Fram - 16.01.1930, Blaðsíða 1

Fram - 16.01.1930, Blaðsíða 1
Kosningablað sjálfstæðismanna. 1. árg. Fimtudaginn 16. janúar 1 930. 3. tbt. 1 B-listinn er 1 B Ú ■ istl Sj jal fstæðismanna. Hafnarlóðirnar. I kosningapjesa jafnaðar- manna segir Davíð Kristjáns- son, að „sjólfstaeðismenn hafi verið að deila niður á sig verðmætustu lóðunum við að- algöturnar og hafnarlóðunum, svo sem þær eru frá Óseyri og fram að landamærum Garðahrepps“. — Hjer fer Davíö með algerlega rangt mál móti betri vitund. — Sumar, og það allílestar lóðir, sem liggja að höfninni, voru leigðar út löngu áður en Hafnarfjörður fjekk bæjarrjett- indi, af þáverandi eigendum landsins, Garðapresti, J. P. T. Bryde og eigendum Hamars. Þegar þáverandi bæjarstjórn, sem að hans sögn var skipuð eingöngu eiginhagsmunamönn- um, keypti landið handa.bæn- um af kirkjujarðasjóði, J. P. T. Bryde og l'rú R. Egilsen, var frá samningum þannig gengið, að hinn nýi eigandi, bærinn, gat ekki breytt eldri samningnum, og haföi Davíð, sem þá var kominn í bæjar- stjórn, ekkert við pað að at- huga. Mjög fáar lóðir, sem að höfninniliggja,hafa verið leigð- ar út siðan. — Davíð virðist glej'-ma þvi, i ákafa sínum að kenna andstæðingum sínum afhendingu á hafnarlóðunum, að bærinn á ekki alt land við höfnina vestan frá Balaldetti að Óseyri. Flensborgareignina, sem liggur innan þessara tak- jfterka, hefir haon ekki eignast ennþá, og getur því engu ráð- ið um þá eign. — Þáverandi meirihlptibæjarstjórnar á miklu fremur þakkir skilið, en last, fyrir að hafa keypt handa bænum megnið af landi því, | sem bærinn stendur á og um- hverfi hans, sem síðan hefir verið leigt út til erfðafestu með vægum lqörum, svo væg- um, að óvíða munu lóðir vera ódýrari en einmitt hjer í Hafnarfiröi. Og alt er þetta að þakka fyrirhyggju hinna eldri bæjarstjórna, sem þá keyptu bæjarlandið löngu fyrir stríð, t. d. af Garðakirkju fyrir einar 62 þúsundir og af J. P. T. Bryde fyrir rúmar 30 þúsundir og þar fvlgdu hús og skip með, sem síöan vóru seld fyr- irhærraverð, og fjekk bærinn því Akurgerðislandiö fyrir ekkert i raun og veru. Kanske að Davið viiji bera þetta kaup- verð saman við verð það, sem Jónas ráðherra, vinur hans og samherji, vill nú selja Hamarskotstúnið fyrir til bæjarins, samkvæmt heimild frá Alþingi frá 1928, og sem ennþá hafa ekki fengist samn- ingarar um við stjórnina nú eftir náJega. 2 ár, og það enda þólt að hinir duglegu og óeigingjörnu!! samherjar hans hafi ráðið lögum og lof- um hjer í bænum. — Vill ekki Davíð upplj'sa Hafnfirðinga um, hvað „vinurinn" vill fá fyrir þennan smáblett í bæjarland- inu — Hamarkotstúnið —J Það væri ekki úr vegi að hann upplýsti þetta fyrir haínfirsk- um kjósendum fyrir næsta laugardag. Ur því nú að Davíð fórútáþann hála ís, að minn- ast á leigu lóðanna, sem aö höfninni liggja, væri ekki úr vegi að minnast einnar lóðar við höfnina, sem leigð hefir verið út með nýjum saran- ingi nú á stjórnarárum iafn- aðarmanna, — Guðmundur Sigvaldason í Ásbúð haíði slórt land þarna sunnan viö höfnina frá eldri tíð fyrir lágt gjald. Nú sótti maður þessi um að fá landi sínu breytt í ævarandi erfðafestu. Nokkrum bæjarfulltrúum þótti viðurhluta- mikið að lála þetta stóra land, með því að fyrirsjáanlegt var, að höfnin þyrfti á því að halda undir vegi o. fl. — Barðist hafna rn efn d a rm aö u ri n n, Á sgr. Sigfússon fyrir því, að fá breytt leigumála þessarar lóðar, og taldi mjög varhugavert að hún væri Ieigð á erfðafestu. Formaður fasteignanefndar. Davíð Kristjánsson, með flokks- mönnum sínum,' baröist íyrir afhendingu lóðarinnar og höfðu þejr auðvitað sitt mál fram. Fyrir harðfylgi Ásgríms fengust þó þau ákvæði inn í samninginn, að taka mætti land undir vegi við höfnina ef þurfa þætti, en Davíð og samherjar hans drógu svo úr ákvæðum þessum, að þau munu litilsvirði; þegar til þarf að taka. Þá er rjett að minnast á annað fasteignarmál,sem Davíð er viðriðinn. Þegar firma Hellyer Bros fjekk hið mikla land hjá bænum hjer vestur í hrauninu til fiskireitagjörðar, kom Bjarni Snæbjörnsson, sem þá átti sæti í bæjarstjórn, með þá tillögu að rjett væri að veita firmanu Hellyer Bros ekki þessi rjettindi, nema gegn þeim skilyrðum, að firm- að gengi inn á brevtingu á útsvarssamningi þeim, sem íirmað hafði gjört við bæinn. — Móti þessu reis jafnaöar- maðurinn Davíð Kristjánsson, og barðist hart fyrir því, að lóðin væri látin skilyrðis- laust. — Hver var ástæðan? Nei, Davíð minn! Farðu var- lega í þvi að deila á menn fyrir afhendingu á lóðum og löndum hjer. — Þú hefir sjálf- ur setið lengi hjer í bæjar- stjórn, og verið formaður fasteignanefndar og allsráð- andi í þeim málum nú í 4 síðastliðin ár, og hefir þar ekki, að því er virðist, ávalt gætt hagsmuna bæjaríjelags- ins sem skyldi. T. d. í Ásbúðar- málinu. Þar urðu hagsmunir bæjarins — þ. e. fjö'dans — hjer er notað þitt tamasta orð — að víkja fyrir einstaklingshags- mununum, en afhvaða ástæðu mátt þú best vita sjálfur. — Varastu því að kasta stein- um að öðrum, þegar þú sjálf- ur býrð í glerhúsi. — X. Sjálfstæðismenn! munið að kema á kosningaskriístofuna á (Birninum).

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.