Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 14.12.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.12.1942, Blaðsíða 4
Rfiri mcd sðkudólgana Franihald af 1. síðu. heiöur og lét hverjum . ciegi nægja sín þjáning. Svo fer oft, þegar menn hætta aö trúa á framtíðina. í allri hinni marglofuðu velgengni eru menn að missa trúna á framtíðina. Menn ótt- ast að peningarnir séu að verða að ösku og flýta sér að' eyða þeim. Mönnum hrýs hug ur við því, að leiðtogar, sem einskis svifast, ef auöur eða völd eru í aðra hönd, skuli halda áhrifum sínum á við- sjárverðustu tímum, sem yfir þjóðina hafa gengið. Ef menn gefa sig iéttúðinni á vald, láta hverjum degi nægja sín þjáning og sætta sig viö að hafa sökudólga við völd, er þjóöin heillum horfin. Ef hjá því á að komast að þjóöin lendi í örvílnan og reiðuleysi, verður að fyrir- byggja «-að þeir .menn, sem valdir eru að þeim vandræö- um, sem þegar eru dunin yfir. Mánudaginn 14. des. 1942. fál tækifæri til áð leiða hana út í áframhaldandi ófamað. Þess vegna. er krafan: Burt með sökudóigana! Nýja menn! Heiðarlega menn! Þjóðholla menn! A. J. Bókaforlag æskumiar, auglýsir í þessu blaði bækur þær, er for- lagið gefur út á þessu hausti, er hér um gott úrval barna- og unglingabóka að ræða, eins og vænta má frá þessu forlagi, en viðurkennt er, að barna- og ungl- ingabækur ei*u einnig hollar fyrir fullorðna. Tilkynning æskja þess ad allir vinir yðar kœmi í heimsókn samtímis. Dómnefnct í verðlagsmálum hefur ákveðið eftirfar- andi hámarksverð: 1. Á kolum kr. 200.00 pr. smáiest heim- 1 keyrt, ef seld eru 250 kg. eða meira I einu. Ef selt er minna í einu, má verðið vera kr. 8.00 hærri hver smálest. 2. Á eplum, kr. 52.60 hver kassi í heild- j sölu og kr. 4.25 pr. kg. í smásölu. Sama er um okkur. Geríð því svo vel að koma fíman- lega með jólapönfun yðar. Reykjavík, 10. des. 1942, Dómnefnd í verðlagsmálum. Bólonenntirnar og frelsið. Erindi það, sem Árni Jóns- son flutti í útvarpið síðastlið- ið mánudagskvöld, vakti tals- verða athygli. Birtist það hér samkvæmt ósk nokkurra þes- enda, lítið eitt styttl er versti óvinur þeirra. í örbirgð sinni hefur íslendinga dreymt um auð sem allra meina bót. Nú'erum við komnir í náið sam- band við þjóð, sem er meira en þúsund sinum fólksfleri en við og þó ennþá ríkari en því svarar. Allur sá matur og drykkur, sem íslendingar hafa lifað á frá því landnám hófst, mundi ekki nægja Bandaríkja- mörínum í eitt ár. Á minna en þúsundasta hluta venjulegra framfærsluþarfa sinna gæti Bandaríkjaþjóðin haldið íslend- ingum uppi, án þess nokkur þeirra tæki hendur úr vösum. Þegar ræt var um stofnun fs- landsbanka í byrjun þessarar aldar, vitnaði Magnús Stephen- sen landshöfðingi í latneskt mál tæki, sem hann heimfærði upp á Dani og hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Eg óttast Dani, einn ig þegar þeir koma færandi hendi“. Svona var beigurinn í garð einnar minnstu þjóðar heimsins, jafnvel meðal manna, sem engum datt 1 hug að saka um Danahatur. Nú mundi hlegið að svona varúð. Á árunum fyrir stríðið voi’u Bretar á sífelldu undan- haldi fyrir nazistastjórninni þýzku. Þegar að þessu var fund- ið, var viðkvæðið að það væri „vont fyrir viðskiptin“ að bjóða nazistum byrginn. Ef við förum inn á þá braut, að marka afstöðu okkar til umheimsins eftir því einu, hvað gott er fyrir viðskipt- in, erum við að bjóða freisting- unum heim. Við skulum ekki láta okkui* til hugar koma, að þær þjóðir, sem hér hafa aðset- ur, ætli að bregðast því loforði að hverfa héðan að ófriðarlok- um. En ekki er óhugsandi, að þær færu að athuga sinn gang, ef nokkurntíma skini í það af okkar hálfu, að kröfur okkar um undandráttarlausar efndir gæti að einhverju mótast af því, hvað gott væri fyrir viðskiptin 1 þann svipinn, Við þurfum strax að hamra það inn í okkar eigin meðvitund, að enginn snefill af réttindum þessa lands er falur, þótt í boði sé öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð. Alveg sama hversu vinveitt þjóð á í hlut. Það er einkenni aldarfarsins hér á landi um þessar mundir, að fleira er metið til fjár en nokkru sinni fyrr. Allir verzla, sumir með kaffi og sykur, álna- vöru og matvæli, aðrir með glys og glerfénað. Enn aðrir með lík- ama og sál, sannfæringu og kjör fyigi- Styrjaldarárin hafa fært okk- ur meiri auð en nokkurn óraði . fyrir. Sú aukna hagsæld á að styrkja okkur í trúnaðinum við land okkar og þjóð, efla metnað okkar og þann bjargfasta ásetn- ing, að varðveita þá andlegu arf- leifð, sem okkur hefur verið í hendur falin. 1 \ i Snorri Sturluson var ríkastur . sinna samtíðarmanna hér á landi. Hann lét eftir sig meiri jarðeignir en nokkur annar. Hann hefði öllum íslendingum fremur átt að geymast í endur- minningunni sem „Snorri ríki“. Hvers végna er hann ekki kall- aður Snorri ríki? Það er fróðlegt að gera sér grein fyrir því. Það er vegna þess að hann lét eftir sig svo mikil andleg verðmæti, að þau skyggðu á allt hið mikla jarðneska góss hans í augum eftirkomendanna. Þetta dæmi ætti að vera okkur áminning um, að meta hleypidómalaust við- leitni þeirra manna, sem verja æfinni til eflingar andlegum verðmætum þjóðarinnar, hvort sem er í bókmenntum eða öðrum listgreinum. Þorsteinn Erlingsson segir. Meinleg örlög margan þjá mann og ræna dögum. Sá var löngum endir á íslendingasögum. Af öllum meinlegum örlögum sem rænt hafa íslendinga dög- um, er átakanlegast að verða úti við túngarðinn. Sú saga er enginn skáldskapur. Bónðinn hefur brotizt áfram í stórhríð og ófærð. Hann er ljemagna af þreytu. Ekkert nema umhugs- unin um konuna og börnin, allt sem hann á, allt sexp hann lifir fyrir, hefur varnað honum frá að leggjast niður. Allt í einu sér hann Ijóstýru í glugga. Hann þekkir sig. Það eru ekki nema fáeinir faðmar að bænum. Hann er kominn heim. Nú er óhætt að kasta sér niður — rétt andartak — til að láta sárustu þreytuna líða úr sér. Hann lokar augunum — og opnar þau aldrei aftur. Við íslendingar eru komnir að túngarðinum. Hverskonar erfið- leikar liggja að baki. Ljós í glugganum og Öllu borgið. Meg- um við ekki loka augunum — rétt andartak? Nei. Ekki fyrr en við erum komnir innfyrir og höfum fengið til fullrar varð- veizlu allt sem okkur hefur ver- ið trúað fyrir. i mmmmmmm Bók?for ag Æskunnar Ffórar nýjar bœkur Þetta eru jólabækur unglingapna í ár. Gullnir draumar er mjög spennandi saga fyrir ungar stúlkur. Ævintýrið í kastalanum með 36 litmyndum, með snilldar fallegri forsíðumynd eftir Tryggva Magnússon. Fást í öllum bókabúðum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.