Feykir


Feykir - 15.11.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 15.11.2017, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Hester ökklabrotinn og Stólarnir fá nýjan leikmann Brandon Garrett leysir Hester af hólmi Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið til næstu þriggja mánaða við bandarískan leikmann að nafni Brandon Garrett. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að leikmaður félagsins, Antonio K. Hester, ökklabrotnaði í sigurleiknum gegn Keflavík í síðustu viku og ætla læknar honum allt að þrjá mánuði til að ná sér að fullu. Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls, segir að Brandon Garrett sé kraftframherji sem telur 206 sentimetra á hæðina. Hann er fæddur á því herrans ári 1990 og hefur leikið þrjú tímabil á Spáni en á síðasta tímabili lék Garret með boltann. MYND AF NETINU Dominos-deildin : Keflavík - Tindastóll 88-97 Pétur með stjörnuleik í Keflavíkinni Tindastólsmenn tóku rúntinn suður í Keflavík sl. fimmtudag og léku á alsoddi gegn gestrisnum heimamönnum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og lið Tindastóls mætti með fullan tank af baráttu og góðum liðsanda. Lokatölur 88-97 fyrir Tindastól. Leikurinn fékk fljúgandi start og eins og oft í Sláturhúsinu suður með sjó þá var skotið í akkorði. Skyttur heimamanna voru þó ekki með miðið alveg í lagi og vörn Tindastólsmanna var góð. Hester sýndi frábæra takta í sókninni og lék Cameron Forte oft grátt og hinum megin á vellinum lenti sá ágæti kappi í klónum á vígreif- um Helga Rafni sem tók kappann þegar á leikinn leið og hengdi hann upp á snaga í anddyri Sláturhússins... Hann var í það minnsta geymdur á bekknum í fjórða leikhluta. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16-22 og eftir tveggja mínútna leik í öðrum leikhluta var staðan 20-30 eftir þrista frá Caird og Arnari. Hester ökklabrotnaði þegar tæpar 15 mínútur voru liðnar af leiknum, steig ofan á Þröst Leó og gat ekki stigið í fótinn eftir það en í fyrstu héldu menn að hann hefði snúið sig illa. Nú mátti búast við því að heimamenn gengju á lagið en í raun misstu þeir hausinn. Stólarnir, með Arnar í banastuði, leystu sóknarleikinn ágætlega, settu niður hverja körfuna af annarri og í stað þess að nýta sér það að Hester var ekki lengur til staðar í vörn Tindastóls þá svöruðu Keflvíkingar með því að reyna að kafsigla Stólana með 3ja stiga skotum en hittu, sem betur fer, ekkert voðalega vel. Staðan 41-47 í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst með tveimur kær- komnum körfum frá Axel Kára og síðan sló Pétur Birgis eign sinni á fjórðunginn. Hann gerði 19 stig í röð fyrir Stólana og þegar hann loksins hætti þessu þá var staðan orðin 48-70. Eftir þetta límdi Reggie Dupree sig á Pétur þannig að hann fékk ekki mörg tækifæri það sem eftir lifði leiks en að loknum þriðja leikhluta var staðan 59-78. Það var ljóst að Keflvíkingar yrðu að halda áfram í 3ja stiga leiknum í fjórða leikhluta ef þeir ætluðu sér að bjarga andlitinu og þeir fóru nálægt því. Dupree fann fjölina sína og raðaði niður 3ja stiga skotum og Ágúst Orra datt í gírinn sömuleiðis. Stólarnir mjötluðu inn einni og einni körfu en Keflvíkingar minnkuðu forskotið. Þeir náðu að minnka muninn í sex stig, 88-94, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og fengu færi á að minnka muninn frekar, en víti frá Caird kom þessu í þriggja körfu leik og brekkan sú reynd- ist of brött fyrir Suðurnesjamennina. Niðurstaðan frábær liðssigur Tindastóls í baráttuleik tveggja af toppliðum deildarinnar en það voru liðsheildin og -andinn sem skópu sigurinn í Keflavík öðru fremur. Nú eru það Tindastóll og ÍR sem eru á toppnum með 10 stig að loknum sex leikjum. Stig Tindastóls: Pétur 26/13 st, Arnar 21, Hester 16, Axel 14, Helgi Rafn 8, Viðar 5, Caird 4 og Björgvin 3. /ÓAB Verkefnið hefur hlotið mjög góðar undirtektir Norðurstrandarleið á góðum rekspöl Í Morgunblaðinu í gær segir frá því að verkefnið Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way sé nú komið á góðan rekspöl. Verkefnið hefur það að markmiði að laða ferðamenn að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar, árið um kring og hvetja þá til að staldra lengur við á svæðinu. Eins og Feykir hefur áður greint frá hefur Markaðs- stofa Norðurlands umsjón með verkefninu með þátt- töku 17 sveitarfélaga og ýmissa ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Christiane Stadler, verk- efnisstjóri, segir í viðtali við Morgunblaðið að verkefnið hafi fengið mjög góðar undir- tektir hjá sveitarstjórnum og ferðaþjónustuaðilum á svæð- inu. Helsta áherslan undan- farið hafi verið á innviðaupp- bygginguna, m.a. varðandi aðgengi einstakra staða, yfirlit yfir ákjósanlegar gönguleiðir og staði með sérstakt aðdrátt- arafl, svo og öryggismál á fáförnum stöðum og fleira. Á næstunni mun athyglin beinast sérstaklega að upp- lifun ferðamannsins af svæð- inu og hvernig hægt sé að þróa leiðina og einstaka áfangastaði með tilliti til þeirrar upplifunar. Í gær funduðu sérfræðingar frá breska fyrirtækinu Blue Sail funda með Markaðsstofu Norðurlands um samvinnu á þessu sviði en fyrirækið býr yfir mikilli reynslu af ráðgjöf við uppbyggingu ferðamanna- leiða í öðrum löndum. Í framhaldi af þessum fundi verður haldinn vinnufundur með aðilum af öllu svæðinu sem Norðurstrandarleiðin nær yfir og er svo reiknað með að næsta vor muni fulltrúar frá Blue Sail funda með heimamönnum á ein- stökum stöðum. Meðal þeirra hugmynda sem komið hafa fram er að bjóða upp á sérstök vegabréf fyrir svæðið þar sem ferðamenn ættu kost á að safna stimplum frá þeim stöðum sem þeir hefðu heimsótt. Rætt hefur verið um tvær tegundir vegabréfa, annars vegar fyrir áfangastaði á Norðurstrandarleiðinni og hins vegar fyrir þá sem kjósa að fara sérstakar gönguleiðir. Ferðalangarnir gætu svo fengið sérstakt viðurkenn- ingarskjal til staðfestingar á að þeir hefðu heimsótt alla áfangastaðina. Það eru nem- endur í markaðsfræðum við Háskólann á Akureyri sem hafa þróað þessa hugmynd. Að sögn Christiane Stadler standa vonir til að hægt verði að hleypa verkefninu form- lega af stokkunum sumarið 2019. Á miðvikudaginn í næstu viku, 22. nóvember kl. 16-18, verður haldinn á Ólafshúsi svæðisfundur fyrir Skagafjörð þar sem markmiðið er að draga fram það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á svæðinu og vilja taka þátt í að móta upplifun þeirra sem ferðast um Norðurstrandar- leiðina. Skrá þarf þátttöku með tölvupósti á netfangið bryndisl@skagafjordur.is. /FE RARIK fer í mikla uppbyggingu í Skagafirði Einn og hálfur milljarður í uppbyggingu Í fjórða þætti Atvinnupúlsins í Skagafirði, sem frumsýndur er á N4 í kvöld, er m.a. rætt við Tryggva Þór Haraldsson forstjóra RARIK. Hann segir að allt að einum og hálfum milljarði króna verði varið í verkefni í Skagafirði næstu misserin. Uppbygging RARIK, sem verið hefur í undirbúningi í nokkurn tíma, miðast fyrst og fremst að því að tryggja raf- orkuöryggi í Skagafirði og að raforkunotkun geti tvöfaldast á svæðinu. Landsnet áformar að leggja 66 kílóvolta jarðstreng frá Varmahlíð í nýja aðveitustöð á Sauðárkróki og verður hún staðsett í iðnaðarhverfinu syðst í bænum. /PF hann í Sviss. Þar lék hann með liði Geneve Lion og varð bikar- meistari með liðinu. „Brandon Garrett verður kominn til landsins á mið- vikudag og eru pappírsmálin hans komin af stað og ekki útilokað að leikmaðurinn geti jafnvel leikið með liðinu í næsta leik,“ segir Stefán en Þór Þor- lákshöfn mætir Tindastóli í Síkinu annað kvöld klukkan 19:15. /PF Pétur í leik gegn Haukum á dögunum. MYND: HJALTI ÁRNA 43/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.