Þjóðólfur - 22.09.1941, Side 4
4
Pólitísk
flokkaskipun . . .
Framliald af 1. síðu,
að með byltingu og einræðið
styðst við hervald.
Lesendur munu við nána at-
hugun sjá, að þessi flokkaskipt-
ing er í höfuðefnum reist á
hagsmunaaðstöðu manna í land-
inu. Hægra megin skipa sér þeir,
sem hafa veltufé þjóðarinnar og
umráð yfir því að meiri hluta
í sínum höndum. Þessir menn
standa á grundvelli auðvalds-
hyggjunnar, sem hefur mótað
atvinnulíf, viðskipti og alla þjóð-
félagshætti í öllum svonefndum
lýðræðislöndum. Innst til vinstri
standa þeir menn, sem hafa
minni veltuf járumráð, en eru þó
að kalla má sjálfbjarga um at-
vinnu og eigin lífshætti. Utar til
vinstri standa þeir, sem eru at-
vinnulega ósjálfbjarga og eiga
allt sitt undir högg að sækja.
\ Allar þessar stefnur eiga að
baki sér sögulega þróun og eiga
fullan rétt á sér, þar sem menn-
imir í samfélagi leitast við að
finna samfélagsháttum sínum
hagkvæm form, hver eftir sín-
um skoðunarhætti. Réttlát og
varanleg leiðrétting á hvers
konar misvægi fæst aðeins við
eðlilega þróun, þar sem umbæt-
ur skipulagsins og þroski ein-
staklinganna haldast í hendur.
Niðurbrot þjóðskipulags með of-
beldi, hversu gallað sem það
skipulag kann að vera, leiðir
ekki til varanlegrar úrlausnar,
heldur til truflunar í bili, með
því að manneðlið, eins og það
er á hverjum tíma, kemur aft-
ur upp á yfirborðið og leitar að
nýju réttar síns. Þess vegna eru
byltingar í raun réttri hið eina
fordæmanlega. Dýpst í huga og
hjarta mannanna ríkja í meg-
inefnum hinar sömu kenndir,
þrár og tilfinningar eins og fyrir
þúsundum ára. Og að ætla sér
að bæla þær varanlega niður
með ofbeldi, er jafn viturlegt
eins og bera farg á eldfjall.
Bylting leiðir því ávallt af sér
nýja byltingu, ef stjórnarfar og
stjórnarathafnir eru í ósamræmi
við almenningsþroska og hafa
ekki í fari sínu bersýnilega við-
leitni til þess að fullnægja rétt-
lætiskennd manna og þrá þeirra
til farsældar.
Veikt og spillt
stjórnarfar
Ávallt síðan er þjóðin skipt-
ist í flokka á grundvelli hags-
munabaráttunnar hefir horft til
aukinnar sundrungar. Flokkar
hafa klofnað og ríkisstjórnin í
raun réttri verið minni hluta
stjórn. Af þessu hefur leitt veikt
stjórnarfar reist á samninga-
gerðum milli flokka um kaup og
sölu fylgis eða hlutleysis. Þess
háttar stjórnaraðstaða hlýtur
ávallt að leiða til pólitískrar
spillingar, enda höfum við ekki
farið varhluta af henni. Átog
flokkanna um kjördæmin snú-
ast ekki eingöngu um það, að
leiða kjósendur í sem mesta
villu, heldur að stinga þeim
svefnþorn með fríðindum og
yfirboðum á kostnað ríkissjóðs.
Kjördæmin eru þannig keypt
ÞrOBOIMR
Dægurmál
Framhald af 3. síðu.
mörgum mánuðum. Útgáfan hefur
hins vegar orðið fyrir ófyrirsjáanleg-
um töfum af þeim ástæðum, að papp-
írinn, sem átti að koma í aprílmánuði,
kom ekki fyrr en í lok ágústmánaðar.
En félagið mun telja mest um það
vert, að útgáfan verði til sóma. Mætti
Jónas Jónsson af því læra, því að lítil
þjóðargleði mun hafa orðið, er bóka-
útgáfa hans sendi út um sveitir lands-
ins ljóð Jónasar Hallgrímssonar í svo
smánarlegum búningi, að helzt minnti
á lélega markaskrá.
Hverjir drógn sig til baka?
Tíminn lætur í það skína, að
„margir betri menn“ hafi dregið sig
,,í hlé“, er ráðizt skyldi í heildarút-
gáfu á verkum Gunnars Gunnars-
sonar. Það væri fróðlegt, ef Tíminn
vildi nefna nöfn einhverra slíkra
manna. Einn þeirra manna, sem boð-
in var þátttaka í Landnámu, mun
hafa dregið sig „í hlé“. Það var Guð-
mundur Finnbogason, sem vegna
tengsla sinna við bókaútgáfu Jónasar
Jónssonar mun ekki hafa talið sér
fært að eiga þátt i útgáfu á verkum
Gunnars.
Landráð ?
Hér í bænum og víðar um land hef-
ur gengið þrálátur orðrómur um það,
að brottnám íslenzkra blaðamanna á
s. 1. vori hafi beinlínis verið framið
að undirlagi íslenzkra manna. Menn
eru að vonum ófúsir að trúa löndum
sínum til svo lúalegs athæfis. En í
blöðum landsins koma þó öðru hvoru
fram raddir, sem gefa slíkum orð-
rómi byr undir báða vængi. Eða hver
er tilgangurinn, þegar menn gera
sér t. d. sérstakt far um að koma
því orði á pólitíska andstæðinga, að
þeir séu nazistar ? Er ekki tilgangur-
upp paeð beinum og óbeinum
mútum.
Kjósendum í landinu er að
verða það ljósara með hverjum
degi, að núverandi ástand tek-
ur þó út yfir allan þjófabálk.
Við höfum fengið fimm hirð-
stjóra, sem hafa komið sér sam-
an um að skorða sig sem fast-
ast í valdasessi með misbeitingu
valds síns, landráðabrigzlum á
hendur andstæðingum, þögn og
yfirhilmingum um innbyrðis-
ávirðingar og ofbeldisráðum
gegn kjörfrelsi manna í landinu.
Ástand þetta er að verða svo
augljóst og óþolandi, að borgar-
ar landsins munu ekki hlíta því
til lengdar án andstöðu og ómót-
stæðilegrar kröfu um úrbætur
og róttækra breytinga á stjórn-
skipuninni, er leiða mættu til
réttlátari og heiðarlegri stjórn-
arhátta.
Verkefnið, sem fyrir liggur,
er í stuttu máli þetta:
Að setja okkur þess háttar
stjórnskipun, kjördæmaskipun
og kosningafyrirkomulag að
fremur verði tryggt en nú ger-
ist, að beztu menn og vitrustu
veljist til forustunnar.
Að ríkisstjóminni verði á
hverjum tíma tryggt ótvírætt
meirihlutavald.
Að ríkiskerfið verði til muna
fært saman frá því sem nú er,
svo að það verði í nokkurri
samsvörun við þjóðarstærð,
þjóðarþörf og getu.
X.
Mánudaginn 22. sept. 1941
inn sá, að draga athygli hinnar er-
lendu herstjórnar að þessum mönn-
um ? Hvað vakti t. d. fyrir Tímanum,
þegar blaðið hafði þau ein svör fram
að færa við réttmætri gagnrýni Þjóð-
ólfs á fisksölusamninginn marg-
nefnda, að blaðið væri nazistablað ?
Var ekki tilgangur Tímans sá, að
gera ritstjóra Þjóðólfs tortryggilegan
í augum herstjórnarinnar ? Hvarlaði
kannske sú hugsun að aðstandend-
um Tímans, að það væri leiðin til að
losna við frekari gagnrýni af hálfu
hins nýstofnaða blaðs? Eða kannske
Tíminn vildi verja einhverju af rúmi
sinu undir rök fyrir þeirri staðhæf-
ingu, að Þjóðólfur sé nazistablað?
Tíminn ætti að birta þau atriði úr
yfirlýstri stefnu Þjóðólfs, sem gefa
tilefni til slíkrar ályktunar. Það væri
og fróðlegt, ef bent yrði á greinar
eða ummæli í blaðinu, sem stefna í
þá átt. — Nú snýr Timinn sér að
þjóðnýtu útgáfufélagi' og ber fram
blákalda fullyrðingu um það, að naz-
istar standi að því. Getur nokkuð
legið bak við svo hvatvíslegt fram-
ferði annað en vilji til að leggja stein
í götu þess og gera það tortryggi-
legt í augum erlendra hernaðaryfir-
valda? En þá viljum vér spyrja: Eru
það ekki landráð að leitast við að
skapa tilefni til íhlutunar erlends
herveldis um hag islenzkra manna og
íslenzkra fyrirtækja? Vinna ekki þeir
menn, er slíkt hafa i frammi, fremur
til nafngiftarinnar „landráðamaður"
en hinir, sem verja íslenzka hags-
muni?
Alheimsbölið mikla
Þjóðólfur beindi þeim tilmælum til
Nýja Bíó ekki alls fyrir löngu, að það
sýndi kvikmyndina Alheimsbölið
mikla, ef hún væri i eigu þess. — Af
hálfu kvikmyndahússins hefur blað-
inu verið skýrt frá á þessa leið:
Myndin er að visu til, en hún er orðin
18 ára gömul og í hana vantar 200—
300 m. Úr þeirri vöntun er ekki hægt
að bæta, því að myndin er þýzk.
Nokkur tormerki eru og á því að
auki að sýna myndina, en þó mundi
kvikmyndahúsinu hafa verið ljúft að
gera tilraun í þá átt, ef myndin hefði
verið heil.
Breytingar á utanríkisþjónustunni
vestan hafs?
Svo er mælt í fregnum manna á
milli, að í vændum séu breytingar á
utanríkisþjónustunni vestan hafs. —
Muni Thor Thors verða islenzkur
sendiherra í Washington en Sigurður
Jónasson forstjóri Tóbakseinkasöl-
unnar ræðismaður i New York. —
Það er og jafnan látið fylgja þessari
frétt, að við stjóm Tóbakseinkasöl-
unnar muni taka Guðbrandur
Magnússon forstjóri Áfengisverzlun-
arinnar, því að ekki sé ráð fyrir því
gert, að hún verði opnuð að svo
stöddu.
Nýtt embætti við háskólann
Björn Guðfinnsson menntaskóla-
kennari hefur verið settur til að
gegna nýstofnuðu lektorsembætti í
íslenzku nútímamáli í heimspeki-
deild háskólans. Lætur Bjöm jafn-
framt að mestu af kennslu við
mennatskólann. — Annar af kenn-
urum menntaskólans, dr. Ólafur
Daníelsson, hefur látið af kennslu
fyrir aldurs sakir.
Hin heilaga vandlæting
Vandlætingasemin hefur nú náð
heljartökum á Jónasi Jónssyni eins
og venja er, þegar skyggja tekur.
Ekki alls fyrir löngu heimtaði hann
leikrit eitt bannfært. Urðu af því
skemmtilegar og langorðar deilur,
sem björguðu hinum tiltölulega
ómerka leik frá því að valda höfund-
inum fjárhagstjóni. Ennþá má heyra
óminn af hinum almenna hlátri, sem
gamli maðurinn vakti með þessu til-
tæki sínu. — Nú hefur Jónas fengið
annað víðlika kast. Hann hefur
brugðið við og útvegað sér bók eina
eftir frægan enskan höfund, sem
hann telur skrifaða „handa dónum“,
að því er virðist eftir Róm-Madrid-
New-York-leiðinni. Mun hann hafa
talið sér skylt að kynna sér innihald
hennar nákvæmlega og birtir hann
væntanlega eitthvað úr henni „undir
rós“ í Tímanum eins og ýmsar aðr-
ar slúðursögur. — Jónas segir að
bók þessi sé bönnuð í Bretlandi eins
og metramálið og leggur eindregið
til, að við förum i þessu sem öðru að
hætti Bretans. Þjóðóifur álítur, að
margt gott megi af Bretum læra, en
hann mun yfirleitt standa með kröf-
um þjóðar sinnar en ekki kröfum
Breta eða annarra þjóða. Og þegar
Jónas kemur fram með kröfuna um
að við tökum aftur upp alin og
tommur í stað metramálsins í þeirri
von að geta þóknazt „brezku
mömmu", verður tekið vægt á gamla
manninum. Þá mun verða hlegið um
land allt eins og þegar hann heimt-
aði ómerkilegt leikrit bannfært.
Á víð og dreif
— Á morgun fer fram í hátíða-
sal háskólans minningarathöfn á
700 ára dánarafmæli Snorra Sturlu-
sonar. Þar fara fram hljómleikar,
ræðuhöld og kórsöngur.
— 6. iðnþing Islendinga var háð
hér í bænum í siðustu viku. Helztu
samþykktum þingsins verður síðar
lýst.
— Blað um brezk-íslenzka fisk-
sölusamninginn, ritað af Jósef M.
Thorlacius, kom út rétt fyrir helgina.
— Tíminn hefur nýskeð endurtekið
þá skoðun sína, að gildi fisksölu-
samningsins felist í öðrum samning-
um, sem ógerðir séu enn. Rökfimir
menn, Tímax-itararnir.
Kvensokkar
Brettle
miklu úrvali
Jrverpoo^
LH'ii J.yÁ^nrT.i
m r^nm
ESJA
fer vestur um land annað
kvöld,
Viðkomustaðir: Patreks-
fjörður, Isafjörður, Siglu-
fjörður, Akureyri. Þaðan
austur um með viðkomu í
venjulegum áætlunarhöfn-
um.
Reynið
Svana-kafli
Fœst í nœstu búð.
►;< ■
v
Bókin, sem mesta athygli vekur, heitir
Úr dagbókum skurðlæknis.
Dr. Gunnl. Claessen hefir þýtt.
Þetta er stórfróðleg bók og svo skemmtileg, að
fáar skáldsögur geta keppt þar við. Dragið ekki
| að eignast þessa bók, hún verður horfin af
markaðinum, áður langt líður.
Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju
í
í
lT,
í
V
V
V
V
V
”,
V
V
*J
V
V
*$
*:<
s
s
V
•;«
V
*:<
V
»5
V
»:♦:♦»»»:♦:♦»:♦»»»»:♦»»»:♦»:♦»»:♦:♦»»»:♦»»»:,
*»»»»:♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»».
•i'
♦
V
►5
>J
v
í
*;•
*:<
V
*;
v
*;<
*í
v
í
V
•♦<
*♦<
•;<
*:<
V
*:<
V
V
*:<
V
*:<
*:<
V
*;<
*;<
v
V
V
*:<
V
V
V
*:<
V
>:<
Norðurstíg 3 B Sími 4672.
Stærsta blikksmiðja landsins.
Höfum 12 ára reynslu í smíði fyrir
skip, húsasmíði og frystihús.
Viljum sérstaklega benda á hina þekktu
STÁLGLUGGA okkar og STÁLHURÐ-
IR, sem ekki eingöngu standast allar
kröfur, sem til þeirra eru gerðar,
en prýða húsin einnig.
♦
v
►:<
V
*:<
V
V
V
V
*:<
*♦<
•:<
V
V
V
*:<
V
V
►♦<
►♦<
*:<
V
*:<
V
V
♦
V
*:<
♦
►:<
V
V
V
•:<
v
*:<
V
V
*:<
*»»»»»»»»»»!♦»»»»»»»»»»»»»»»»;