allt@alltfasteignir.is Allt fasteignir | Ármúla 4-6 | www.alltfasteignir.is Fasteignasali Fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpin vilja ráða til sín fjármála- og fjáröflunarstjóra í fullt starf sem gegnir lykilhlutverki á skrifstofu samtakanna, er ekkert í rekstrinum óviðkomandi og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Verkefnin eru m.a. dagleg umsjón með fjármálum, ábyrgð á uppgjöri, gerð áætlana, fjáröflun og markaðsmál. Helstu verkefni:  Ábyrgð á fjárreiðum félagsins og sjóðum þess  Skipulag og utanumhald fjáröflunar félagsins og aðkoma að markaðsmálum  Tryggja gegnsæi fjárhagsupplýsinga, umsjá bókhalds og launa og samskipti við endurskoðendur félagsins  Áætlanagerð og eftirfylgni ásamt upplýsingagjöf um fjármál félagsins og verkefni  Erlend samskipti við höfuðstöðvar og systursamtök félagsins  Samskipti við styrktaraðila og aðra velunnara Hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi  Góð reynsla af fjármálastjórnun og reikningshaldi  Góð þekking á bókhalds- og upplýsingakerfum  Þekking á fjáröflunaraðferðum og markaðsmálum  Mjög góð íslensku- og enskukunnátta  Heilindi, sjálfstæð og öguð vinnubrögð, frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum, drifkraftur, metnaður og hugmyndaauðgi Nánari upplýsingar á www.sos.is og hjá framkvæmdastjóra Ragnari Schram í síma 564 2910. Umsóknir sendist á netfangið umsokn@sos.is í síðasta lagi 3. nóvember. SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem hafa séð munaðarlausum og yfirgefnum börnum um allan heim fyrir fjölskyldu og heimili síðan 1949. Auk þess hjálpa samtökin fátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar, sinna neyðaraðstoð o.fl. Hlutverk samtakanna á Íslandi er f.o.f. að sinna fjáröflun fyrir verkefni systursamtaka sinna í yfir 100 löndum. Starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar Mennta- og menningarmálaráðuneytið Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Um er að ræða fullt starf. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með reynslu af stjórnun og rekstri og staðgóða þekkingu og reynslu á sviði menningar og lista. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2019 Stjórnarráð Íslands Mennta- og menningarmála- ráðuneyti Ráðgjafar okkar búa                   capacent.is Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.