Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 25.06.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.06.1942, Blaðsíða 4
Eíga Satnbandíð & Kveldúlfuv ad váda? — Framhald af 1. síðu. skyndilega og án fyrirhafnar. Sjaldan hafa orðið jafn snögg og óvænt umskipti í lífi rnanns eins og nú varð á ævibraut formanns Sjálfstæðisflokksins. I stað gjald- þrots var honum tryggt efnahags- legt örygi í bráð og lengd. I stað útskúfunar flokksbræðra hans og eilífrar pólitískrar gleymsku var hann leiddur til sætis við hlið forsætisráðherrans. Flokkur hans var neyddur til að láta sér vel líka — í orði. Það er ekki auð- gert að afneita ráðherra flokksins eða þoka honum í skugann. ¥ ¥ ¥ Þess eru sennilega engin dæmi í stjórnmálasögu landsins, að pólitískt herbragS hafi heppnazt jafn vel og hin lævíslega árás Jónasar Jónssonar á höfuðstöðvar SjálfstæSismanna. Honum auðn- aðist aS ná foringja þeirra ásamt allmörgum af liðsforingjum hans á sitt vald og hafa með sér yfir í sínar eigin herbúðir. Hin sterku stjórnmálasamtök SjálfstæSis- manna, sem höfðu stöðugt eflzt og voru kúgunarvaldi Framsókn- arforingjanna óþægur ljár í þúfu, guldu með þessu slíkt afhroð, að þau voru algerlega lömuð og einskis megnug. Olafur Thors er hjálparvana fangi andstæðing- anna, reyrður þeim fjötrum, sem ekki verða af honum höggnir- Annars vegar er þakkarskuldin við Jónas, sem hann mun telja að seint verði goldin sem vert er. Hins vegar eru milljónir þeirra j bræðra í hættu. Ólafur veit, að | Framsóknarflokkurinn muni hafa ! það sterka aðstöðu á næstu ár- ! um, að Jónasi yrði unnt að ,jafna j metin' með bandalagi við aðra flokka. MeS tilstyrk skattaálögu- valdsins mundi ekki verða örðugt að láta milljónir Kveldúlfs ,,gufa upp“ á fyrirhafnarlítinn hátt, enda hefur Jónas gefiS þetta í skyn oftar en einu sinni. Olafur Thors hefur ekki áhuga fyrir að leysa kjördæmamálið. Hann neyddist til að taka afstöðu með því vegna ótta við kjörfylg- istap í Reykjavík. Honum er þaS áreiðanlega ekki óljúf tilhugsun, þó að Framsóknarflokkurinn fengi aðstöðu til að stöðva máliS á sumarþinginu. ÞaS gæfi hon- um æskilegt tækifæri til að kom- ast í skjól við Jónas Jónsson að nýju. Menn veita því að vonum athygli, hversu Sjálfstæðisflokk- urinn beitir sér lítið gegn Fram- sóknarflokknum í þessum kosn- ingum. ,,HerleiSing“ Ólafs Thors og helztu liðsforingja hans er ástæðan. Ef Reykvíkingar sýna þess eng- in merki við kosningarnar 5. júlí, að þeir vilji ekki eiga foringja sína í fangabúðum Jónasar frá Hriflu, verSur ofurvald Sam- bandsins & Kveldúlfs drottnandi afl í þjóðfélaginu um ófyrirsjáan- lega framtíS. Kjósendur í höfuð- staðnum eiga því um tvennt aS velja. Annar kosturinn er sá, að fylgja Ólafi Thors og liðsforingj- um hans inn í herbúðir Fram- sóknarforingjanna, hin að skipa sér þar í sveit, sem barizt er íyrir hugðarmálum þeirra, almennum mannréttindum, athafnafrelsi og jafnri aðstöðu þegnanna til að ÞIOBOLFVR Fimmtudagurinn 25. júní. KJÖRDÆMAMALIÐ Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé andstæð- ingur Framsóknarflokksins í máli mál- anna við þessar kosningar, kjördæmamál- inu, þá hefur hann þó lýst því yfir, að sveitirnar eigi að njóta forréttinda á kostnað kaupstaðanna. Fulltrúar þjóðar- innar á löggjafarþingi hennar verði m. ö. o. að fá fleiri atkvæði, ef þeir eru kosnir í kaupstöðum, heldur en ef þeir eru kosn- ir í sveitum. Samkvæmt þessu er fjöldi kaupstaðarbúa í raun réttri atkvæðalaus. Það mætti þá alveg eins láta atkvæða- fjöldann ráða, en þurrka allmikinn fjölda kjósenda í kaupstöðum út af kjörskrá ! Finnst t. d. verzlunarmönnum hér í bæ það ekki hart, að samkvæmt stefnu Sjálf- stæðisráðherranna skuli þurfa fleiri Birni Olafssyni til þess að koma einu hand- bendi Olafs Thors að í Reykjavík, heldur en Sigtúnamenn til þess að koma Jörundi á þing. „ÞIÐ VESALINGS, VESALINGS FANGAR“ En hinir „vesalings, vesalings fangar“ gamla mannsins frá Hriflu vita, hvað þeir eru að gera. Fjölskylduhagsmunir núverandi forsætisráðhenna eru í hættu, ef ekki er skriðið milli skers og báru í kjördæmamálinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því ekki stefnt aðalsókn sinni gegn Framsókn, sem er þó eini flokkurinn, sem hefur tekið upp beina afstöðu gegn kjör- dæmamálinu. Hið nýja firma Sambandið & Kveldúlfur kúgar Svein í Völundi og Björn Olafsson til að snúa fallbyssukjöft- um blaða sinna gegn hinum nýju lands- málasamtökum Þjóðveldismanna. Þessi samtök geta að vísu orðið skeinuhætt þeim flokksforingjum, sem nú eru við líði. Þau stefna sem sé að heill og hamingju þjóðarinnar, en ekki fámennar foringjaklíku. Hinsvegar geta þau ekki verið hættuleg framgangi kjördæmamáls- ins, eins og sýnt hefur áður verið fram á hér í blaðinu. Haginn. Lciðrétting. Af bréfi Ferðamanns í 19. tbl. Þjóð- ólfs, verður ekki annað ráðið en að bréf- ritari hafi þegið beina þann, er þar er lýst, í skólahúsinu á Blönduósi. — Blaðið hefur hins vegar aflað sér upplýsinga um, að svo var ekki, hvort sem um vísvitandi missögn hefur verið að ræða eða ekki. Biður blaðið veitingamanninn, Ola Is- feld, afsökunar á þessari missögn fyrir sína hönd og bréfritarans. Ritstj. Víðbragð valdhyggjufíokkanna Framh. al 1. síðu. ingum og slagoröum um Þjóð- veldismenn, gætandi ekki aö því, aö slík vopn eru sljó í orustu viö hugsandi menn. Um þessa málfærslu fara flokksblööin í smiöju hvert til annars. Það er styrkur Þjóðveldis- manna, hvaö hinir flokkarnir allir, óttast samtök þeirra. N. njóta meðfæddra hæfileika og dugnaðar. Vilji Reykvíkingar síðari kostinn, skipa þeir sér í sveit Þjóðveldismánna og veila frambjóðendum þeírra í kosning- unum öruggt brautargengi. Verzlunarsféffín i Reybjavífc Framhald af 1. síöu. opinberlega, aö umsvifamikill kaupsýslumaöur hér í bænum hefði nú eignazt yfir helming af hlutafé Morgunblaðsins. Þrátt fyrir þaö er yfirstjórn blaösins enn í höndum manns, sem verzlunarstéttin nánast fyrirlítur fyrir heimsku, þröngsýni og undirlægjuhátt. Ef þessari sterku aöstööu væri beitt til hagsbóta fyrir verzlunarstéttina, rnundu þeir standa mjög vel aö vígi. Verzlunarmenn eru áreiðan- lega farnir aö hugsa um það, meö hverjum hætti stétt þeirra megi fá þá uppreisn, sem henni ber réttur til, eöa hvort henni muni ekki auön- ast aö rétta hiut sinn. Þeir munu hafa gert sér fullkom- lega ljóst, aö ef Sambandið & Kveldúlfur eiga aö ná alræö- isvaldi í landinu, þurfi þeir ekki aö vænta annars í sinn hlut en réttarskeröinga og cfbeldis. Verzlunarmenn í Reykjavík rnunu naumast fylgja Ólafi Thors i herleið- ingum yfir í herbúðir Jónasar frá Hriflu. Þeir þykjast senni- lega ekki eiga Magnúsi Jóns- syni, Jakob Möller og Bjarna Ben. þaö upp að unna, aö þeir telji ástæöu til aö fylgja eftir yfir landamærin. Þeir vita, aö verzlunarstéttin í Reykjavík getur fengiö upp- reisn. En til þess að svo megi veröa, hljóta þeir aö snúast gegn þeirri óvæntu sókn, þar sem fyrrverandi for- ingja þeirra er teflt fram gegn þeim. Verzlunarmönn- um er ljóst, aö þeir fá ekki uppreisn fyrr en þeir hafa lirundiö af sér álagaham Sambandsins & Kveldúlfs. Og takist þaö ekki nú, er leikur- inn tapaöur. Efsf á baugí Framh. af 1, síðu. blaðinu var á það bent í sam- bandi við umræður um hið mikla engþveiti í bifreiðamálunum, að sjálfsagt væri að kaup og sala á ollum bílum, nýjum og notuð- um, ætti að fara fram fyrir rnilli- göngu Bifreiðaeinkasölunnar. Ey- steinn Jónsson sinnti ekki þessari hlið málsins. Hann lét sér nægja að úthluta bifreiðum til póli- tískra gæðinga sinna. Ráðstafanir Magnúsar Jóns- sonar um að fyrirbyggja brask með bíla og tryggja ríkinu for- gangsrétt um notkun vfírubif- reiða ná ekki til fólksbifreiða. Bílaútlilutunin er nú algerlega í höndum Jakobs Mfíllers og mun hann ekki þykja réttsýnni en Ey- steinn. Ríkir fullkomið öngþveit- isástand í þessum málum. Skrif- leg loforð einkasfílunnar cru að engu hfífð af ráðhei'raniun, og bifreiðunum úthlutað eftir póli- tískum sjónarmiðum. er fluff á Skólavörðsfíg Símí 4964« 3» Svör við spurningum um áfengismál O TÓRSTÚKA ISLANDS hefur spiir/.t fyrir um afstfíðu s tj ó r n i náiailokkanna varðandi þrjú tilteldn atriði í áfengismálum. Þjóðveldismenn miða afstfíðu sína í áfengis- málum við núverandi ástand. I>eir telja, að endurskoðun á- fengislöggjafarinnar verði að bíða þess að stríðinu ljúki og Islendingar ráði einir fyrir landi sínu. Meðan stríðið stendur telja þeir ólijákvæmi- legt, að komið sé að fullu og öilu í veg fyrir áfengissfílu í landinu. Skrifstofa E-listans á Skólavörðustíg 3, (miðhæð), er opin á venjulegum skrif- stofutíma og kl. 8.30—10 á kvöldin. — Símanúmer hennar er 4964. Öll aðstoð við kosningarnar og undir- búning þeirra er vel þegin. Við verðum hver og einn að leggja fram þann liðsstyrk, er við erum megnugir, ef sigurs skal vænta. Tíminn er naumur til kosninga. Komið því helzt strax í dag eða kvöld til skrafs og ráðagerða á skrifstofu allra Þjóðveldismanna. Skaftskrá Reykjavíkur. Sfríðsgróðaskaftskrá. Elli- og örorkutryggingaskrá. Námsbókagjald- skrá, og skrá um ábyrgðarmenn lífeyrissjóðs- gjalda liggja frammi á bæjarþingsstofunni í hegningarhúsinu frá mánu- degi 22. júní til mánudags 6. júlí, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—20 daglega. Kærufrestur er til þess dags, er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu, eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl- 24 mánudaginn þann 6. júlí n. k. Skattstjórinn í Reykjavík, Halldór Sigfússon. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefur samkvæmt heimild í lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi hámarksverð: HarSfiskur, óbarinn, cif. Reykjavík. kr. 4,50 pr. kg. í heildsölu, barinn, ópakkaður . . kr. 5,65 pr. kg. í smásölu, barinn, ópakkaður .. kr. 6,70 pr. kg. Reykjavík, 23. júní 1942. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.