Fréttablaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 32
Klukkan var eitt eftir miðnættium borð í góðum bát sem var bundinn við bryggju á Snæfellsnesi. Það var komið að veðurfréttum og áhöfnin hlustaði. „Gert er ráð fyrir áframhaldandi stormi á Breiðafjarð- armiðum.“ Eftir að veðurfræðingur- inn hafði með þessum fáu orðum varað menn við að vera á sjó á Breiðafirði sagði skipstjórinn: sleppa. Og það var farið á sjó. Afl- inn eftir daginn var um átta tonn. Fínn afli, en óvenju mikið fyrir hon- um haft vegna veltings og sjógangs. SKIPSTJÓRINN lét veður sem minnst aftra sér frá sjósókninni, enda þekktur aflamaður. Ekki bara það, heldur líka lánsamur og hefur sloppið við öll stór áföll sem geta fylgt sjósókn. Sínum augum sér hver veðrið og þeir svakalegustu segja veður vera viðhorf. Það sem einum þykir kalt þykir öðrum vera notalegt og svo framvegis. Oft ræðst það af stöðu manna hvernig þeir meta veður. Meira að segja eru til menn á öllum aldri sem verða eins og börn þegar snjóar, fara í bíltúra í leit að sköflum og mest þykir þeim gaman nái þeir að festa sig og losa sig aftur. VANN EINU sinni með smiði sem varð rjúkandi reiður ef vindur blés þannig að erfitt varð um vinnu. Hann vildi vinna upp allar frátafir og þess vegna varð oft lítið um svefn eftir stormaveður. Við sem unnum með smiðnum vorum oft ekki sáttir við hörkuna og vildum frekar sofa af og til í stað þess að vera sífellt að vinna í haginn fyrir liðinn vind eða ókominn. Þannig er það líka á sjónum, það sem skip- stjórar sumir kalla vinnukalda kalla aðrir sjómenn oft manndrápsveður. ÞAÐ VAR um borð í öðrum bátum, ekki sérlega góðum, á annarri vertíð að áhöfnin beið þess hvort yrði róið vegna brælu eða ekki. Skipstjórar áttu það til að bíða og sjá hvað aðrir í sömu stöðu gerðu. Síðan var þan- nig að þegar einn þeirra ákvað að róa þá fylgdu hinir oftast á eftir. Áhöfnin beið, sumir í lúkarnum en aðrir í stýrishúsinu. Hásetarnir sem þar voru vonuðust oftast eftir að ekki yrði róið í rokið, kuldann og myrkrið. Einn skipstjóranna ákvað að róa og hinir fylgdu á eftir. Þá heyrðist í verkkvíðnum háseta: ef ein belja mígur fara allir á sjó. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Ævintýralegur flótti mæðgnanna Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shahin frá Egyptalandi til Íslands vakti þjóðarathygli í ársbyrjun. Hér er sagan öll komin á bók eftir Björn Inga Hrafnsson, – átakanleg, áleitin og æsispennandi. Tryggðu þér eintak með 30% afslætti í nóvember! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 95 19 11 /2 00 2 Björn Ingi Hrafnsson Mest selda ævisagan 1. sæti metsölulisti 19. – 25. nóv. Bókabúðir MM Allar bækur Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur Veður og viðhorf Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.