Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.05.1943, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 17.05.1943, Qupperneq 4
Morgunblaöið 13. þ. m. lieldur því fram, að það, sem menn ávíti þingið mest fyrir, sé það að hafa ekki getað myndað flokksbundna stjórn. — En það er áreiðanlega ekki aðrir en stjórnir flokkanna og þeirra nánustu fylgismenn, sem sjá eftir þessu. — Allir þjóðlega liugsandi menn óska og vona, að flokksræð- ið sé senn úr sögunni. Alþý&ubla&ið birtir langa grein eftir Har. Guðm. (14. þ. m.) til skýringar því, hverjum það var að kenna, að ekki varð mynduð vinstri stjóm. — Áreiðanlega þrengist daglega liópur þeirra manna, sem telja það með óhöppum, að ekki komst á annaðhvort hægri stjórn eða vinstri stjórn, sem hvor um sig hefði orðið að starfa undir megnu vantrausti mikils hluta þjóðarinnar. Þjóðin heilsaði með hrifningu hinni nýju óflokks- bundnu stjórn. Slíkt hafði nú ekki sézt fyrr. En gleðin varð skammvinn, því að flokkaþingið þvældist alltaf fyrir stjórninni, svo að hún gat litlu til leiðar kom- ið. -— Nú fara menn að skilja, að þjóðin verður líka að endjir- heimta sinn hlut í þinginu ef rík- isvaldið á að verða starfhæft. Kosning þjó&rœ&ilegra a&ila. Alltaf skulu sjást þess merki að menn vanrækja að lesa það sem ritað hefur verið um Þjóðveldis- skipulagið og standa svo uppi eins og nátttröll gagnvart þessari stefnu og vita hvorki upp né nið- • ur. — Til dæmis heldur Morg- unblaðið, (13. þ. m.) að forseta- kjör hljóti að lenda í braski. — Það skal viðurkennt, að flokkam- ir munu eflaust óska að hafa á- hrif bæði á kosningu Þjóðdeild- arinnar (Efrideildar) og forset- ans. En þeim mun þó ekki verða eins hægt um hönd og þeir hyggja. — 1 fyrsta lagi verður kosningin óbein og þannig til liagað, að út- reikningum verði ekki við kom- ið. 1 öðru lagi verður stranglega lögbannað, að viðlagðri refsingu, að hafa áhrif á kjörið. — 1 þriðja lagi liafa flokkamir alls ekki jafn ríka hvöt til að beita kosninga- brögðum rnidir réttarskipulagi eins og undir núverandi skipulagi, sem neyðir flokkana til að berj- ast til valda eða þola að öðrum kosti kúgun andstæðinga sinna. — í fjórða lagi setur þjóðin sjálfri sér þetta réttarskipulag því að- eins, að almenningsálitið hefur þvingað það fram.' Markmið og lei&ir. Fyrir viku síðan hóf nýtt blað göngu sína sér í Reykjavík. Nefn- ist það „lsland“ og er kjörorð þess „betra lsland“. Ritstjóri er Ámi Jónsson frá Múla. Útgefend- ur eru ekki tilgreindir, en blaðið telur, að þeir séu „meirihluti þeirra manna, er átti Þjóðólf“. — Útgefendurnir birta ávarp til þjóðarinnar, svo sem títt er, þeg- ar ný blöð hefja göngu sína. — Um afstöðu þessara manna í landsmálum er þetta helzt að græða á ávarpinu: „Þeir (þ. e. út- gefendurnir) hafa aldrei ætlað eér að vinna góðu máli fylgjendur með klækjum, handjárnum og undirferli. Þeim hefur lengi ver- ið það ljóst, að þeir eiga ekki sam- leið með Páli frá Vallanesi og Jóni Kjartanssyni og þeir munu ekki láta það henda sig að lenda aftur í félagsskap með þeim“. — Þetta er helzta efni „ávarpsins til þjóðarinnar“. Á öðrum stað í blaðinu segjast þeir ætla að skapa „betra lsland“. Leiðin að því marki er, að sjálfra þeirra sögn, sú að forðast allt samneyti við Pál Magnússon frá Vallanesi og Jón Kjartansson. Stefnan fundin. Árni Jónsson lýsir því yfir á mjög skorinorðan hátt á þrem stöðum í „lslandi“ að hann að- hyllist Þjóðveldisstefnu Halldórs Jónassonar og muni ótrauður vinna fyrir hana. -—• Meðan Árni var ritstjóri Þjóðólfs lét hann sér engan veginn svona títt um þessa stefnu. Því var þvert á móti marg- yfirlýst af lians hálfu, að hann væri málsvari „sjálfstæðisstefn- unnar“ og liefði orðið að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn til þess að geta unnið stefnunni það gagn er hann vildi. — Nú endurtekur sig sama saga í lítið eitt breyttri mynd. Árni þykist liafa tekið þann kost að láta af ritstjórn Þjóð- ólfs og yfirgefa Þjóðveldismenn í því skyni að vinna fyrir Þjóðveld- isstefnuna! Skiprúmi&. Á það hefur verið bent hér í blaðinu, að það megi ekki koma fyrir, að hið dýrmæta skiprúm Ameríkuskipanna sé notað til að flytja til landsins verðlitlar’vör- ur, svo sem gamlar og lélegar komvörur, hálfónýtt timbur, þriðja flokks kaffi o. s. frv. Og því síður er ástæða til að vera að spara innkaupsverðið þegar það er kannske orðið minnihluti út- söluverðsins, en flutningskostnað- ur, vátrygging, tollar og álagning aðalhluti þess. Þar sein lélega var- an er auk þess alltaf tiltölulega dýrust, ætti, meðan gjaldeyrir er nægur og í fullu verði, að kenna mönnum að læra að meta góðu vömna og sækjast eftir henni. — Áður hefur verið frá þ ví skýrt í blaðinu, að farið sé aftur að nota mjöl úr rúghrati til blöndunar. Hvaðan þessi vara er komin, er enn óupplýst, en mun vera und- ir rannsókn. Hringið í síma 2923 og gerizt áskrifendur að ÞJÖÐÓLFI Betra íslatid .. Frh. af í. síðu. til fullnustu frá markvissri mál- efnaskrá fyrir flokkinn og blaðið. Árni gerði jafnan lítið úr aðal- stefnumáli Þjóðveldismanna, enda skrifaði liann aldrei um það og sýndist lítið liirða um að setja sig inn í það. — Rúm blaðsins þurfti að nota til látlausra árása á hina og þessa menn, sem þeir félagar álitu hættulegri þjóðfélaginu, en óhæft stjórnskipulag. Þeir vildu vera algerlega frjálsir og einráðir og ekki bundnir af neinni stefnuskrá. Þeir létu blaðið taka upp mjög harða baráttu GEGN opinberum rekstri annan daginn, en hinn daginn var barizt af enn meira kappi FYRIR opinberam rekstri. Einn daginn vora komm- únistar taldir hættulegustu óvin- ir þjóðarinnar. Næsta dag vora þeir menn taldir enn skaðlegri, sem kommúnistar og fylginautar þeirra ófrægja að staðaldri og of- sækja látlaust með kaupskrúfum og skattkúgun. Þessir menn hétu þá „peningaaðallinn í landinu“. Það er talað, að Ragnar Jóns- son geri mikið að því að spila á grammófón og eigi margar ágæt- ár plötur. Sennilega hefur fyrir honum vakað að koma sér upp nýjum grammófón, er liann réði Árna að Þjóðólfi, og að samkomu- lag hafi orðið um það, að spila skyldi sitt á hvað kommúnistisk- ar og kapitalistiskar plötur. Ragn- ar á víst talsvert til af báðum þess- um plötutegundum, og getur not- að þær, eftir því sem bezt hent- ar í hvert skipti. Blaðið „lsland“ boðar nú áframhald þessara hljómleika, og nefnist það á máli ritstjórans „að halda uppi gagn- rýni til hægri og vinstri“. Þeim, sem studdu kosningu þeirra manna, er nú skipa út- gáfustjórn Þjóðólfs, líkaði ekki þessi hljómlist Ragnars og leyfðu honum að fara með liljóðfærið. Þetta er sannleikurinn um rit- stjómarskiptin við Þjóðólf. Deil- an stóð urn það hvort blaðið ætti að vera einkafyrirtæki eins manns, eða hvort það skyldi vinna af fullri einlægni að framgangi áhugamála Þjóðveldismanna, eins og upphaflega var til ætlazt af meiri hluta stofnenda blaðsins. Blaðið „ísland“ byrjar göngu sína með því að hefja alveg sér- staklega ódrengilega ofsókn á hendur manni, sem útgefendumir lialda að sé þannig ástatt um, að hann geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. — Þetta lubbalega her- bragð spáir ekki góðu um það, að hér séu menn á ferðinni, er muni bera gæfu til að skapa „betra lsland“. Páll Magnússon. TILKYNNING frá Viðskiptaráðinu Úthlutað verður til bráðabirgða, næstu daga, leyfum fyrir búsáhöldum og raf- magnsvörum. — Umsóknir sendist fyrir 25. þ. m. ,14. maí 1943 Viðskiptaráðið ■jf. .Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag. Norðmannafélagið hér í Reykjavik gcngst fyrir liátíðahöldum í tilefni dags- ins. — Aðalefni hátíðahaldanna er sem hér segir: Kl. 9: Lagðir blómsveigir á grafir norskra hermanna og banda- mannahermanna í kirkjugarðinum í Fossvogi. Kl. 10: Hátíðaguðþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 11.30: Norsk og norsk-íslenzk börn koma saman hjá sendiherra Norðmanna. Kl. 13: Skrúð- ganga harnanna. Staðnæmzt á Arnarhóls- túni, en þar flytur Sigurður prófessor Nordal ræðu. Kl. 16—18: Móttaka hjá norska sendiherranum. Kl. 20: Hátíða- veizla að Hótel Borg. A Biskup landsins, Sigurgeir Sigurðs- son, hefur hafizt handa um útgáfu nýs blaðs. Nefnist það Kirkjublaðið. — Til- gangur hlaðsins er einkunt að ræða kirkjuleg málefni. En eigi að síður mun það láta gig varða miklu fleiri mál en beinlínis snerta kirkjuna og starfsemi hennar. — Blað þetta fer vel af stað. Er útgáfa þess gleðilegur vottur um vaxandi starf kirkjunnar manna. Ríður aldrei meira á því en á slíkum upp- lausnartímum, sem nú standa yfir, að kirkjan sé vakandi á verðinum. Trúlaus þjóð er siðlaus þjóð. En án ríkrar sið- gæðiskenndar getur engin þjóð vænt sér langiífis eða frama. A Saumaverkstæðin. Eigendur nokk- urra kjólasaumastofa hér í bænum hafa liætt starfsemi sinni í mótmælaskyni við SKEMMDARSTARF 4 Frh. af 1. síðu. leggjast að mála „fjandann á vegginn“ í skiptum vinnuþiggj- enda og vinnuveitenda. Þeir ' hafa verih óþreytandi í þeirri iftju sinni að skapa varanleg- an fjandskap og úlfúó milli þessara aóila. Fyrir þeirra til- stu&lan hefur smátt og smátt skapazt sá hœttulega sko&un hjá verkamönnum, a& vinnu- vei%andinn vœri persónulegur fjandmá&ur, er sjálfsagt vœri að vinna allt þa& ógagn, sern au8i& væri. Vinnusvikin eru einn lifiur í þeirri skemmdar- verkastarfsemi, sem hinir ó- bo&nu „forustumenn“ verka- mannanna hafa rekiö. Afleiftingarnar af ví&tœkum vinnusvikum eru augljósar. Þau lei&a af sér hátt vöruverT), svikna vöru, svikinn gjaldeyri og minnkandi kaupmátt pen- inganna. Framlei&slan ver&ur ekki samkeppnisfœr á heims- marka&inum. — Reksturinn dregst saman e&a stö&vast með óllu. Atvinna minnkar, vand- rœfti og skortur halda innreið sína. Af þessu má þa& augljóst vera, aS skipulögö rœktun vinnusvikanna er mjög áhrifa- ríkur þáttur í því að grafa grunninn undan þjó&félags- byggingunni. Óhappamenn þeir, sem nú hafa rióð tökum á verkalý&ssamtökunum, vita því vel hva& þeir eru að gera, þeg- ar þeir af rá&num huga ýta undir vinnusvik og fjandskap vinnuþiggjenda í garft vinnu- veitenda. — Þjóftfélagift hefur látifi þetta skemmdarstarf af- skiptalaust til þessa — en hvafi i getur þa& gengiö lengi? ákvarðanir verðlagsstjóra urn hámarks- verð á vinnu verkstæðanna. Jafnframt hafa verkstæðin hætt sölu á birgðum sínum. — Hefur verðlagsstjóri kært þessa aðila fyrir meint brot á verðlags- lögunum og stendur rannsókn málsins nú yfir. — Verðlag á tilbúnum kven- fatnaði hefur verið gífurlega hátt. Er það mál manna, að fáir liafi seilzt til stríðsgróðans af öllu meiri óbilgirni en eigendur saumastofanna. Mun það og enda ekki ofmælt, að af verði kvenkjóla hafi a. m. k. þrír fjórðu hlutar verið álagning og kostnaður. — Er þess að vænta, að verðlagsstjóri haldi fast á þessu máli. Jörð, 1. hefti 4. árg. er nýkomið út. — Ritið flytur tvær skörulegar grein- ar eftir ritstjórann, Tcekifœri og Komm- únistar. Kjartan Jóhannesson ritar langa og athyglisverða grein, er hann nefnir ICreppa og atvinnuleysi. — Ýmislegt ann- að efni er í heftinu, m. a. þýdd grein um síðustu ferð herskipanna Prince of Wales og Repulse, grein eftir Baldur Andrésson um tónleika í -Reykjavík á árinu 1942, dulrœnar frásögur eftir sr. Árna Þórarinsson, grein um föstuguðs- L xjónustur eftir sr. Magnús Bl. Jónsson og ýmislegt fleira. — Jörð er hið sköru- legasta tímarit undir stjórn sr. Björns 0. Björnssonar. Það tekur djarflega til máls um ýrnis helztu vandamál samtím- ans og er fullkomlega frjálst í afstöðu sinni. Almenningur i landinu ætti frem- ur að leggja eyru við leiðsögu slíkra rita heldur en boðskap hinna klafá- bundnu málgagna ofríkisflokkanna. A Straumhvörf, hið nýja tímarit, er nú nýlega komið út öðru sinni. — Að riti þessu standa niu ungir menn, sem ekki eru bundnir á klafa flokkshyggjunnar. Tilgangur þeirra með útgáfu ritsins mun vera sá að kryfja til inergjar ýmis þjóð- félagsleg vandainál, án tillits til liinna „lögboðnu" sjónarmiða flokkahugsunar- innar. — Efni þessa nýja heftis er sem hér segir: Efnalegt sjálfstœði (Emil Björnsson), Vori brugðið (sr. Sigur- björn Einarsson), Ofvöxturinn í Alþingi (Egill Bjarnason), Verðlag landbúnað- arafurða (Jóhann frá Oxney), Skyldurn- ar við lýðrœðið (Hermann Jónssou), Hernámið og tungan (Óskar Bergsson), Heimili og þjóðfélag (Broddi Jóhannes- son). — Grein ritstjórans, Emils Björns- sonar, stefnir vissulega í rétta átt, og er virðingarverð viðleitni. Hinsvegar gegnir svipuðu máli um hana og mál- flutning þeirra Straumhvarfamanna yfir- leitt: Ilann er ekki skörulegur og nokk- uð reikandi. Virðist margt vera á huldu um, hvert þeir raunverulega stefni, þótt þeir að ýmsu leyti feti í fótspor þessa blaðs. ★ Þjóðríkisvaldið. — Margir klifa því að erfitt muni reynast að skapa fnllkomið og tryggt þjóð- ríkisvald. Þeim skal sagt, að það er alls ekki ætlunin og ekki heldur æski- legt að finna upp neina sjálfvirka þjóð- ríkisvél, sem losi þjóðina við alla stjórn- farslega erfiðleika og áhættu, eða við það að þola afleiðingar ráðstafana sinna. Nei, þjóðríkisstefnan beinist fyrst og fremst að þvi að setja þjóðina inn á óðal sitt í þvi ástandi sem það er og með þeim kröftum, sem hún sjálf hef- ur á að skipa og hvorki betri né verri en það. í þessu skyni verður þjóðinní fengið það vald í þinginu, sem húsbóndi þjóðarheimilisins verður að hafa, án þess að of nærri þurfi að ganga einka- inálum og rétti heimilismanna. Ætlun- in er heldur alls ekki sú, að vilja rig- negla allt fyrirfram, heldur að gefa frjálsri þekkingu og reynslu sem fyllst svigrúm til endurbóta skipulagsins, og til þess að heilbrigðar stjórnarvenjur geti myndazt — og til þess að sem rammastar skorður verði reistar gegn hvers konar ljósum og leyndum tilraun- um til að hnekkja þjóðarvaldinu og raska jafnvægi þes»

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.