Hugur og hönd - 01.06.1992, Blaðsíða 14
2. „ Bakarinn “, 1988.
1. Kona í brúðarskarti eftir Sigríði Kjaran
1992. Unnin eftir teikningu John Cleveleys
frá Islandsferð hans 1772, líklega af Sigríði
Magnúsdóttur, konu Ólafs Stephensens, síðar
stiftamtmanns. Fatnaður brúðunnar úr silki,
bómull og flaueli. Sokkar prjónaðir úr ein-
girni og skór sauðskinnskór. Dóra Jónsdóttir
gullsmiður gerði kvensilfur á búninginn.
Hœð brúðunnar 42 cm.
BRÚÐUHEIMUR
rúður íýmsum myndum
eru drjúgur kafli í lífsbók
Sigríðar Kjaran. Litla
vinnuherbergið á heimili hennar við
Ægisíðu í Reykjavík ber þess glöggt
merki að hún starfar við brúðugerð.
Nám í höggmyndadeild Myndlista-
skólans í Reykjavík, keramiknám í
Noregi og nám á Spáni - allt hefur
þetta þjónað þeim tilgangi að byggja
upp brúðuheim.
SIGRÍÐUR KJARAN
er fædd í Reykjavík 9. febrúar 1919.
Hún ólst upp í Vesturbænum og
hefur alið aldur sinn þar. Og um
margra ára skeið hefur hún verið í
óða önn að „skjalfesta" mannlífið úr
Vesturbænum. Hún skjalfestir í
brúðuformi, skapar brúður sem
vinna hin ýmsu verk gamla tímans,
bæði í bæ og sveit. Hugmynda og
fanga leitar hún meðal annars í næsta
nágrenni sínu við sjóinn. Þar hefur
hún áratugum saman fylgst með lífi
trillukarla og hænsna- og gæsa-
bænda. Myndverk hennar Gæsa-
stúlkan og verk sem sýnir karla við
aðgerð og þurrkun grásleppu eru
þaðan sprottin.
Æðarvarps-mynd hennar er með
fyrirmynd frá Álftanesi og þangað
sótti hún sér dún til að nota í verkið.
Undirbúningurinn er stór þáttur og
oft tímafrekur og fjölbreytilegur.
Sem dæmi um það má nefna að við
gerð myndarinnar um æðarvarpið lét
Sigríður smíða fyrir sig dúngrind til
að hreinsa í dún til verksins.
ÞRÓUN
Brúður Sigríðar sýna ákveðna
þróun í verkinu. Upphaflega prjón-
aði hún brúður handa börnum sín-
14