Þjóðólfur - 27.10.1941, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.10.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn, afgreiðsla og auglýs- ingar Laufásvegi 4. Sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Verð árg. til næstu áramóta er kr. 5,00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura eintakið. Steindórsprent h.f. wmiifii EIN af húsmæðrum þessa bæjar, sem árum saman mun hafa fylgt dyggilega því boðorði Valtýs og Jóns Kjartanssonar að lesa „Morgunblaðið með morgunkaffinu“, varpaði fram þeirri spumingu við eiginmann sinn, „hvernig á því stæðl, að það væri allt öðmvísi íslenzka á Þjóðólfi en Morgunblaðinu ?“ • • • jjLTTA atvik gefur talsverða hug- mynd um það, að meðal almenn- ings lifi nægilega sterk tilfinning fyrir réttu máli og óbjagaðri setn- ingaskipun til þess að þola þá áþján, sem þorri islenzkra blaðamanna virð- ist Vera samtaka um að leggja á þjóðtunguna. Hins vegar ber ekki að gera lítið úr því málskemmdar- starfi, sem fjöllesin blöð eins og Morgunblaðið, vinna með því að mis- bjóða flestum höfuðreglum tungunn- ar í hvetrt sinn, sem þau segja frá smávægllegri frétt. • • • j»AÐ virðist vera talsvert íhugunar- efni, hvers vegna blaðamanna- stéttin muni vera svo illa mönnum skipuð og raun ber vitni. Það hefur jafnan verið taUð, að blöð og blaða- mennska hverrar þjóðar gæfi ali- glögga mynd af menningarstigi henn- ar. Hér á landi virðist þetta tæpast eiga við, a. m. k. alls ekki að því er snertir hina fullkomnu vanþekkingu flestra blaðamannanna á lögmálum tungunnar og algeran skort þeirra á tilfinningu fyrir réttu og hljómfögru máU. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir útlendar „slettur“ og ambögur býr þjóðin að sterkum erfðum að því er snertir þjóðtunguna. Niðurlæging sú, sem blöðin virðast að miklu leyti samtaka um að skapa móðurmálinu á sér áreiðanlega sínar sérstöku ræt- ur. Má vel vera, að það mál verði nánar hugleitt hér í blaðinu síðar meir. I. árg. Reykjavík, mánudaginn 27. okt. 1941 19. tbl. Kreppt að lormœlendum sérrétt- inda og opinberar íhlutunar Rökþrot formanns verðlagsnefndar f^JÖÐÖLFUR stendur nú að mestu eitt íslenzkra ** blaða til varnar þeim frumstæðustu réttindum íslendinga að fá að vera sjálfráðir gera sinna innan eðlilegra takmarka siðaðs þjóðfélags. Það hefur oft verið vakið máls á því hér í blaðinu, hvílík hætta er því samfara, er þjóðin, einstaklingar þjóðfélagsins, fá ekki að hugsa um neitt sjálfir. Stjórnkvaddir menn eru settir til að ,,hafa vit fyrir“ almenningi, sem á að bíða þess þolinmóður, að öll forsjá hans mála hverfi smátt og smátt í hendur opinberra nefnda og stofn- ana. Þegar svo er komið, er ekki vandgert við fólkið. Þess vegna fetar flokksræðið þessa hættulegu leið. Eitt af höfuðmarkmiðum Þjóðólfs er að heimta aftur rétt einstaklingsins og skapa öryggi og réttlæti í þjóðfélaginu. Ein- staklingnum ber réttur til lífs og starfs. Hann á tilkall til þess að mega óáreittur af ríkisvald- inu skapa sér atvinnu og brauð, bera fram óskir sínar og kröfur og fá þeim fullnægt innan sem rýmstra takmarka. Stefnan er ótvíræð: Af þjóðfélagsins hálfu ber að setja rétti einstakling- anna eins rúmar skorður og framast er unnt, ella fá þeir ekki notið sín. Meginreglan er viðurkennd meðal allra siðaðra “ seyii' ai sér AÐUR en gengið var til dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis á miðvikudaginn var, kvaddi Hermann Jónasson forsætisráðherra sér hljóðs og skýrði þingheimi frá því, að ríkisstjórnin hefði beiðst lausnar. Ákvörðun þar að lútandi tók stjórnin á ráðherrafundi á þriðjudag. Fundargerð ráðherrafundarins er á þessa leið: „Ár 1941 þriðjudaginn 21. október var haldinn i;áðherra- fundur í fundarherbergi ríkis- stjórnarinnar í stjórnarráðshús- inu. Allir ráðherrar mættir. Ey- steinn Jónsson, viðskiptamála- ráðherra, lagði fram frumvarp um dýrtíðarmálin og óskaði eft- ir, að frumvarpið yrði gert að stjómarfrumvarpi. Ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins lýstu því yfir, að þeir gætu ekki fallizt á að gera frumvarpið að stjórnarfrum- varpi. Sérstaklega tók ráðherra Alþýðuflokksins fram, að hann væri algerlega ósamþykkur lög- festingu kaupgjalds. Með því að ríkisstjómin hefur ekki náð neinni sameiginlegri lausn í dýrtíðarmálunum, verð- ur ekki hjá því komizt, að ríkis- stjórnin biðjist lausnar.“ (Undirskriftir ráðherranna). Lausnarbeiðni „þjóðstjórnar- innar“ mun rifja upp fyrir mönnum einn helzta þáttinn í röksemdum ráðherranna fyrir kosningafrestuninni á síðast- liðnu vori. Þá var því haldið fram, að nálega ógerlegt væri að láta fram fara kosningar af því að ekki mætti ónáða ráð- herrana frá stjórnarstörfum. Þeir mættu ekki fara til funda- halda í fjarlæg héruð og taka upp illvíga baráttu um hylli kjósendanna. Skyldustörf og þjóðarheill yrðu að sitja í fyrir- rúmi. Þess vegna bæri að fresta Framh. á 4. síðu. þjóða: Það er betra að einn sek- ur sleppi en saklaus sé hneppt- ur í hald. Leiðirnar skiptast — Hér kemur í ljós meginskoð- anamunur Þjóðólfs og þeirra manna, sem farið hafa með völd í landinu. Leiðarstjörnur þeirra eru sérréttindi og opinber íhlut- un. Ástæðan er sú, að stjórn landsins er falin fulltrúum flokka en ekki fulltrúum þjóð- arinnar sjálfrar. Þess vegna er litið fyrst á hag flokksins og helztu flokksmannanna. Hin víðtæka opinbera íhlutun er þvi alltaf notuð á tvennan hátt. Annars vegar til að styrkja að- stöðu valdaflokksins og helztu gæðinga hans. Hins vegar til að ná sér niðri á pólitískum and- stæðingum eða andstöðuöflum innan þjóðfélagsins. Ríkjandi stjórnarfar byggist því á hreinni stigamennsku. Hinir pólitísku oddvitar haga störfum sínum líkt og stigamannaforingjarnir, sem rændu friðsama vegfarend- ur, er einskis ills áttu sér von, og skiptu síðan ránsfengnum meðal liðsmanna sinna. Stjórn- málaforingjarnir ganga á rétt hinna varnarlausu borgara og þrengja kost þeirra að vild, án þess að borgararnir geti náð rétti sínum. Yfir rán hinna póli- tísku stigamanna ná engin lög. Sá dómstóll er enn ekki til, sem þeir verði gerðir ábyrgir fyrir og kveði upp dóm yfir þeim. Frumstæðasta krafa manns- ins er hins vegar sú, að fá að lifa frjálsu lífi og í fullkomnu öryggi fyrir þeim, sem ekki virða þennan frumstæða rétt. Maðurinn hefur sett lög til að tryggja frjálsræði sitt en ekki til að hefta það. Allar tilraunir til að hefta framtak og frelsis- þrá mannsins hafa reynzt hald- laust fálm ójafnaðarmannsins, sem á þá hugsjón eina að kúga aðra og fá að sitja^áreittur að illa fenginni bráð sinni. Sá dag- ur hlýtur óumflýjanlega að koma að slíkir menn hitti sjálfa sig fyrir. Andúð fjöldans brýzt út, fyrr eða síðar. Þá má gera ráð fyrir að ekki sé farið að lögum en kné látið fylgja kviði. Þess vegna fylgir byltingin harðstjórn og sérréttindum eins og skugginn föstum hlutum. Vörður við veginn Hið óhefta flokksræði í stjórn landsins síðustu áratugina er ekki líklegt til að gleymast í ná- inni framtíð. Leið þess er vörð- uð óhappaverkum og misstign- um sporum, sem taka af öll tví- mæli um það, að lausn vandast á sviði stjórnarfarsins er ekki að finna í stigamennsku flokks- ræðisins. Það þykir rétt að benda hér á þrjú dæmi, sem gefa nægilega glögga hugmynd um það, að hverju fer, þegar flokksræðinu eru engar skorður settar. Fyrir nokkrum árum var sett á stofn innflutnings- og gjald- eyrisnefnd. Ein af yfirlýstum starfsreglum hennar var að veita leyfi til innflutnings í sam- ræmi við innflutningsmagn fyrri ára. En hvað skeði? Einmitt meðan þessar reglur voru í gildi, mátti heita að gömul og rót- gróin stórfyrirtæki þurrkuðust út. Ný fyrirtæki þutu hins veg- ar upp eins og gorkúlur á haug. Leyfin, sem hin opinbera nefnd gaf út, gengu kaupum og sölum og reyndust betri eign en nokk- ur verðbréf. Sú grundvallar- regla, að við stofnun stórfyrir-j tækja væri fyrst og fremst þörf á mönnum með kunnáttu, dugn- að og sérþekkingu heyrði for- tíðinni til. Aðeins eitt var nauð- synlegt: Framsóknarmaður, sem skapaði fyrirtækinu skilyrði til innflutnings. Fyrirtækin þurftu ekki lengur að sigrast á örðug- leikum byrjunaráranna. Þau þurftu ekki að sanna hæfni sína og hlutgengi með því að búa við sömu kjör og önnur eldri og takast þó að bjóða jafngóða eða betri kosti og önnur hliðstæð fyrirtæki. Nú var kominn nýr siður með nýjum mönnum. Hin einfalda lausn málsins var sú að finna hinn rétta mann, manninn, sem hafði hin pólitísku lykla- völd. Ríkið hefur tekið að verzla með nokkrar vörutegundir. Ein þeirra er bifreiðar. Sú verzlun hefur verið rekin þannig, að nú heyrir það til pólitískum forrétt- indum að fá keypta bifreið. Starfshættir þessarar verzlunar hafa verið raktir svo ýtarlega Ný sljórnskipun A/l EÐ hverjum degi sem f * ’ * Kður verður mönnum = Ijósari þörfin á því að f setja þjóðinni nýja stjóm- i skipun, sem reisi skorður I við hinu víðtæka og óþol- | andi flokksræði í landinu. \ Flokksræðið hefur myndað \ fámenna sérréttindastétt í i landinu, sem virðist vera i undir allt öðrum lögum en | aðrir landsmenn. Allur | þorri manna verður að I þola bótalaust hvers konar i ágang og réttindaskerð- i ingu af hálfu þessarar for- \ réttindastéttar og oddvita í hennar. Almannafé er not- \ að á blygðunarlausan hátt \ til að tryggja aðstöðu f sérréttindamannanna og | þrengja kost allra hinna. í Þetta ófremdarástand á i rætur sinar í sjálfri stjórn- í skipun iandsins og verður i ekki lagfært nema með i breytingum á henni. — I Innan skamms mun Þjóð- i ólfur birta tiliögur til nýrr- f ar stjómskipunar, sem i stuigur alimjög í stúf við f þá, sem þjóðin býr við nú. f Verða þær lagðar fyrir i landsmenn hér í blaðinu f og efnt til rökræðna um i þær. 'h iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiuiiiiiiiiiiimiiimuiiim'** hér í blaðinu, að ekki er þörf á að gera það öllu nánar. Rekst- ur hennar miðast við það eitt, að hún sé pólitískt tæki, liður í því ofurvaldi flokksræðisins, sem með ári hverju notar fleiri og fleiri leiðir til að beygja hvern einasta þegn þjóðfélags- ins undir ok sitt. Verðlagseftirlitið er hið þriðja. þessara dæma. Því er komið á fót í þeim tilgangi einum, að blekkja almenning. Tilgangur- inn á að vera sá að vemda hagsmuni hans. Framkvæmdir eru hins vegar með þeim hætti, að eftirhtið hefur að verulegu leyti gagnstæð áhrif við það, sem til er ætlazt. En það skiptir ekki máli fyrir valdhafana. Málamyndar-verðlagseftirlit á að skapa hjá almenningi þá trú, að með allri hinni margvíslegu opinberu íhlutun sé verið að sjá borgið hag fólksins. Málsvörn Guðjóns Formaður Verðlagsnefndar, Guðjón Teitsson, hefur hætt sér út á þann hála ís að fara að rökræða verðlagseftirlitið. — Bregður þar þeirri venju, sem valdhafarnir og blöð þeirra temja sér svo mjög: Að forðast að ræða mál og svara gagnrýni. Virðast þessir aðilar gera sér Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.