Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.04.1943, Side 1

Þjóðólfur - 19.04.1943, Side 1
Útgefandi; MUNINN h/í Ritstjóri; HALLDóR JóNASSON Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. I'óstb. 761. — Þjóðólfur kemur öt á hverjum mánudegi og auk.blcð eftir þörfum. Missirisverð kr. 12,00, í lausasölu.35 aura. Prentsmiðja Jóns Heigasonar 01. árgangur Mánudagur 19. apríl 1943 16. tölublao Þad er §tjdrn§kipunin sem er að tortíma þingrædinu DAGLEGA kemur það fram í riti og ræðu. að menn misskilja gersamlega orsakirnar til ófarn- aðar Alþingis, eða réttara sagt sjá þær alis ekki. I Stefnumál I. ! Ðarizt skal gegn spillingu þeirri. sem þróazt hefur í skjóti hins lögverndaða flokkræðis og stétta-baráttu, og stefna að breyting- um á (tjórnarlögum landsins, þannig, að komið verði á fót lýð- frjálsu og friðsömu réttarríki á þingræðis grundvelli. Aðalbreytingarnar verða þessar: a) Efri deild Alþingis verði þjóðdeild, er gætir hagsmumi þjóðarheildarinnar gagnvart hverskonar togstreitu um sér- hagsmuni flokka, stétta, landshluta, atvinnufyrirtækja og einstaklinga. — Þingmenn deildarinnar skulu valdir af þjóðinni í einni heild, óbeimim kosningum, er tryggi það. að hver þingmaður hennar verði fulltrái þjóðarinnar allrar, en ekki neins sérstaks hluta hennar. Kjörtímabil verði lengra og kosningaaldur hærri fyrir þessa þingdeild en nú gerist. h) Neðri deild Alþiugis verði Íýðdeild og starfi á líkum grundvelli og allt þingið gerir nú. Þingmenn hennar skulu kosnir beinum kosningum, sem málsvarar einstaklinganna og hinna ýmsu þjóðarparta. c) Þjóðhöfðinginn skal kjörinn af allri þjóðinni með svipuð- um hætti og Efri-deildar þingmenn. d) Ríkisstjórnin ber ábyrgð gagnvart þjóðhöfðingjanum, enda skipar hann hana og gerir hreytingar á henni. Ráðherrar ikulu ekki vera þingmenn. Þessi tilíaga til þjóðræðilegrar stjórnskipunar er aðal- stefnumál Þjóðveldismanna. Hön er byggð á hinum ðrasban- lega grundvelli »þriðja-aðila-lögmálsins«, sem allar félagsheild- ir og öll ríki verða að hvíla á, ef þau eiga að vera varanleg og verðskulda traust. — Þjóðríkisform em til fleiri en eitt. En vér höfum kosið að halda við þingræðisformið fyrst um sinn, með því að þjóðin er því vönust, og vér viljum varast allar byltingar og stökkbreytingar fram yfir það, er nauðsym krefur. Með ofangreindu stjórnskipulagi eru félagsmái þjóðarinn- ar á friðsaman hátt tekin undan hinni ævagömlu stefnu »veiða, ráns og yfirráða« og flutt inn á nutímagrundvöll vísindalesrr* ar félagsræktar og réttarskipunar. Með þessu móti er tryggt — að því leyti sem þjóðin er fær um að tryggja nokkurn hlut — að beztu kraftar henn- ar séu valdir til að leita beztu þekkingar, sem völ er á lil úr- lausnar öllum vandamálum, í stað þess að láta ábyrgðarlaust hagsmunabrask ráða lögum og lofum. Vér stöndum nu stjórnfarslega á hinum alvarlegustu tfma- mótum. Og spurningin er þessi: Á þjóðin að tryggja sér sjálfstjórnarform (innanstjórn) eða á hön áfram að löta einhvers konar utanstjórn? Á þjóðin að slá stjórnskipulega föstum hösbóndarétti sín- um á landinu og ríkisböinu eða á hön að ofurselja hvorttveggja einkahraskinu, með því að halda vísvitandi öllum slfkum leið- um opnum? Ef þjóðinni á að heppnast að heimta óðalsrétt sinn og sjálfsstjórn, þá verður að fylgja ofangreindri stefnuskrá í nð- aldráttum. Fjármagnið BLAÐIÐ mun kappkosta eft- irleiðis að gera miklu ít- arlegri grein fyrir stefnumálum sínum en gert hefur verið til þessa. Eitt af aðalhlutverkum þess verður að halda uppi nauðsyn- legri vörn fyrir hið starfandi íjármagn þjóðarinnar. Gegnir sama máli, hvort það er í hönd- um einstaklinga eða hins opin- hera. Blaðið telur sér skylt að vinna markvíst gegn öllum þeim öflum, sem vitandi eða óafvitandi stefna að þv< að Jmeppa þjóðina í fjötra fátækt- ar og umkomuleysis. Á Islandi eru öll skilyrði til að reka blóm- legt og þróttmikið athafnalíf. Auðlindir landsins og hafsins umhverfis strendur þess geta skapað efnalega velsæld fyrir miklu fleiri menn en nú hjara hér á barmi fátæktarinnar. — Um mörg undanfarin ár hef- ur verið ráðandi á íslandi hróp- leg skammsýni varðandi efna- hagsmál þjóðarinnar. Fjölmenn- ir stjómmálaflokkar hafa haf- izt á legg með því að boða fagn- aðarerindi alhliða ofsóknar á hendur atvinnuvegunum. Þeir virðast ekki hafa átt sér ann- að hlutverk en að mergsjúga atvinnulífið. Þjóðmálaspeking- um þessara ránsflokka hefur al- veg sézt yfir það, að á Islandi hvílir sú kvöð enn á einstakl- ingunum að halda uppi athafna- lífi landsins. En það er augljós staðreynd hverjum manni, að atvinnurekstri verður ekki haldið uppi án fjármagns. Sé það sogið úr æðum athafnalífs- ins jafnótt og það myndast, skapast hið sjúklega ástand, sem opinberast í athafnadeyfð, atvinnuleysi, verkföllum, neyð og skorti. Boðendur þeirrar trúwr að sjúga beri fjármagnið út úr atvinnurekstrinum, án þess að skipt sé um hagkerfi, eru hættulegustu fjandmenn al- mennrar velmegunar og vel- sældar. Og ekki eru þeir sízt háskalegir óvildarmenn vinnu- stéttanna í landinu. Það er hægt að halda fram kostum annars hagkerfis en einkarekst- ursins og berjast fyrir því að það verði tekið upp. Það er mál út af fyrir sig. En það er ekki hægt að mergsjúga atvinnu- reksturinn með því skattaráni, sem hér hefur verið rekið, án þess afleiðingarnar bitni á öll- um almenningi í mynd skorts og neyðar. Þarf ekki að seilast um öxl til raka í því efnL I hundraðasta sinn verður að endurtaka þetta: — SJÚKLEIKI ALÞINGIS k RÆTUR SÍNAR I SKIPU- LAGI ÞESS, en ekki, eins og nú er komið í ódugnaði, illu innræti eða ábyrgðar- leysi hinna einstöku þing- manna. Þingmennirnir sýna einmitt mikinn dugnað og snilli á sína vísu og sömuleiðis ábyrgðartil- finningu. En þessir góðu hæfi- leikar snöast eingöngu um hagsmuni flokka og stétta en ekki þjóðarinnar í heild. Af því sem enn hefur gerzt, verður þó engan veginn stað- hæft, að þingmenn sitji vísvit- andi á svikráðum við þjóðar- haginn eða fyrirlíti hann. — En þetta fer nö að sýna sig, ef þeir gera sig bera. að því að vilja fyrir hvern mun varðveita Alþingi í þess növerandi af- skræmdu og óþjóðlegu mynd, og ef þeir vísa á bug öllum til- lögum um rétt stofnað þing- ræðilegt skipulag, sem kemur í veg fyrir valdastríðið og allt hið illa sem af því leiðir. Þeir sem vilja halda dauða- haldi í valdstreituna — þeir sem ekki vilja þola rétt en allt af sitja um tækifæri til að geta beitt brögðum eða valdi — það eru hinir eiginlegu misindis- menn á stjórnmálasviðinu. Það eru þessir ofríkismenn, sem vév verðum að leita uppi og hafa undir eftirliti, í stað þess að leyfa þeim að halda þinginu og þjóðskipulaginu í því formi sem bezt hentar braski þeirra. Lækningin á hinu sjöka þing- ræði fæst alls ekki rneð því að prédika bætt siðferði og sam- komulag meðal einstakra þing- manna og flokka. Þetta lagast allt af sjálfu sér, ef sjálfu þing- inu er breytt úr þeim orustu- velli og hrossamarkaði, sem það er nú, í þinghelgan, ábyrg- ari og þjóðræðilegan réttarvett- vang. Ef Egill Skallagrímsson hefði stráð öt silfrinu að Lögbergi eins og hann ráðgerði, þá hefði þar orðið orustuvöllur. Því að þá hefði hver orðið að slást fyr- it sínum hlut samkvæmt regl- unni: Það sem ég tek ekki, það taka hinir! Þeir sem fleygðu hinu ís- lenzka ríkisvaldi og landsjóðn- um óvörðum öt mitt á milli stjórnmálaflokkanna, unnu sams konar óhappaverk sem hinn gamli bardagamaður að- eins áformaði, en í margfalt víðara mæli. — Það eru þeir sem hafa rofið þinghelgina og gert vort gamla þing að stríðs- vettvangi, þar sem þingmenn- irnir eru beint kosnir til að berjast til sjálftöku á hinum þjóðlegu gæðum og lífsverðmæt- um, í stað þess að þeim sé aft- ur fengið það hlutskipti að tölka aðeins mál sín friðsam- lega gagnvart því þjóðlega ör- skurðarvaldi, sem þingið áður hafði (í ófullkominni mynd að vísu) en nu hefur verið af því tekið. Þegar menn saka þingmenn um skort á ábyrgðartilfinningu, þá er það rangt, því að þeir sýna einmitt mjög ríka ábyrgð- arkennd gagnvart þeim sem þeir skulda þingsæti sitt og fara með umboð fyrir. En það eru flokkarnir en ekki þjóðin sem heild. Þjóðin sjálf á ekki leng- ur neinn málsvara á Alþingi — enga þingmenn, sem fara sér- staklega með umboð fyrir hana. Hún getur því engan kallað til ábyrgðar. Þjóðin hefur í hugsunarleysi látið draga þingið ör höndum sér út á orustuvöll nokkurra einkasamtaka, sem svo slást um þau gögn og gæði sem þingið ræður yfir. Á meðan á þessu stríði stend- ur, er þjóðin sjálf siðferðilega og fjárhagslega máttvana og allt réttaröryggi í landinu á hverfanda hveli. Og þjóðarsjálf- stæðið er þá í rauninni orðið að neikvæðri stærð, eða minna en ekki neitt, A þessu stríði eru aðeins til tvær aðallausnir; Ein er sú, og hin almennasta, að einn maður, einn flokkur eða samvinnufélag flokka nái fasta- tökum á ríkisvaldinu og reki síðan ríkið sem einkafyrirtæki sitt með aðstoð erlends fjár- valds (og hervalds ef þarf). Undir þessu valdi verður þjóð- in sjálf framhaldandi ósjálf- stæð, en öryggi og efnahagur getur þó tekið framförum ef fyrirtækinu er sæmilega stjórn- að. En þetta er einræði. Og einræðið ltann að dulbua sig sem lýðræði eða jafnvel sem þjóðræði. Það er mjög auðvelt með erlendan styrk að baki að hafa ráð lítillar þjóðar í hendi sér, Og það má jafnvel lofa henni að leika sér að þingi og kosningum undir ströngu cftiv- liti. önnur lausnin er su, að þjóð- in í heild sinni rfsi upp fyrir forgöngu manna, sem hön treystir, og heppnist að ná tök- um á þingi og stjórn, þannig að hvorttveggja starfi í umboði hennar og beri ábyrgð gagn- vart henni — m. ö. o. að slík álivæði séu sett í stjórnskip- unina, sem tryggja fyrst og fremst þjóðinni sjálfri staðfest- ingarvaldið og gæzlu stjórn- laganna og það með, að hön geti endurnýjað umboðsmenn sína í þinginu (Efri deild) og komið fram áhyrgð á hendur þeim. Þetta er þjóóríkisstefnan. — Ef þjóðin kemur henni fram, liefur hön þar með eignazt land- iö og ríkisstofnunina, endur- heimt óðalsrétt sinn og sitt cig- inlega sjálfstæði. — En aftuv á móti ef nokkur af valdstreitu- flokkunum eða nokkurt sam- vinnufélag þeirra nær tökum og ræður skipulagi ríkisins, þíá er það alltaf einræði, hversu vel sem það kann að líta öt. Fyrir þessu hef ég gert nán- ari grein í ritinu »Þjóðríkið«, sem nú er komið öt í ódýru upplagi. H. J.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.