Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 11.05.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.05.1942, Blaðsíða 4
Yfírlíf Þjóðólfs Framh. af 3. síðu. stöðu og engri samvinnu”. — Hitt má og vera, að sóltn Japana beinist nú til austurs, inn í Kína eftir Burmabrautinni, sem svo oft hefur heyrzt nefnd í frétta- skeytum. Fyrir nokrku síðan hittust þeir Hitler og Mussolini í borginni Salzburg á Suður-Þýzkalandi. I fylgd með þeim voru ýmsir sér- fræðingar þeirra. Er leitt getum að því, að á þessum fundi hafi verið gerðar áætlanir Atokin í um rekstur styrjaldar- sumar. innar í sumar. Er ekki laust við, að í ít- clskum blöðum hafi verið látið í það skína. Menn þykjast geta markað það af ýmsu, að Hitler búizt ekki við að geta knúið fram úrslit í Rússlandi í sumar. Muni því e. t. v, ekki verða lagt ofur- kapp á sóknina þar. En þá er það fullvíst, að hrikáleg átök muni eiga sér stað á öðrum víg- stöðvum. Má gera ráð fyrir, að þeirri árás yrði annað tveggja beint gegn Egyftalandi, Súez og Litlu-Asíu eða gegn siglingum Bandamanna um norðanvert At- lantshaf. X TÚ er gert ráð fyrir því, að 1 ^ kosninágr fari fram í sumar. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa komizt að sam- komulagi um lausn kjördæma- málsins. Núverandi rík- . isstjórn fer því frá Losrungar „ J r voldum og er svo skýrt frá í blöðum stjórnmálaflokkanna, að Sjálf- stæðismenn muni fara með stjórn landsins í trausti þess, að þeir flokkar aðrir, sem fylgjandi .eru kjördæmamálinu, muni ekki bregða fæti fyrir stjórnina. I kosningum í vor verða vænt- anlega nokukr önnur viðhorf en verið hefur. Fylgi flokkanna er mjög á reiki. Hjá sumum þeirra hafa orðið veruleg stefnuhvörf síðan kosið var síðast. Þannig hefur t. d. Framsóknarflokkurinn sveigzt mjög frá þeirri stefnu, sem mótuð var með orðunum: ,,Allt er betra en íhaldið!” — Við margar undangengnar kosningar hefur mikið af svokölluðu ;,vinsfra”fylgi stutt Tillaga Sigurí Framsóknarflokk- ar Jónassonaiinn, án þess að um hreint flokksfylgi væri að ræða. Á því liði verða sennilega slæmar heimtur Fram- sóknarflokksins við kosningar i sumar. Má sjálfsagt gera ráð fyr- ir, að ófáir vinstrimenn, sem stutt hafa Framsóknarflokkinn, séu sammála tillögu þeirri, sem Sig- urður Jónasson bar upp á fundi Framsóknarmanna nú fyrir skömmu. En hún var á þessa leið: ,,Með því að Jónas Jónsson al- þingismaður hefur nú um nokkurt skeið bæði í ræðu og riti og með öðrum athöfnum sínum á sviði stjórnmálanna,starfað gegn anda þeirar stefnu Framsóknai'flokks- ins að vera pólitískur umbóta- flokkur frjálslyndra vinstrimanna í Iandinu ályktar sameiginlegur fundur iniðstjómar Framsóknar- flokksins, þingmanna flokksins og fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík að skoi'a á liann að segja nú þegar af sér formanns- starfi í Framsóknarflokknum”. Tillögu þessa vildi formaður flokksins ekki bera upp til at- kvæða á lögformlegan hátt og lýsti Sigurður Jónasson því þá yfir að hann segði sig úr flokkn- um. Það má mikið vera, ef kjör- seðlar ýmissa vinstrimanna, sem áður hafa stutt Framsóknarflokk- inn, bera ekki vitni um líka af- síöðu og mörkuð er í tillögu Sig- ui’ðar. ÞJOBOLFDR Mánudaginn 11. maí 1912 nmup eða higaöiF Wup |-vEIR eru víst ekki miklir lista- ‘ menn, þessir, sem kallaðireru húseiigendur. Að minnsta kosti virðast þeir tregir til að berjast fyrir réttindum sínum, svó sem listamenn vorir gera og svo að segja 611 þjóðin með þeim. Hin illræmdu húsaaleigulög eru orðin sæmdarskerðing bæði fyrir leigjendur og húseigendur. Þeir fyrrnefndu verða að sitja eins og niðursetningarnir í gamla daga, hvort sem þeir vilja eða ekki, því að allt er - nú komið í sjálfheldu á þessu sviði Þeir síð- arnefndu hafa verið gerðir að ánauðugum þrælum húsaleigu- nefndar. Bendir þetta ótvírætt til þess, að nútíma íslendingar þeir, er með völd fara, séu hlyntari þrælastefnuphi en frelsinu, og kuni betur við að hafa einhvers- staðar fígúru, sem minni á Har- ald hárfagra, Mikil er úrkynjun íslendinga, ef þeir þora eigi lengur að fylgja réttu máli, og hirða eigi lengur um að halda rétti sínum ogsæmd. Eg hefði nú haldið, að margir þeirra, sem taldir eru húseigend- ur, væru mikilhæfir menn, og eru þeir vitanlega af öllum flokkum og stéttum. Samt þegja þeir eins og þeim sé borgað fyrir það. Eða er þeim kannske varnað máls af hinni pólitísku martröð, sem vill hafa sannleikann í fjötrum? —3 I félagi húseigenda eru nú tólf hundruð manns. „En hinir, eru þeir allir ánægðir?” spyrja bless- aðir þingmennirnir okkar. Já, það er von að þeir spyrji um það, hvort þeir séu ánægðir. En ég idl beina spurningunni til hátt- virtra þingmanna sjálfra. Eruþeir ánægðir, telja þeir húsaleigulögin harla góð? Það er þessi persónu- lega afstaða, sem vér viljum að komi skýrt í ljós, alveg eins, þó að málefnin snerti einstaklinginn ekki persónulega. Það ætti að vera metnaðarmál allra sannra Islendinga að hafa þor til að fylgja sannleika og réttlæti á öll- um sviðum þjóðlífsins. Nú er mikið talað um fólkseklu og það ekki að ástæðulausu, én ég er alveg viss um það, að margur maðurinn mundi vera fús til þess að leggja fram krafta sína við að byggja hús, sem hann gæti svo sjálfur fengiö leigt. Eg er hræddur urs, að húseig- endur dragi til sín meira og meira af útleigðu húsnæði, ef þing og stjórn fyrirlítur kröfur þeirra um fjálsa miðlun húsnæðis. í gær átti ég tal við hjón, sem hafa orðið að hýrast vetrarlangt i eínu lierbergi með fjögur börn. Þfjú barnanna stunduðu nám í barnaskóla, og geta allir skilið hvívílík aðstaða það hefur verið. Hjón þessi sögðu meðal annars: -,Við höfum ekki eini á a.ð bjora fram mörg hundruð króna mútu- fe, sem nú virðist vera eina leiðin til þess að fá íbúð”» Húsaleigulögin og múturnar. Nægtasöfnun eða ,,stríðsgróði” byggist mjög á hækkuðu kaupi, löngum vinutíma og kyrrstöðu- verði á lífsnauðsynjum. En hvað um nægtasöfnun húseigenda? Á hún einkum að vera fólgin í mútufeng? Svo svívirðileg eru spor þessara laga, að jafnvel mútutilboð vaða uppi í skjóli þeirra. Hundruð herbergja, og jafnvel íbúða, verða ekki leigð á meðán lögleg uppsögn húseigenda á leigðu húsnæði er ekki leyfð, hvað sem öllum þeim mútutilboð- um líður, sem hvarvetna blasa við augum, ef litið er í dagblað. Múturnar eru eitt afkvæmi hinna örmu húsaleigulaga, en það sýn- ir bezt, hversu óhæf þau eru og iila þokkuð, að fjöldi fólks hefur látið svo um mælt, að það leigði alls ekki óþekktu fólki auð her- bergi, eða herbergi, sem það gæti misst, hvað sem í boði væri, á meðan húsaleigulögin stæðu ó- breytt. Lög þessi eru þannig sú grýla, sem eykur stórum á vand- ræðin í húsnæðismálunum. Þau draga alveg óútreiknanlega mikið úr framboði húsnæðisins. Og mútumar eru óviðeigandi hneyksli, sem aldrei hefur þekkzt á þessu sviði, fyrr en húsaleigu- lögin héldu innreið sína í íslenzkt réttarfar. Eg skil annars ekkert í, að ekki skuli fyrir löngu stofn- uð hvít hersveit íögfróðra manna, sem hafi það hlutverk að hreinsa i'éttarafarið í landinu og vemda þjóðina frá slíkum heimskulögum sem þessum, þar sem helzt virð- ist eiga að lækna ranglæti með öðru ranglæti. Þetta getur ekki stafað af hugsunarleysi, heldur miklu fremur kæruleysi eða þá því, að einhverjir ráðandi menn vilji hafa sora í löggjöfinni. S. E. Hjörleifsson. Efsf á baugí Framh. af 1. síöu. er þarflaust að rökstyðja það nán- ar. Það er því enginn ávinningur, þótt núverandi stjórn víki úr sæti fyrir veikum bráðabirgðarstjórn- um, sem væntanlega yrðu enn ó- líklegri til að fara með stjórn landsins á hættutímum en núvcr- andi stjórn — svo mikiíi. sem með því er sagt. Jafnskjótt og þjóðin er tilbúin að skapa sér rýja þ.jóðfélagshætti — og ytri ástæður leyfa — verður það gert. Og þá verður þeini mönnum, sem nú hafa hrsiðrað um sig í valda- stöðum þjóðfélagsins áreiðanlega vikið til hliðar. Fyrst um sinn er þjóðin neydd til að lúta alræðis- valdi hinna sérgóðu og illa þokk- uðu aiginhagsmunaflokka. Það hefur því næsta litla þýðingu, hvort stjórn þeirra er nefnd „þjóðstjórn”, „sjálfstæðisstjórn” oða „framsóknarstjórn”. • • • OVIGURMÆLI Alþýðublaðsins ^ til Þjóðólfs vegna þessarar afstöðu er þarílaust að fjölyrða Einar M. Elnrssin Framhald af 1. síðu. hafi stundað gæzluna of vel. Ann ars rækti ég hana eins og skipanir stóðu til, þessa tíma eins og aðra. Hins vegar hefur Hermann Jón- asson, sem vék mér frá störfum, aldrei fengizt til að færa fyrir því ástæður, þrátt fyrir ítrekaðar eft- irgrennslanir frá minni hendi. — Hann hefur einnig færzt undan að gefa sjávarútvegsnefnd þings- ins, sem þessi mál heyra undir, nokkrar skýringar á brottvikning- unni. — Hvað tókuð þér marga tog- ara meðan þér voruð skipherra á Ægi ? ^ — Ég tók 48 togara árin 1929 —32 og 1934—37 og bjargaði nær tuttugu skipum á sama tíma. — Hefur kveðið mikið að land- helgisgæzlu Ægis síðan þér létuð af störfum ? — Hann hefur tekið einn tog- um. Iílaðið býr til forsendur og leggur síðan út af þeim. Það heldur því fram, að Þjóðólfur sé tekinn að lofa mjög Hermann Jónasson og msgi af því draga þá álylttun, að hann styðji ráðu- neyti hans. Þjóðólfur hefur aldrei lofað Hermann Jónasson og mun ekki géra. Blaðið hefur gagnrýnt ráðuneyti hans og stjórnarforustu og sérstaklega tekið það fram, að hinir sjálfvöldu foringjar þjóðar- innar nú, eigi ósldpt mál um van- traust af hálfu almennings. Þessi málfiutningur Alþýðublaðsins er í fnllu samræmi við baráttuaðferð- ir hinna dauðadæmdu flokka. Skal ekki um það sakast hér, þótt þeir reynist trúir tíl hinztu stundar því hlutverki sínu, að leiða óheið- aileikann í öndvegissess stjórn- niálabaráttunnar á tslandi. ara þessi ár, sem síðan eru lið- in. Og það er ekki nóg með það, að raunverulega sé hætt að taka togara, heldur eru þess einnig dæmi, að gefnar séu eftir sektir, sem togarar eru dæmdir í. — Komust þér aldrei í hann krappann við togaratökurnar ? Ekkí svo að því sé nafn gef- andi. Ákveðin og einörð fram- koma dugar bezt og er nokkuð einhlít. Hins vegar verður að telj- ast rétt, að þeir menn, sem sendir eru um borð í togarana séu vopn- aðir. Því hefur þó ekki fengizt framgengt enn. — Hverjar eru skoðanir yðar á landhelgisgæzlunni almennt ? — Það er tvímælalaust skref aftur á bak að farga skipunum og taka á ný báta til gæzlunnar. Varðskipin verða að vera hrað- skreiðari en togararnir. — Hvað mundi þýða, að senda gangandi mann eftir afbrotamanni í bíl ? Það er alveg hliðstætf, að ætla bátunum að hafa höndur í hári veiðiþjófanna. Bátarnir eru of ganglitlir. Það er heldur ekki hægt að halda þeim úti nema ör- stutt í senn. Þeir verða alltaf að vera uppi við land til að safna sér vistum. Ekki geta þeir held- ur verið úti, ef nokkuð teljandi er að veðri. Þeir geta ekki sett út bát til að koma mönnum um borð í togara í úfnum sjó, enda hafa þeir orðið að horfa á eftir togurum burt frá sér af þeim á- stæðum. — Virðingarleysi fyrir landhelgisgæzlunni hefur fylgt í kjölfar bátanna. Það er fyrst eftir að þeir koma til sögu á ný, að ,,mannarán“ togaranna taka að færast í vöxt. — Okkar bíður mikið starf að endurreisa landhelgisgæzluna að nýju eftir stríð, segir Einar að lok- um. Það er ekki einasta, að öll gæzla sé nú í molum, heldur er öll framkvæmd laganna fullkom- lega í handaskolum og víðs fjarri eðli þeirra og tilgangi. SETULIÐSSTJÓRNIN TILKYNNIR: n,'. , Skotæfingar fara fram nálægt Reykja- vík daglega frá kl. 8—16, 10.—16. maí. Viðskiptaskráin gefur upplýsíngar um: 539 félög og stofnanir í Reykjavík 1043 félög og stofnanir utan Reykjavíkur eða samtals 1582 félög og stofnanir víðsvegar á landinu. 1887 fyrirtæki og einstaklinga í Reykjavík 1892 fyrirtæki og einstaklinga utan Reykjavíkur eða samtals 3779 fyrirtæki og einstaklinga, víðsvegar á landinu, sem koma á einhvern hátt við viðskipti. 560 starfs- og vöruflokkar eru í Varnings- og starfsskrá, með samtals 8760 nöfnum, heimilisföngum og símanúmeri. 411 skip, en það er allur skipastóll íslands 1 942, 1 2 smálestir og stærri (62 eim- og 349 mó- torskip).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.