Fréttablaðið - 06.04.2020, Page 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það eru ekki
bara furðu-
fuglar sem
hafa af þessu
áhyggjur,
þetta er vert
áhyggjuefni
fyrir alla
menn.
Leiðin út úr
þessu byggir
á því að verja
og efla
velferðar-
kerfið.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Performer Deluxe GBS
Verð: 82.200 kr.
Einhvern tíma var sagt að það væri hollt að hafa áhyggjur. Þá héldu menn vöku sinni og gerðu sitt til að hafa áhrif á framvind-una. Ef það var á annað borð hægt. Það er óvíst að þetta sé djúp speki.Það er ýmislegt sem vert er að hafa
áhyggjur af og enn fleira sem menn hafa áhyggjur af
en geta lítið gert við. Kóvið er auðvitað það sem hæst
skorar á áhyggjulista flestra eins og mál standa. Það
er margskrifað og margtuggið að þeir sem hefðu lýst
þeim hamförum fyrir fram sem við nú erum að upp-
lifa hefðu verið taldir geggjaðir. En það er fátt sem við
sauðsvartur almúginn getum gert varðandi kóvið,
annað en að gera eins og okkur er sagt og gegna.
Einhverjum finnst ekki taka því að hafa áhyggjur
af málum nema maður hafi tök á að aðhafast eitthvað
eða hafa áhrif á framvindu þeirra. Nóg sé af öðrum
málum sem hægt sé að hafa áhyggjur af og hægt að
láta til sín taka.
Í Fréttablaðinu undanfarið hafa birst frétta-
skýringar um loftslagsmál og afleiðingar hirðuleysis
okkar mannanna í umgengni við jörðina, þar sem
við erum gestir um skamma hríð en bíum allt út
og skiljum eftir okkur slóð af sora og eyðileggingu.
Tómas orti um Hótel Jörð og lýsti líkindunum milli
jarðarinnar og hótels. Það er vel lukkuð samlíking
sem fleiri hafa gripið til.
En það er vert að hafa áhyggjur af loftslagsmálum.
Það er vert að halda vöku sinni yfir þeim. Það er vert
vegna þess að við getum gert eitthvað til að að sporna
við. Við getum aðhafst.
Við þurfum að láta af dólgslegri hegðan í umgengni
okkar við náttúru og jörð. Með því getum við sannar-
lega breytt og lagað. Með því getum við tryggt að þær
raðir kynslóða sem á eftir okkur munu koma geti
átt hér fagurt og innihaldsríkt líf. Stundum gleyma
menn því að það koma fleiri hingað eftir að við erum
farin.
Að hiti vaxi, að sjávarborð hækki og jöklar minnki
er ekki gamanmál, þó að jafnvel sumir hendi að því
gaman. En það er hægt að gera eitthvað í því.
Það eru ekki bara furðufuglar sem hafa af þessu
áhyggjur, þetta er vert áhyggjuefni fyrir alla menn.
Sjö milljarðar manna eiga undir því að við lögum til í
umgengni okkar við jörðina.
Við þurfum að tryggja að komandi kynslóðir geti,
eins og við, lagst í grænan mó og andað að sér fersku
lofti og fundið ilminn af grasinu og hlustað á fuglana
syngja og flugurnar suða. Stinga upp í sig sætu punt-
strái eða súru.
Þessu öllu getum við breytt og lagfært. Það er ekki
hlaupið að því en það er samt hægt.
Það er verðugt því börn okkar, barnabörn og
komandi kynslóðir munu byggja þessa jörð. Og hún
verður ekki í betra formi en við skiljum við hana.
Það má finna sér ýmis áhyggjuefni um þessar
mundir, en sennilega er þetta það sem er mest
áríðandi.
Þessu er hægt að breyta.
Áhyggjurnar
Umræðuefnið
Svo virðist sem landsmenn
þyrsti í eitthvað annað til að
lesa og tala um en faraldurinn.
Það sést best á „Mest lesið“
listum vefmiðlanna, í gær höfðu
lesendur Vísis mikinn áhuga á
fatahönnuði sem tók Íkarusinn
á lífið. Mbl var með fótbolta-
mann sem „brytjaði niður“ 17
ára dreng. Lesendur DV vildu
sjá nýjan háralit hjá samfélags-
miðlastjörnu. Og lesendur vefs
Fréttablaðsins voru áhugasamir
um myndband af Hollywood-
stjörnu snúa niður konu í
miðbæ Reykjavíkur.
Eitthvað vakir yfir okkur því
umræðuefni allra umræðuefna,
veðrið, er nú svo sannarlega á
dagskrá.
Lóan er komin og grafin
Tekið hefur að skyggja yfir
húmor landsmanna, var hann
ansi grimmur fyrir.
Nokkrar hræður sáust á ferli
í gær, ekki til að fá ferskt loft
heldur til að leita að stað til að
grafa lóuna sem álpaðist hingað
um daginn.
Í helgarblaðinu minnti hjúkr-
unarfræðingur okkur á að vera
með hinstu óskir ástvinanna á
hreinu. Spruttu upp umræður
á nokkrum heimilum um hvort
það væri þess virði að lifa á
vökva með hjálp tækja. Niður-
staðan var iðulega að halda
áfram að sötra rauðvín og hafa
kveikt á sjónvarpinu.
arib@frettabladid.is
Við erum stödd í miðjum heimsfaraldri sem hefur áhrif á líf okkar allra. Við höfum breytt hegðun okkar, förum síður úr húsi, og sum
ekki neitt, til að sinna því sem þarf að sinna, til að
stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Efnahags-
legar afleiðingar eru þegar farnar að hafa mikil
áhrif og þau munu verða enn meiri. Tvennt er það
sem helst mun koma okkur út úr þessu; þekking og
velferð.
Öllu skiptir að aðgerðir séu byggðar á þekkingu
og mikilvægi þess félagslega undirlags sem er til
staðar í samfélaginu er ljóst. Nægir í þessum efnum
að bera saman stöðuna á Íslandi og í Bandaríkj-
unum.
Vestra hafa aðgerðir að miklu leyti byggst á
tilfinningu forseta Bandaríkjanna. Sú tilfinning
litast af óskum hans um það hvernig hann vildi að
þetta væri, sem og þörf fyrir að nýta sér ástandið
til að upphefja sjálfan sig. Það sést best á daglegum
blaðamannafundum þar sem er engin lína um við-
brögð, einn daginn er eitt sagt, þann næsta annað.
Spá líkön og ráðleggingar vísindafólks eru dregin
í efa og því haldið fram sem stjórnmálamaðurinn
Trump telur að gagnist sér best hverju sinni.
Íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun að fylgja
ráðum okkar helstu sérfræðinga á þessu sviði.
Enginn í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er sér-
fræðingur á sviði sóttvarna, en við erum svo heppin
að eiga slíka á heimsmælikvarða. Á þeirra ráðum
byggjum við.
Þetta á einnig við um aðgerðir í efnahagsmálum.
Þetta eru ekki tímar fyrir yfirboð eða spár sem
byggja á tilfinningu. Við eigum að hlusta á sér-
fræðinga, til dæmis þegar að peningastefnu kemur
og því hvort líkur séu á verðbólgu, hvernig þurfi að
styðja við launafólk og fyrirtæki.
Leiðin út úr þessu byggir á því að verja og efla
velferðarkerfið. Félagslega rekið heilbrigðiskerfi
hefur sýnt kosti sína fram yfir það einkarekna. Við
stöndum öll saman í þessu, leiðin út er leið sam-
neyslunnar.
Þekking og velferð
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN