Fréttablaðið - 06.04.2020, Qupperneq 12
REYKJAVÍK
SÍÐDEGIS
Þorgeir, Kristófer, Þórdís og Bragi
fara yfir málefni líðandi stundar.
ALLA VIRKA DAGA MILLI 16:00 OG 18:30.
6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Knattspyrnumenn í Eng
landi eru að spila skrýtinn leik og
eru á góðri leið með að missa allar
vinsældir á þessum undarlegu
tímum. Ólíkt kollegum sínum um
Evrópu hafa enskir knattspyrnu
menn ekki verið viljugir til að taka
á sig launalækkanir. Enska deildin
vill að leikmenn taki á sig 30 pró
sent launalækkun sem myndi spara
félögunum um 500 milljónir punda
í launagreiðslur. Það fór eitthvað
rangt ofan í gráðuga leikmenn og
sendu þeir frá sér yfirlýsingu. Þar
sagði meðal annars að leikmönnum
finnist betra að halda laununum
sínum óskertum því með launa
lækkun myndi skatturinn missa
um 200 milljónir punda. Slíkt væri
skaðlegt fyrir heilbrigðiskerfið.
Þá hefur Liverpool fengið hol
skef lu af gagnrýni yfir sig eftir að
félagið ákvað að nýta sér úrræði
breska ríkissjóðsins og að starfs
menn félagsins fengju greidd 80
prósent launa sinna úr ríkissjóði.
Fyrrverandi leikmenn eins og
Jamie Carr agher, Didi Haman, Stan
Collymore og Danny Murphy hafa
gagnrýnt ákvörðunina en Liver
pool var fimmta félagið sem nýtti
sér þessi úrræði. Áður höfðu Totten
ham, Newcastle, Bournemouth og
Norwich tilkynnt að þau ætluðu
að nýta sér úrræðið. Liverpool til
kynnti í febrúar að félagið hefði
skilað 42 milljón punda hagnaði,
um 7,4 milljörðum króna.
Þó hafa nokkrir leikmenn í enska
boltanum staðið sína plikt. David
de Gea gaf til dæmis 300 þúsund
evrur til Madrídarborgar sem eru
um ein vikulaun. Ilkay Gundogan
gaf fé til Heinsberg í Þýskalandi og
Pep Guardiola gaf milljón evrur
til sjúkrahúss í Barcelona. En þó
gjafirnar séu stórar eru ekki margir
sem taka þátt og það hefur farið
illa í fólk í Bretlandi. Meira að segja
Matt Hancock heilbrigðisráðherra
skoraði á leikmenn á Englandi að
leggja sitt á vogarskálarnar sem fór
illa í leikmenn. Wayne Rooney brást
illur við og skrifaði í vikulegum
pistli sínum að Hancock væri að
gera knattspyrnumenn að blóra
bögglum.
En landsliðsþjálfari Englands,
Gareth Southgate, hefur nú stigið
fram fyrir skjöldu og tekið á sig 30
prósenta launalækkun. Samkvæmt
enskum fjölmiðlum er það um ein
milljón punda eða um 176 milljónir
króna. Southgate hefur gríðarlega
gott orðspor og frá því hann tók við
stöðunni hefur hann náð að sam
eina liðið og stuðningsmennina.
Southgate tók við enska lands
liðinu árið 2016 eftir að Sam Allar
dyce hafði drukkið starfið frá sér
í hvítvíni. Hann þótti standa sig
vel. Kom vel fyrir utan vallar og
tókst að aga liðið. Klæddist vesti
á HM í Rússlandi sem sló í gegn
og þegar hann sagði eitthvað
hlustaði mannskapurinn. Og nú
þegar enginn vill hlusta á millj
arðamæringa sem sparka bolta
spá fjölmiðlar að leikmenn munu
feta í fótspor landsliðsþjálfarans.
benediktboas@frettabladid.is
Ljósið í myrkri
auðkýfinga
Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, tók
á sig launalækkun um helgina. Leikmenn í ensku
deildinni taka það ekki í mál og segja að það komi
niður á heilbrigðiskerfinu. Fundir með ensku
deildinni og leikmönnum hafa gengið illa.
HETJA HELGARINNAR
Gareth Southgate
Fæddur 3. september 1970 og kom í
gegnum unglingastarf Crystal Palace. Hann
var keyptur til Aston Villa 1995 og spilaði
til 2001 með liðinu. Hann endaði feril sinn
með Middlesbrough en byrjaði stjóra-
ferilinn með liðinu. Hann tók svo við U-21
árs liði Englands árið 2013 og var með liðið
í þrjú ár áður en hann var færður í aðalliðið
eftir skandalinn með Sam Allardyce.
Það vilja
allir gleyma
Íslandsleiknum en
Gareth minnti okkur á
að til þess að komast
yfir hluti þyrfti að ræða
hvað fór úrskeiðis.
Dele Alli
Ég er raunsær
og veit að
hlutir breytast hratt.
Almenningsálit skiptir
miklu máli og það getur
breyst á einni viku.
Southgate um hvort hann yrði
við stjórnvölinn á HM 2022.
Southgate spilaði á
sínum tíma 503 leiki í ensku
úrvalsdeildinni og skoraði í
þeim 26 mörk. Hann lék 57
landsleiki og skoraði tvö
mörk.
Fyrrverandi miðvörður-
inn var eini leikmaður
Englands sem brenndi af í
vítaspyrnukeppninni í
undanúrslitaleik EM árið
1996 gegn Þýskalandi á
heimavelli.