Fréttablaðið - 20.01.2020, Side 2
Sjúklingurinn
verður líka að skilja
að það er mjög erfitt að kom-
ast í kjörþyngd,
sama hvaða
aðferð er
notuð.
Abd Tharani, inn-
kirtlasérfræðingur
Veður
Sunnan og suðvestan 15-23 m/s
með skúrum vestan til, en bjart
með köflum austanlands. Hiti 4 til
11 stig. SJÁ SÍÐU 14
Þar kennir margra grasa
Í Kolaportinu má finna aragrúa af gömlum og fágætum munum. Það var opnað árið 1989 og hafa margir salar staðið við sömu básana í áraraðir, og
kvarta ekki. Mannlífið er einnig sérstakt og vinalegt, þarna er stundum spiluð tónlist eða haldnar messur. Ferðamenn hafa í auknum mæli mætt á
svæðið. Í Kolaportinu er í raun hægt að kaupa allt sem huginn girnist. Bækur eða brækur, plötur eða skötur, kjóla eða njóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
PARQUE CRISTÓBAL 3*
TENERIFE
VERÐ FRÁ 119.900 KR.
Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA & TVÖ BÖRN
21. - 28. MARS - VIKA
HEILBRIGÐISMÁL Læknirinn Abd
Tharani er gestur á Læknadögum
sem hefjast í dag. Hann mun fræða
íslenskt heilbrigðisstarfsfólk um
offitu sem sjúkdóm. Tharani, sem
upprunalega kemur frá Sýrlandi, er
innkirtlasérfræðingur við Háskóla-
sjúkrahúsið í Birmingham á Eng-
landi.
Tharani segir nauðsynlegt að
skilgreina offitu sem sjúkdóm og að
viðeigandi meðferðarúrræðum sé
beitt. Einnig að margir áhrifaþættir
geti haft áhrif á sjúkdóminn, bæði
utanaðkomandi og innri. Hann
segir að offita sé ein helsta áskorun
heilbrigðisvísinda á 21. öldinni og
á síðastliðnum áratug hafi ekki eitt
einasta land náð að fækka tilfellum.
„Margir neita að viðurkenna að
offita sé sjúkdómur, þar á meðal
læknar og stjórnmálamenn sem
trúa því að þetta snúist aðeins um
val hvers og eins,“ segir Tharani.
„Rannsóknir sýna hins vegar að
þetta sé langvarandi sjúkdómur og
að bakslag sé algengt.“
Eitt helsta vandamálið við grein-
ingu er að til sé fólk í yfirvigt sem
sýni engin einkenni heilsubrests
sem tengist offitu. „Af hverju ættum
við að kalla þetta fólk sjúklinga? Jú,
rannsóknir mínar í Birmingham
og annarra sýna að þó að þessir
einstaklingar sýni engin einkenni
núna þá eru þeir í 60 prósent áhættu
á að fá hjartasjúkdóma, 24 prósent
áhættu á að deyja fyrir aldur fram
og í aukinni áhættu á að fá aðra
sjúkdóma, svo sem kæfisvefn og
lifrarskemmdir,“ segir hann. „Þó
að fólk líti út fyrir að vera heilbrigt
er það ekki svo. Það er því rangt að
segja því að allt sé í lagi því að þetta
ástand er aðeins tímabundið og
nauðsynlegt að grípa strax inn í.“
Samkvæmt rannsóknum líði að
meðaltali fimm ár frá því að heil-
brigð manneskja með offitu sé farin
að sýna einkenni sjúkdóma. Þegar
fólk eldist hægist á allri líkamlegri
starfsemi og þá sé fólk með offitu í
enn meiri hættu.
Tharani segir offitu eiga sér
margar ástæður, líkamlegar og sál-
rænar, og nauðsynlegt sé að skilja
þær til þess að meðhöndla á réttan
hátt. „Ástæðurnar geta verið líf-
fræðilegar, erfðafræðilegar, sál-
rænar, tengdar meðgöngu, lyfjagjöf
og loks umhverfisþættir svo sem
félagslegur ójöfnuður, starfsum-
hverfi, auglýsingar og f leira,“ segir
hann. „Þetta síðastnefnda er ekki á
færi lækna að stjórna.“
Hvað varðar erfðir segir Tharani
að til séu gen sem valdi offitu ein
og sér, en þau séu mjög sjaldgæf.
Algengara er að mörg gen hafi smá-
vegis áhrif hvert fyrir sig. „Það fer
eftir því hversu mörg slík gen þú
hefur hversu þungur þú verður,“
segir hann.
Meðhöndlun er sinnt á ýmsa
vegu, svo sem með lífsstílsinn-
gripum, lyfjameðferð og skurðað-
gerðum. Sumt virkar ekki fyrir
alla og þá verður einnig að taka
val sjúklingsins með inn í jöfnuna.
„Sjúklingurinn verður líka að skilja
að það er mjög erfitt að komast í
kjörþyngd, sama hvaða aðferð er
notuð. Innan við 1 prósent nær því.
Þess vegna er nauðsynlegt að setja
raunhæf markmið,“ segir Tharani.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Viðurkenna verður að
offita sé sjúkdómur
Læknirinn Abd Tharani, sem staddur er hér á landi, segir offitu eina helstu
áskorun heilbrigðisvísinda á 21. öldinni og að hingað til hafi okkur mistekist
að takast á við hana. Greina verður áhrifaþætti til réttrar meðhöndlunar.
UMHVERFISMÁL Um 40 ábendingar
hafa borist í samráðsgátt stjórn-
valda vegna fyrirhugaðrar reglu-
gerðar um fiskeldi. Lúta þær flestar
að umhverfisáhrifum og verndun
villtra laxastofna og hafa margir
áhyggjur af því að sjókvíaeldi
norskra laxa ógni þeim.
Íslenski náttúrverndarsjóður-
inn (IWF) segir reglugerðardrögin
„ófullburða og meingallað verk“,
meðal annars út frá eftirliti með
mengun, lúsasmiti, dýravelferð og
upplýsingagjöf til almennings um
starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækj-
anna.
Hvað mengun sjávar varðar
bendir IWF á að algengt sé að í einni
kví sé um milljón löxum haldið
á þröngu svæði í tvö ár. Frá þessu
streymi saur, skordýraeitur, lyf og
f leira beint út í sjóinn, skammt frá
strandlengjunni. Aðrar reglur gildi
um matvælaframleiðendur á landi.
Í svari umhverfisráðuneytisins
við fyrirspurn IWF kom fram að í
fráveitum væri skólp hreinsað áður
en því væri veitt út í „viðtaka“, það
er sjóinn. En í sjókvíum lifði fiskur-
inn í viðtakanum og allur úrgang-
ur færi því beint út í hann. „Ekki
myndast því skólp sem hægt er að
safna og meðhöndla. Á mengunar-
vörnum vegna fiskeldis í sjókvíum
er því tekið á annan hátt,“ segir í
svarinu og þá átt við burðarþols-
mat, umhverfismat og starfsleyfi
fyrirtækisins.
Fleiri náttúruverndarsamtök létu
í sér heyra, sem og veiðifélög lax-
veiðimanna. – khg
Skólp fer beint
út í viðtakann
Grípa verður inn í hjá offitusjúklingum áður en sjúkdómar hreiðra um sig.
Sjókvíaeldi í Súgandafirði á Vest-
fjörðum. NORDICPHOTOS/GETTY
HEILBRIGÐISMÁL Krabbameinsfé-
lagið lýsir yfir þungum áhyggjum
af aukinni bið og að f jármagn
muni ekki duga þegar skimanir
verða færðar til hins opinbera í
lok þessa árs. Ráðherra ákvað að
skimun fyrir leghálskrabbameini
færi yfir til heilsugæslustöðva og
brjóstaskimun til Landspítala í lok
árs 2020.
Kemur þetta fram í blaði Krabba-
meinsfélagsins. Samkvæmt félag-
inu hefur umræðan valdið starfs-
fólki Krabbameinsfélagsins miklu
álagi og einnig er vísað í þjónustu-
könnun Maskínu þar sem kom
fram að mikill meirihluti kvenna
væri ánægður með viðmót, upp-
lifun og þjónustu félagsins. Þá er
einnig vísað í langan biðtíma í
framhaldsskoðanir á spítalanum,
35 daga, sem sé langt yfir alþjóð-
legum viðmiðum. – khg
Áhyggjur af því
að fjármagn
dugi ekki
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð