Fréttablaðið - 06.04.2020, Page 11
Ert þú kannski sitjandi heima að lesa fréttir og finnst eins og að heimurinn sé að farast og
að allt sé að fara á versta veg vegna
COVID-19? Líður þér eins og þú
getir ekki gert neitt við vandanum
á meðan þú horfir á vandamálið
stækka og stækka? Þannig líður
mörgum vegna hamfarahlýnunar.
Að horfa á allan heiminn bregðast
við veirunni á augnabliki er sönnun
þess að leiðtogar heimsins geta í
raun og veru gripið til róttækra
aðgerða ef viljinn er fyrir hendi.
Alþjóðasamstarfið, og viðbragðs-
hraðinn sem okkur var sagt að væri
„ómögulegt“ er að gerast og er að
virka vel. Heimurinn er í alvörunni
að taka sig saman til að vinna gegn
sameiginlegu vandamáli. En þar
sem hamfarahlýnun er jafn stórt,
ef ekki stærra vandamál, hvar eru
róttæku aðgerðirnar gegn henni?
Í mörg ár hafa loftslagsaðgerða-
sinnar verið að kalla eftir aðgerðum
strax. Og ár eftir ár hafa aðgerðir
heimsins valdið okkur miklum
vonbrigðum. Vísindamenn segja
að við höfum minna en áratug til
þess að algjörlega umbylta hag-
kerfinu, fjárfesta í endurnýtan-
legri orku og breyta matarvenjum
okkar. Þrátt fyrir þessa miklu en
jafnframt spennandi áskorun hafa
leiðtogar heimsins ekki gert nóg og
heimurinn því skrefi nær framtíð
þar sem veðurhamfarir, súrnun
sjávar, fjöldaflótti og stærsta efna-
hagshrun mannkynssögu verður
hluti af daglegu lífi jarðarbúa.
Maður veltir fyrir sér: hvað ef
við myndum bregðast við ham-
farahlýnun með sama krafti og
við bregðumst við COVID-19? Þau
viðbrögð myndu líkjast því sem
við erum að sjá núna, nema með
jákvæðari formerkjum. Fréttaum-
fjöllun allan sólarhringinn um
þróun mála. Við hlustum á sér-
fræðinga sem halda fréttafundi
daglega og engir efasemdarmenn
fá að afvegaleiða umræðuna, enda
vísindi ekki skoðanamál. Olíu-
vinnslu er hætt á augnabliki, ríki
myndu kalla eftir vopnahléi og
styrkja þau samfélög sem mest
finna fyrir áhrifum hlýnunar. Þrátt
fyrir mikla breytingu á daglegu
lífi fólks er meirihlutinn sammála
þessum róttækum aðgerðum þar
sem þær tryggja framtíð næstu kyn-
slóða. Hins vegar, í stað einangrandi
sóttkvíar og samkomubanns, gætu
viðbrögð heimsins við hamfara-
hlýnun orðið til hins betra fyrir
almenning. Fjárfestingar í grænum
störfum og nýsköpun styrkja hag-
kerfið, þjóðhátíðardagur þar sem
allir planta trjám, og að við fögnum
því að lifa jarðvænum og heilbrigð-
um lífsstíl. Þetta eru meðal þeirra
aðgerða sem Ísland gæti gripið til
þar sem við erum ekki bara að koma
í veg fyrir yfirvofandi heimskrísu,
heldur líka að byggja upp betri
heim.
Svo, hvað gerum við nú? Nú
hefur mengun í heiminum farið
niður vegna lokana á stórum verk-
smiðjum en með áhrifaríkri fjár-
festingu í grænni tækni getum við
látið hagvöxt rísa, en mengun halda
áfram að minnka. Þegar við náum
stjórn á COVID-19 getum við ekki
haldið áfram lífinu eins og það var
áður en þetta byrjaði. Við þurfum
að snúa okkur að næstu krísu sem
einfaldlega getur ekki beðið lengur.
Í samfélaginu heyrum við margar
sögur af fólki sem vinnur nú heima
og er að njóta þess að draga aðeins
úr hraðanum. Ég vona að við lærum
af þessu að lífsgæði felast ekki endi-
lega í því að þeysast um allt og
kaupa hluti, heldur að njóta augna-
bliksins. Oft eru það einföldu hlut-
irnir heima sem gefa okkur mestu
lífshamingjuna.
Hvað ef við myndum bregðast við hamfarahlýnun af sama krafti?
Eftir nokkurra ára þenslu á húsnæðismarkaði siglum við nú inn í efnahagslægð sem
gæti varað í nokkur ár. Húsnæðis-
markaðurinn sveiflast með ýktum
hætti í efnahagssveiflum í takt við
kaupmátt fólks. Eftir hrunið 2008
var mikið til af hálf- og fullbyggðu
íbúðarhúsnæði og verð lágt. Þegar
hagur tók að vænkast upp úr 2014,
tæmdist sá lager f ljótt og undan-
farin ár hefur húsnæði skort og verð
verið hátt.
Í efnahagslægðum hrynur bygg-
ingariðnaðurinn og þekking, færni
glatast, enda f lytja iðnaðarmenn
margir úr landi. Þegar úr rætist
tekur nokkur ár að safna kröftum,
byggja upp og framleiða nægilegt
magn til að svara eftirspurn.
Af leiðingin er léleg framleiðni
byggingariðnaðar, hátt kostnaðar-
verð og í þenslu fer húsnæðisverð
úr böndum. Þetta kemur illa niður
á almenningi, sérstaklega „fyrstu
Jöfnum sveiflur og lækkum verð
Að horfa á heiminn bregðast
við veirunni á augnabliki
er sönnun þess að leiðtogar
heimsins geta í raun og veru
gripið til róttækra aðgerða
ef viljinn er fyrir hendi.
Gunnhildur
Fríða Hallgríms-
dóttir
Með regluleg u millibili skjóta upp kollinum frum-vörp um aukið aðgengi að
áfengi. Það frumvarp sem nú liggur
fyrir Alþingi leggur m.a. til að heim-
ila inn lenda vef versl un með áfengi
til neyt enda í smá sölu.
Ef einhver leyfir sér að mótmæla
þessu er sá hinn sami tafarlaust
stimplaður með forræðishyggju og
að vilja hefta frelsi annarra til að lifa
lífinu á eigin forsendum.
Örugg heimili
Gott og vel, það eru rök út af fyrir
sig, en er þetta svona einfalt? Hvað
með rétt barna til að lifa í öryggi á
heimilum sínum?
Sjúkraskýrslur frá Vogi sýna að
næstum þriðji hver karlmaður og
rúmlega tíunda hver kona hérlendis
leitar sér aðstoðar vegna alkóhól-
isma einhvern tíma á lífsleiðinni.
Þetta fólk kemur úr öllum lögum
samfélagsins og tengist öðrum
fjölskylduböndum sem foreldrar,
börn, barnabörn og systkini. Mig
langar að beina athyglinni að við-
kvæmasta aðstandendahópnum,
þ.e. börnum alkóhólista. Börnum
og ungmennum sem ekki geta geta
borið hönd fyrir höfuð sér og eru
núna þessa dagana í mörgum til-
fellum meira inni á heimilunum
með foreldrum sínum en ella. For-
eldrum, sem auk þess að vera með
áhyggjur af heilsu fjölskyldunnar
og lífsviðurværi, berjast við eigin
fíkn.
Skömmin og óöryggið
Setjum okkur í spor lítils barns sem
elst upp við það að sá aðili sem það
elskar mest og setur traust sitt á
bregst traustinu reglulega. Mamma
eða pabbi sem barnið elskar án skil-
yrða breytist skyndilega úr því að
vera góða trausta foreldrið í að vera
drukkið, óáreiðanlegt og jafnvel
of beldisfullt.
Það að alast upp við alkóhólisma
markar djúp spor í sálarlíf barna og
í mörgum tilfellum eiga þau börn
mjög erfitt uppdráttar síðar á lífs-
leiðinni. Skömmin læðist inn í vit-
undina, skömm sem veldur því að
barnið forðast að tala um það sem
gerist heima. Barnið felur ástandið
eftir bestu getu og skaðleg með-
virkni tekur völd. Það býður jafn-
vel ekki vinum heim því hvað er
verra en að afhjúpa ástkært foreldri
dauðadrukkið heima?
Aukin áfengissala
Barnaverndaryfirvöld hafa áhyggj-
ur af því að tilkynningum til barna-
verndar hefur fækkað umtalsvert
eftir að COVID-19 faraldurinn kom
upp. Á sama tíma berast fréttir frá
vínbúðunum um mikla aukningu
á sölu áfengis. Aukningin fyrstu
þrjár vikurnar í mars er um 20%
samanborið við sama tíma í fyrra
og það þrátt fyrir mikla fækkun
ferðamanna. Er skynsamlegt í slíku
ástandi að bæta aðgengi að áfengi í
gegnum netið með heimsendingar-
þjónustu?
Á vef Landlæknisembættisins
kemur fram: „Aukið aðgengi að
áfengi, sem leiðir til aukinnar
áfengisneyslu, er líklegt til að auka
tíðni einstaklingsbundinna og
samfélagslegra vandamála sem
geta tvöfaldað samfélagslegan
kostnað vegna áfengisneyslu.“ Þar
segir enn fremur: „Rannsóknir á
aðgengi áfengis sýna að takmörkun
afgreiðslutíma, fjölda söludaga og
á fjölda sölustaða helst í hendur
við minni neyslu og minna tjón af
völdum hennar.“
Hlustum á landlækni
Hlustum á landlækni, ekki bara
þegar málið snýst um COVID-19 far-
aldurinn, heldur líka þegar kemur
að þeirri alvarlegu lýðheilsuvá sem
ofneysla áfengis er. Eiga börn þessa
lands það ekki skilið?
Áfengisfrumvarpið og börn alkóhólista
Bjartey
Sigurðardóttir
talmeina-
fræðingur hjá
mennta- og
lýðheilsusviði
Hafnarfjarðar
Guðjón
Sigurbjartsson
viðskipta-
fræðingur
Hannes Jónsson
framkvæmda-
stjóri í bygg-
ingariðnaði
kaupendum“ sem festast á leigu-
markaði, búa þétt í lélegu húsnæði
eða sitja fastir í foreldahúsum.
Stærð vandans
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
(HMS) á að „stuðla að stöðugleika
á húsnæðismarkaði og tryggja
almenningi aðgengi að viðunandi
húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort
sem er til eignar eða leigu“. HMS
áætlar langtíma þörf fyrir íbúðar-
húsnæði um 2.200 nýjar íbúðir á ári.
Ætla má út frá sögunni að í lægð-
um fari eftirspurn niður í um 1.000
íbúðir á ári en í þenslu gætu yfir
5.000 íbúðir selst.
Hvað er til ráða?
Í rauninni dugar ekkert til að lækka
meðalverð íbúðahúsnæðis annað
en hæfilegt, jafnt framboð.
Gefum okkur að byggingariðn-
aðurinn framleiði 2.200 íbúðir á ári
hvernig sem efnahagsástandið er,
að kostnaðarverð meðalíbúðar sé
40 milljónir króna og að efnahags-
sveif lur séu 7 ár. Miðað við ofan-
greindar sveiflur í eftirspurn myndi
„lager“ íbúðarhúsnæðis vaxa frá 0
upp í um 3.000 mest. Kostnaðar-
verðmæti lagersins færi þá upp í um
100 milljarða króna.
Skattgreiðendur leggja árlega
fram um 15 milljarða króna í hús-
næðisstuðning í formi vaxtabóta,
húsaleigubóta og beins stuðnings
við fyrstu íbúðarkaup og geta vart
mikið meira.
Lífeyrissjóðirnir hins vegar,
þurfa að ávaxta stóran hluta eðli-
legs sparnaðar í landinu og þeirra
hlutverk er að bæta lífskjör almenn-
ings. Þeir hafa fjárhagslega getu til
að leysa vandann.
Lífeyrissjóðir ættu einnig að hafa
ástæðu og vilja til að stíga hér inn
því ef tekst að jafna sveiflur í bygg-
ingariðnaði myndi meðalkostn-
aðarverð íbúða lækka um 10 til 15%
því þá verður hægt að vinna jafnt og
þétt og skipuleggja sig til langs tíma.
Þá myndi jafnt framboð lækka verð
í þenslu um önnur 10 til 15%. Það er
því mikið í húfi fyrir almenning og
byggingariðnaðinn.
Lífeyrissjóðirnir gætu stofnað
byggingafélög, samið við starfandi
félög og við verkfræðistofur um
byggingu hæfilegs magns af íbúðar-
húsnæði eftir spá HMS um heildar-
þörfina. Þeir ættu auðvitað ekki að
byggja allt það húsnæði sem þörf
er á heldur heppilegt hlutfall sem
gæti verið um 1/3 af heildarþörf-
inni. Byggingafélögin ættu að vera
í hlutverki skipuleggjenda og verk-
kaupa og ættu með gagnsæjum og
styrkum hætti að bjóða byggingar-
vinnuna sjálfa út til verktaka.
Vegna fjárhagslegs styrkleika
þyrftu sjóðirnir ekki að selja
undir kostnaðarverði í efnahags-
lægðum en gætu selt mikið í upp-
sveif lum þegar eðlilegt verð fæst.
Þetta myndi tryggja þeim eðlilega
ávöxtun.
Til að örva sölu á krepputímum
gætu byggingafélögin líka stundað
„hlutdeildarsölu“, það er, haldið
eftir 30-50% eignarhluta þar til
betur stæði á hjá kaupandanum.
Kostirnir
Ef framleiðsla húsnæðis jafnast,
safnast fyrir þekking, geta og færni í
byggingariðnaði. Við það vex fram-
leiðni og kostnaðarverð lækkar og
meira starfsöryggi og starfsánægja
fæst.
Lífeyrissjóðirnir fengju verðugt
verkefni fyrir sína fjármuni og
landsmenn og trygga ávöxtun.
Það sem mestu skiptir er þó
ávinningurinn fyrir almenning
sem ætti kost á íbúðum á 20% til
30% lægra verði en við núverandi
aðstæður.
Lífeyrissjóðirnir halda á megin-
hluta af sparnaði almennings. Það er
mikilvægt að þeir taki þátt í að bæta
lífskjör fólksins í landinu, sérstak-
lega ef því fylgir lítil áhætta eins og er
í þessu tilviki því þeir hafa fjárhags-
lega burði til að standa af sér jafnvel
djúpar kreppur eins og þá sem við
nú, því miður siglum inn í.
Gangi allt í haginn!
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M Á N U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 0