Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Ertu að leita að rétta starfsfólkinu? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnu- auglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreifingu á fimmtudögum Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins á laugardegi. Sölufulltrúi Richard Richardsson, atvinna@mbl.is, 569 1391 * samkvæmt Gallup jan.-mars 2019 Í kortinu nýja af Mið-Íslandi er nútíma- hraunum skipt í fjóra aldursflokka en sú greining fer fram með því að lesa í ösku- lögin. „Á Íslandi búum við svo vel að hafa gjóskulagafræðina sem er frábær til aldurs- greininga. Fjölmörg þekkt gjóskulög finnast í jarðvegi víða um land og gefa vísbend- ingar um aldur hrauna sem þau liggja ofan á eða undir,“ segir Ingibjörg sem tiltekur að nú séu hátt í 500 hraun á hraunaskrá ÍSOR. Mikið notagildi „Notagildi jarðfræðikorta er mikið, svo sem við mat á umhverfisáhrifum, auðlindanýt- ingu og við skipulag náttúruverndar. Þessar upplýsingar gagnast líka þegar þróaðar eru varnaraðgerðir gegn umhverfisslysum og eru jafnframt ómissandi þegar meta á hættu af völdum eldgosa, skriðufalla, flóða og jarðskjálfta,“ segir Ingibjörg. ÍSOR hefur nú sett í loftið vefsjá, jar- dfraedikort.is, þar sem hægt er að skoða kortin og afla sér upplýsinga. Áfram verður svo haldið á sömu braut en í lok síðasta árs undirritaði umhverfis- og auðlindaráðu- neytið samning um átaksverkefni í kort- lagningu jarðfræði Íslands og skráningu jarðminja við ÍSOR og Náttúrufræðistofnun Íslands. Jörðin er greind með gjóskulögum KORTIN MÁ NÁLGAST BÆÐI Á NETINU OG Í PAPPÍRSÚTGÁFU Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jarðfræði Mið-Íslands eru gerð góð skil í nýju korti sem Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, gáfu út nú á dögunum. Megineldstöðvarnar Kerling- arfjöll, Hofsjökull, Tungna- fellsjökull og Vonarskarð skipa stóran sess á jarðfræði- kortinu en einnig eru sýnd þar hraun sem komið hafa frá Bárðarbungu og Langjökuls- Hveravalla eldstöðvakerf- unum. Einnig eru á kortinu aldursgreind nútímahraun, jarðhitasvæði og helstu drætt- ir í hopi jöklanna, svo nefnt sé mál sem er mjög í deiglunni nú. Á bakhlið er fróðleikur í máli og myndum og bent á alls 23 staði sem vert er að gefa gaum með tilliti til jarðfræði. Má þar nefna Þjórsárver, Ey- vindarver, Hveravelli, Von- arskarð og Kerlingarfjöll. Hugtakið Mið-Ísland vísar svo til þess að skv. mælingum er miðja Íslands einmitt á því svæði sem kortið nær til; það er við Illviðrahnjúka við norð- anverðan Hofsjökul. Náttúra landsins sífellt að breytast „Kortagerð eins og þessi tekur langan tíma og margt getur gerst meðan vinna stendur yfir. Sem dæmi má nefna að þegar verið var að gera jarðfræðikort af Norð- urgosbeltinu féll stórt berg- hlaup í Öskju í júlí 2014, Bárð- arbunga byrjaði að skjálfa í ágúst sama ár og því fylgdi eldgos í Holuhrauni. Allt þetta vitnar um að náttúra landsins okkar er sífellt að breytast,“ segir Ingibjörg Kaldal jarð- fræðingur sem stýrði þessu verkefni. Sérfræðingar ÍSOR hafa í áratugi unnið víða um land að kortlagningu á jarðfræði Ís- lands, einkum með tilliti til orkunýtingar, skipulagsvinnu og mannvirkjagerðar. Kort þessi hafa yfirleitt ekki nýst almenningi en fyrir um tíu ár- um var ákveðið að koma upp- lýsingum þessum í handhæg- ara form og gefa út kort sem gætu nýst til dæmis ferða- mönnum. Úr varð að gera kort til sölu á almennum markaði sem eru 1:100.000. Sá kvarði er, að sögn Ingibjarg- ar, hentugur til að koma á framfæri miklum upplýs- ingum af stórum svæðum án þess að kortin verði ómeð- færileg. Fimm kort komin út Fyrst kom út jarðfræðikort af Suðvesturlandi árið 2010 en síðan hafa komið út fjögur önnur kort og nú síðast af Mið-Íslandi. „Gömlu kortin hafa verið endurskoðuð, tengd saman og fyllt í eyður með nýrri kortlagningu eða upp- lýsingum úr fórum jarðfræð- inga. Ákveðið var að byrja á því að taka gosbelti landsins fyrir því þar var til mest af upplýsingum,“ segir Ingi- björg um kortagerðina sem jarðfræðingarnir Árni Hjart- arson, Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Skúli Víkingsson og hún sjálf höfðu með höndum. Ónefnd eru þá jarðfræðing- arnir Elsa G. Vilmundardóttir heitin og Kristján Sæmunds- son sem fyrr á árum unnu mikið við kortlagningu á jarð- fræði Íslands – og er mikið byggt á starfi þeirra. Hönnun og grafískri gerð kortanna hafa þau Albert Þorbergsson og Guðrún Sigríður Jóns- dóttir sinnt. Kortafólk frá vinstri Guðrún Sigríður Jónsdóttir og Albert Þorbergsson sem sáu um kortagerðina. Þá jarðfræðingarnir; Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Skúli Víkingsson og Magn- ús Á. Sigurgeirsson. Á myndina vantar Kristján Sæmundsson. Kortleggja jarðfræðina við miðjupunkt Íslands  Jarðfræðikort af hálendinu  Útgáfa hjá ÍSOR  Nú- tímahraun, jarðhiti og hop jökla  Byggt á rannsóknum Landafræði Hofsjökull er nærri miðju Íslands. Á kortunum hefur hver bergtegund sinn lit og hér sést að basalt er ráðandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúra Litbrigði jarðar á háhitasvæðinu í Kerlingarfjöllum, en kortið nýja spannar meðal annars þann mikla fjallaklasa. Ljósmynd/Aðsend

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.