Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 27.10.2019, Síða 4

Barnablaðið - 27.10.2019, Síða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hrekkjavakan er orðin meiri háttar hátíð hér á landi og fyllast nú allar verslanir af risastórum graskerjum sem landsmenn þekkja úr bíómyndum og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við. En örvæntið ekki. Það er minna mál en þið haldið að skera út eitt svona kvikindi og hér er aðferðin - skref fyrir skref! Réttu handtökin fyrir hrekkjavökuna! HVERNIG Á AÐ SKERA ÚT GRASKER? ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT: •Grasker •Pappírspoki •Góður tússpenni •Góður hnífur •Góð ausa •Góður snyrtihnífur •Tvær stórar skálar •Viskustykki •Sprittkerti og kveikjari Gott er að hafa skál og öll áhöld við höndina. Teiknaðu andlit á graskerið. Búið að tússa á graskerið. Skerðu lokið af og þurrkaðu kerið. Tæmdu graskerið. Graskerið orðið tómt. Skerðu varlega út. Skurðurinn snyrtur. Lýstu kerið upp með kerti.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.