Þjóðólfur - 17.05.1943, Side 3
ÞJÓÐÓLFUR
3
Þad er ekki hægt!
AFTURHALD og íhald er
ekki það sama.
fhald lýsir sér á tvennan
hátt — í því að „halda í“ á-
unnin verðmæti og í því að
fara gætilega og standa á móti
gönuhlaupum. Án íhalds eru
því engar staðgóðar framfarir
hugsanlegar, þvi að íhaldið er
í raun og veru annar höfuð-
kraftur allrar lífsóknar og
framsóknar, sem án þess mundi
kollhlaupa sig strax í byrjuu.
Andstaða heilbrigðrar fram-
sóknar er einmitt afturhaldið,
kyrrstaðan og hin steinrunna
vanafesta, sem engu þorir að
breyta og alltaf stendur á móti
öllum framförum hversu vel
hugsaðar og undirbúnar sem
þær eru.
Enda þótt pólitískir flokk-
ar ýmist kenni sig eða séu
kenndir við áðurnefnd hugtök,
er sannleikurinn sá, að fram-
sókn, íhald og afturhald er til
í öllmn flokkum.
Hér skal nú athuga hvernig
afturhaldi'ð hagar sér. — Kjör-
orð þess er: — Það er ekki
hœgt! .
Ifcs. EGAR framfarastefnan
Ip' hér á landi fór að hvetja
menn til að nota ýmis erlend
landhúnaðartæki, svo sem
plóga, herfi, vagna, sláttuvélar
o. s. frv. var viðkvæðið alltaf
þetta: — Það er ekki hægt
vegna þess, að þessi tæki eiga
alls ekki við þá íslenzku bún-
aðarháttu, sem íslenzk náttúru-
skilyrði hafa skapað. Ekki
lieldur kunna menn með þessi
verkfæri að fai’a og hafa eng-
an áhuga á að læra það. —
Þessvegna er ekki hægt að nota
þau!
Á þeim stöðum sem skilyrð-
in breyttust ekki, reyndust aft-
urhaldsmenn sannspáir, og
þeir sem keyptu verkfærin
urðu leiðir á þeim og létu þau
ryðga niður — og svo gera
sumir enn í dag!
En framfaraliugurinn er
samt að vinna fullan sigur.
Verkfærunum er hreytt við
vort hæfi.
JarðveginUm er breytt, svo
aB hann verður plógtækur og
véltækur, og vögnunum eru
ruddar brautir. Menn læra að
fara með vélarnar, þær ger-
breyta húnaðarháttunum og
spara vinnukraft í stórum stíl
og eiga eftir að gera betur.
Þegar framfaramenn kröfð-
ust þess, að þjóðin eignaðist
sjálf vélknúin skip til veiða og
siglinga, þá sagði afturhaldið:
„Þetta er ekki hægt vegna þess,
að Islendingar kunna ekki að
sigla og kunna heldur ekki að
fara með vélar. Og þó að þeir
læri það að nafninu til, þá eru
þeir slíkir trassar, að bæði skip
og vélar skemmast strax fyrir
vanhirðu og fara forgörðum.
Af sömu ástæðum geta þeir
heldur ekki í náinni framtíð
segir afturhaldið
lært þá reglusemi, sem þarf til
að stjórna fyrirlækjum, sem
krefja nákvæmt reikningshald.
Og að stjórna mönnum geta
þeir Iieldur ekki lært af þeirri
einföldu ástæðu, að enginn
kann að hlýða. Vér höfum
aldrei haft herþjónustu, og all-
ir telja það undir virðingu
sinni að þola fyrirskipanir.
Nei, hér er við svo ramman
reip að draga, og svo rótgróið
eðli, sem ekki verður breytt
nema á mörgum mannsöldr-
um
Á þessa kenningu trúði öll
þjóðin ennþá í minni núlifandi
manna. Og reynslan hefir
meira að segja staðfest hana að
nokkru leyti. „Vestu“-útgerðin
frá 1896 misheppnaðist fyrir
vanþekkingu og tafði nýjar til-
raunir um meira en áratug. Og
of langt yrði upp að telja öll
þau slys á sviði útgerðar og
siglinga og alla þá stórsóun
verðmæta, sem vankunnátta og
vanhirða hefur valdið fram á
þennan dag.
En — samt sem áður er nú
til orðinn á einum mannsaldri
svo stór floti vélknúinna
skipa, að engan gat órað fyr-
ir öðru eins.
SVONA er hægt að halda
áfram. Allir eldri menn
muna vantrúna á það að unnt
yrði að reka nokkra verulega
garðrækt liér á landi, og sömu-
leiðis var megn ótrú á bílunum
I fyrst í stað og jafnvel einnig á
símanum, svo að ekki sé nú
minnzt á flugferðirnar. f
Og afturhaldið og ótrúin
{ hafði alveg rétt fyrir sér í því,
| að ekkert af þessu átti sér nein
veruleg framtíðarskilyrði mið-
að við þá þjóðhætti og þann
hugsunarhátt, sem ríkjandi var
fyrir svo sem 50—60 árum.
En sannleikurinn er sá, að
ef vit er í einhverri nýung, þá
er hún merkilega fljót að
breyta háttum manna, hugsun
og óskum til samræmis við sig.
Menn læra fljótt að hagnýta
það sem þeir hafa gagn af. Og
menn laira yfirleitt fljótt það
sem menn vilja læra, jafnvel
þótt það sé ekki gagnlegt.
jfcs. AÐ kemur varla fyrir að
Vr nokkur dirfist að halda
því fram, að stjórnskipunartil-
lögur Þjóðveldismanna séu
rangt hugsaðar.
Aftur á móti reka þær sig
daglega á raddir ótrúar og aft-
urhalds. — „Það er ekki hægt
að koma þessari Efri deild ykk-
ar svo fyrir — segja menn —
„að flokkarnir ráði þar ekki
lögum og lofum eftir sem áð-
ur“.
Þetta er alveg hliðstætt við
spádómana um landbúnaðar-
tækin, vélarnar og bílana, sem
sagt var að mundu strax ónýt-
ast fyrir vanrækslu og misnotk-
un.
Þessir spádómar rættust í
þeim tilfellum þegar menn
fengu hin nýju tæki svo að
segja undirbúningslaust. Og
eins mundi áreiðanlega fara ef
hin nýja tilhögun þings og
stjórnar væri samþykkt án þess
að þjóðinni væri gert Ijóst hvað
verið væri að gera og í hvaða
tilgangi það væri gert, — þá
mundi fara eins og þegar
„landkjörið“ var stofnað 1915
og flokkarnir flýttu sér að
skipta landkjörnu þingmönn-
unum á milli sín.
Af þessari ástæðu skoða
Þjóðveldismenn það sem eitt
helzta verkefni sitt að undir-
búa þjóðina þannig, að hún
geti ekki komizt hjá að skilja
nauðsyn á réttri stjórnskipun
og að óskin urn hana komi frá
þjóðinni sjálfri, fastbundin
þeim ásetningi að læra að nota
hið nýja skipulag rétt og svika;
laust.
ÁS viðburðanna hefur
þegar brotið ísinn. Þjóð-
in skildi strax, að það var stór-
kostleg endurbót að fá óflokks-
bundna landsstjórn og tók við
henni með fögnuði.
Nú er komið í ljós, að þetta
er ekki nóg. Hin óflokks-
bundna stjórn getur ekki unn-
ið með þingi sem er ekki ann-
að en sundurleit og ósjálfstæð
flokkasamkunda.
Það verður því að breyta
þinginu í líkingu við tillögu
Þjóðveldismanna. Þá fyrst höf-
um vér fengið stjórnhæft
skipulag.
Og þjóðin mun verða fljót
að læra að meta það svo, að
hún leyfi ekki að því verði vís-
vitandi traðkað.
Koniniiiui^ar
Frh. af 2. síðu.
i mönnum, sem enn eru ekki orðn-
í ir kommúnistar, þá er aðalstéfna
í hans og aðferðir ákveðin af
kommúnistum. Samtímis því, að
flokkurinn er orðinn mannmarg-
ur, gerast þau tíðindi, að Alþingi
| verður óstarfhæft til sumra hinna
l allramikilvægustu mála — þeirra,
I sem mest eru komin undir alþjóð-
; arsamtökum. „Þökk mun gráta
þurrum tárum“! Mfeð þessu hef-
ur þjóðfélaginu verið stofnað í
mjög verulegar liættur, sem síður
en svo er séð fyrir endann á. —
Jafnframt þessu gerist það, að hin-
ir stjórnmálaflokkarnir ýmist
ganga eftir kommúnistum með
grasið í skónum eða reyna að
keppa við þá í lýðskrumi. Þetta
er liins vegar rétt og slétt Klepps-
vinna. Það getur enginn flokkur
staðizt samkeppni við kommúnsta
á grundvelli lýðskrums og það
getur enginn flokkur gert komm-
únista ánægða. Það er hvort-
tveggja eins vonlaust fyrirtæki og
tilraunir Þórs í höll Útgarðaloka
Ráðningarstofa landbúnaðarins
liALLAR
Komi& í Lœkjargötu 14 B, konur og karlar, eldri
og yngri —- börn og unglingar — konur með barn,
eða hjón, og veljið úr sveitaheimilum, sem óska eft-
ir vinnu yðar í vor og sumar og jafnvel árlangt.
~>
Auk venjulegra sveitastarfa, er um atvinnu að rœða
fyrir ráðskonur, garöyrkjukonur, þjónustustúlkur
á veitingahúsum í sveit. Ennfremur fyrir menn er
unnið gætu með dráttarvél, smíði o. s. frv.
Pörf sveitanna kallar og óskar svars frá vinnufúsu
fólki. — Opið daglega 9--12 og 1-7. — Sími 2151.
Aaglýsing
ii in
liætíu við §iglingai*
Brezki sendifulltrúinn hefur tilkynnt ráðuneyt-
iriu, að reglulegar tundurduflaveiðar séu nauðsyn-
legar á hafinu kringum Island, og eru skipstjórar
allra íslenzki*a skipa því hérmeð, sjálfra sín vegna,
aðvaraðir um að koma ekki of nálægt skipum, sem
við tundurduflaveiðar fást, bæði vegna öryggis
skipa þeirra og veiðarfæra.
Skip, sem fást við tundurduflaveiðar, hafa eftir-
farandi merki:
Að degi til:
Svarta kúlu í siglutoppnum og svarta kúlu í rá-
arenda,
Að nóttu til:
Græn ljös, sýnileg á alla vegu, í stað svörtu kúln-
anna. Þessi ljós eru sýnd aðeins^ þegar þarf að
aðvara sldp vinaþjóðar.
Þegar mögulegt er ættu skip að halda sig að
minnsta kosti 500 metra frá skipum, sem hafa þessi
merki og alls ekki fara yfir leið þeirra fyrir aftan
þau í minna en 1000 metra fjarlægð né gera til-
raun til að komast gegnum hóp slíkra skipa.
Það skal og fram tekið, að skip ættu, sjálfra sín
vegna, að halda sig í nokkurri fjarlægð frá sam-
flota lestum herskipa og kaupskipa. Á þetta alveg
sérstaklega við fiskiskip á svæðinu austur af Garð-
skaga. Vegna árekstrarhættu er nauðsynlegt að vera
vel á verði um það, hvort skipalestir nálgast og gera
í tæka tíð ráðstafanir til þess að verða ekki á vegi
þeirra.
ATVimV- OG SAMGÖISGUMÁLARÁÐUISEYTIÐ
7. maí 1943.
til að lyfta kettinum og tæma !
drykkjarhornið. Það er alls eng-
inn botn í því, sem kommúnistar
bjóða þeim eða heimta fyrir hönd
þeirra, sem þeir telja sér von í at-
kvæðum frá, því að þeir ætla sér
hvört eð er að sprengja þjóðfélag-
ið. Þeir ætla sér að pína það,
þangað til enginn veit sitt rjúk-
andi ráð — og þá setja þeir sitt
ríki á stofn —- með erlendri hjálp.
Við þetta er í sjálfu sér ekk-
ert sérstakt að athuga — annað
en það, að þeir, sem ekki eru því
samþykkir, en reyna þó að gera
kommúnista ánægða, ættu fremur
heima á opinberum stofnunum en
í opinberu lífi. (Jörð).